Feykir


Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 2

Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 2
Lóuþrælar fara á stjá Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 284 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 2 Feykir 36/2010 Leiðari Tek hatt minn ofan Ég játa það fúslega að fyrir umfjöllun Feykis um lesblindu í síðustu viku og áframhaldandi umfjöllun blaðsins í þessari viku hafði ég takmarkaðan skilning á hugtakinu lesblinda. Jú ég vissi að lesblinda var til, ég veit og þekki foreldra barna sem þjást af lesblindu auk þess sem ég þekki til fullorðinna einstaklinga sem greindir hafa verið með lesblindu. Það sem ég hins vegar hafði ekki gert mér grein fyrir var hversu stutt er í raun síðan farið var að vinna markvisst með lesblinda og veita þeim þá aðstoð sem þeir þurftu. Sorglegt þykir mér til þess að vita að einstaklingur sem ekki er nema tveimur árum eldri en ég sjálf hafi hrökklast frá námi sökum skilningsleysis á hans aðstæðum. Að ár eftir ár hafi hann verið „niðurlægður“ fyrir framan jafnaldrana sökum skorts á þekkingu kennara hans. Skilaboðin gengu ekki milli kennara og lítill drengur grét á kvöldin yfir óréttlæti heimsins. Taldi sig bæði heimskan og latan af því að hann náði ekki jafngóðum tökum á lestri og jafnaldrar hans. Ég tek hatt minn ofan fyrir Helga Ingimarssyni fyrir að hafa á fullorðinsárum horfst í augu við „fötlun“ sína leitað sér aðstoðar og viðurkennt vandann. Ég tek hatt minn ofan fyrir Þóru Björk Jónsdóttur sem leiðbeinir jafnt ungum sem öldnum sem takast vilja á við þann vanda sem lesblinda er. Ég tek hatt minn ofan fyrir starfsfólki Farskólans fyrir að gera þessu vandamáli hátt undir höfði og styðja og styrkja þá sem á sínum tíma hrökkluðust frá námi sökum lesblindunnar. Saga Helga segir okkur að það er aldrei of seint að taka á sínum málum. Saga hans ætti líka að kenna okkur að sýna aðstæðum náungans skilning og ekki síst að kenna börnum okkar umburðalyndi gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Sveitarstjórn Skaga- strandar hefur falið sveitarstjóra að taka saman lista yfir þær eignir einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins þar sem útlit og umgengnismál séu aðfinnsluverð. Jafn- framt var sveitarstjóra á fundinum falið að koma með tillögur að leiðum til úrbóta. Var ákvörðun þessi tekin í kjölfar þess að á undan- förnum árum hafa orðið miklar framfarir í umhverfis- og umgengnismálum á Skagaströnd en þó er það mat sveitarstjórnar að alltaf megi gera betur. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi Blönduósbæjar gagn- rýndi minnihlutinn harðl- ega núverandi meirihluta, fyrrverandi bæjarstjórn og embættismenn bæjar- félagsins, fyrir óráðsíu og óvönduð vinnubrögð við nýbyggða sundlaug. Ný sundlaug var tekin í notkun á Blönduósi um mitt þetta ár. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, en hann verður væntanlega á fimmta hundrað milljónir króna. Á síðasta fundi bæjarstjórnar urðu harðar deilur um 130 milljóna króna framúrkeyrslu á kostnaði við byggingu sundlaugarinnar, sem minnihlutinn segir ekki hafa verið heimild fyrir. Þetta séu algjörlega ólíðandi vinnubrögð og kalli á sérstaka rannsókn. Oddný M. Gunnarsdóttir, oddviti S-listans sem er í minnihluta bæjarstjórnar, segir að búið sé að skuldsetja sveitarfélagið óeðlilega mikið og ljóst sé að þetta muni íþyngja sveitarfélaginu verulega. Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi L-listans, vísar gagnrýni minnihlutans á bug. Hann segir, að greiðslubyrgði sveitarfélagsins hafi ekki aukist sem neinu nemi við þetta lán. Þá hafi verið ákveðið að draga úr framkvæmdum í sveitarfélaginu næstu tvö árin. Blönduós Deilt um kostnað Sveitarstjórn Skagafjarðar Menningarráð Norðurlands vestra Skagafjörður – Austur Hún SSNV Styður óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunnar Mikil ásókn í menningarstyrki Sameining HSB og HS ekki ákveðin Jón Óskar í starfshóp um svæðis- sendingar RÚV Atkvæðagreiðsla um Landsdóm Ólína skar sig úr Þegar kjörið var um hvort ákæra ætti ráðherra fyrir Landsdómi á Alþingi í gær voru alþingismenn í Norðvesturkjördæmi nokkuð samkvæmir sjálfum sér, allir nema Ólína Þorvarðadóttir sem telur að ákæra eigi Alla þrjá ráðherrana en ekki Ingibjörgu Sólrúnu. Þingmenn VG þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Jón Bjarnason töldu rétt að ákæra en á móti voru þeir Ásbjörn Óttarsson, Einar K Guðfinnsson , Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem allir sögðu nei. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þess efnis að styðja þau áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Í ályktun sveitarstjórnar sem samþykkt var samhljóða í gær segir enn fremur; -Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu“ -Þann 15. september sl. rann út umsóknarfrestur um verkefnastyrki Menningarráðs Norðurlands vestra. Alls barst 81 umsókn þar sem óskað er eftir tæpum 56 milljónum króna í styrki. Í heildina gera umsækjendur ráð fyrir um 170 milljónum króna í framkvæmdir við þau verkefni sem sótt er um styrk til. Til úthlutunar eru um 17 milljónir króna. Umsóknirnar eru mjög fjölbreyttar og spanna flest svið menningarlífsins. Þann 11. október nk. mun menningarráðið funda um umsóknirnar og mega umsækjendur vænta svara fljótlega eftir það. Heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson ásamt fríðu föruneyti, heimsótti heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki sl. fimmtudag. Tilefni heimsóknarinnar var að fara yfir komandi fjárlög með framkvæmdastjórnum auk þess að ræða hugsanlega sameiningu HSB og HS. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um sameiningar en ráðherra vildi þó kynna sér viðhorf heimamanna til slíkar sameiningar. Stjórn SSNV hefur kjörið Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóra SSNV, fulltrúa sambandsins í starfshóp um svæðisútsendingar RÚV af Norður og Austurlandi. Starfshópurinn mun skila tillögum sínum til stjórnar RÚV. Það var framkvæmda- stjóri Eyþings sem óskaði eftir því að SSNV legði til fulltrúa í starfshópinn. Skagaströnd Umhverfis- átak Heilbrigðisráðherra í heimsókn. Mynd: hskrokur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.