Feykir


Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 3

Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 3
36/2010 Feykir 3 6 nemendur frá Varmahlíðar- skóla komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda en á dögun- um fóru nemendurnir suður í vinnusmiðjur og unnu áfram með sínar hugmyndir Skemmst er frá því að segja að tvær hugmyndir af fjórum fengu verðlaun en það voru hugmyndirnar Brummi sem er hjálpartæki fyrir einstaklinga með skerta hreyfigetu í sundi. Brummi er rafknúinn þannig að einstaklingur getur farið hvert sem hann vill í sundlauginni, þær Ingibjörg Lóa, Katarína og Sædís Rós hönnuðu hann. Hin hugmyndin er Rúllusamstæða sem límir enda sem þær Berglind og Sonja gerðu. Til hamingju stelpur með árangurinn. Brummi og rúllusam- stæða hlutu verðlaun Myndin er tekin af heimasíðu Varmahlíðarskóla Varmahlíðarskóli 2010-2022 Sveitarfélagið Skagaströnd, aðalskipulag Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 26. ágúst 2010 tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla voru til sýnis á skrif- stofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3 frá 25. maí til 22. júní 2010 með fresti til að skila inn athugasemdum til 7. júlí 2010. Ennfremur var tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is. Tvær athugasemdir bárust vegna tillögu að tilfærslu Skagastrandarvegar. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar. Greinargerð með athugasemdum og umsögnum um þær er á heimasíðu sveitarfélagsins. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um tillöguna og niðurstöður sveitar- stjórnar geta snúið sér til sveitarstjóra Skagastrandar. SveitarstjóriHúnaþing vestra Björgunarsveitin Húnar var kölluð út snemma á miðvikudagsmorgun til að aðstoða ábúendur á Tannstaðabakka í Hrútafirði en þar höfðu fjögur naut fallið ofan í haughúsið. Vel gekk að ná gripunum upp úr haughúsinu og var því lokið rétt upp úr níu. Naut féllu í haughús

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.