Feykir


Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 10

Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 10
10 Feykir 36 /2010 Mikill fjöldi tók þátt í Laufskálaréttarhelgi Á föstudag var haldin sölusýning á svæði Léttfeta þar sem mörg glæsihross voru til sýnis og sölu og eflaust hafa tekist samningar um hrossakaup. Um kvöldið var haldin stórsýning og skagfirsk gleði þar sem fólk skemmti sér vel undir skemmtilegum atriðum en það var álit gesta að atriðin hafi verið góð, stutt og hnitmiðuð. Á laugardeginum mætti fjöldi manns í Kolbeinsdalinn til að fylgja stóðinu til Laufskálaréttar og var það mat manna að ekki hafi verið svo margt manna áður við stóðreksturinn. Í réttunum voru um 600 hross dregin í dilka og gekk það allt slysalaust fyrir sig. Um kvöldið var haldinn stórdansleikur í reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem yfir tvö þúsund manns komu saman til að skemmta sér undir tónum Vonarmanna ásamt gestasöngvurum. Blaðamaður Feykis var staddur í Laufskálarétt og Kristín Ármannsdóttir tók myndir í reiðhöll á föstu- dagskvöld. Mikill fjöldi fólks tók þátt og fylgdist með þeim fjölmörgu atriðum sem voru í boði á Lauf- skálaréttarhelgi. Að sögn lögreglu fór allt mjög vel fram alla helgina, veðrið gott og menn slakir. Orðatiltækið maður er manns gaman átti sannarlega við í réttunum. Steingrímur á Laufhóli og Jónas Sigurjónsson ræða málin. Hörður Sigurjónsson hlustar af athygli á Sigurð bónda í Víðinesi. Hér eru þeir Baldvin Ari og Maggi Magg. leiknir við mikinn fögnuð áhorfenda Hér er sýnt af leikurum hvernig Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson bera sig að í hestamennskunni Mette sýnir hvernig spænska sporið er tekið Mikill fjöldi fólks kom saman á föstudagskvöldið í reiðhöllinni Svaðastaðir Tekið á því í Laufskálaréttunum. Harðfiskurinn þykir líka hentugur í réttunum. Glaumur og gleði í Skagafirði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.