Feykir


Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 5

Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 5
36/2010 Feykir 5 Formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, Ómar Bragi Stefánsson hefur ekki ósjaldan bölvað knattspyrnuvellinum á Grenivík, sagt hann ósléttan og beinlínis hættulegan leikmönnum. Í grein sem hann skrifaði á sl. ári kallaði hann völlinn „kartöflugarð“ að sjálfsögðu við litla hrifningu heimamanna. Eitthvað virtist þetta þó hreyfa við þeim og tekin var ákvörðun um að laga völlinn og gera hann að almenni- legum velli sem er hið besta mál. Nú eru framkvæmdir hafnar við völlinn og verður m.a. lagt nýtt gras á hann allan. Forráðamenn Magna á Grenivík eru miklir húmoristar og ákváðu því að minna Ómar á þessi ummæli hans. Þeir ristu góða gras- þöku úr gamla vellinum og settu fimm kartöflur ofan á. Þetta settu þeir síðan á vörubretti, plöstuðu og sendu með flutningabíl heim til Ómars á Sauðárkrók. Meðfylgjandi var líka eftir- farandi bréf: „Heill og sæll Ómar. Í tilefni af því að nú eru hafnar framkvæmdir a kartöflugarðinum, nei fyrir- gefðu knattspyrnuvellinum á Grenivík, þá var það samdóma álit stjórnar Íþróttafélagsins Magna að færa þér að gjöf örlítið minningarbrot af okkar góða velli. Við teljum að þú hafir hjálpað og rekið okkur af stað í þessar framkvæmdir og ekki nema sjálfsagt að verðlauna þig fyrir það! Að lokum óskum við ykkur til hamingju með að vera komnir upp í 2. deild og vonandi sjáumst við þar fljótlega! F.h. stjórnar Magna Þorsteinn Þormóðsson, Formaður Magna. P.S. Þar sem þú hefur verið í lóðaframkvæmdum ætti þetta minningarbrot að nýtast þér vel!“ Ómar tók við þessari höfðinglegu gjöf glaður í bragði og kunni vel að meta þessa hugulsemi þeirra. Drengjaflokkur Tindastóls lék gegn lærisveinum Vals Ingimundarsonar í FSu í fyrsta leik Íslandsmótsins í ár á föstudaginn var og beið 12 stiga ósigur 76-64. Strákarnir voru stressaðir í fyrsta leikhluta og má segja að leikurinn hafi tapast þá en eftir því sem leið á leikinn náðu strákarnir sér á strik en í síðasta leikhluta náðu þeir að saxa niður rúmlega tuttugu stiga forskot. Má því segja að þrátt fyrir tap í fyrsta leik lofi leiktímabilið mjög góðu hjá hinu unga og efnilega Tindastólsliði. Stigin skoruðu: Guðmundur Jóhann Guðmundsson 19, Einar Bjarni Einarsson 14, Ingimar Jónsson 13, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Pálmi Geir Jónsson 7 og Þorbergur Ólafsson og Friðrik Þór Stefánsson 1 stig hvor. Meistaraflokkur Tindastóls lék tvo æfingaleiki um helgina. Hinn fyrri á laugardag gegn Stjörnunni og tapaðist hann 64-92. Stigin skoruðu; Kiki 19, Dimitar 13, Helgi Rafn 10, Friðrik 6, Gidon Rietti (sem var á reynslu) og Hreinn 5, Halldór 4 og Þorbergur 2. Á sunnudag lék liðið gegn Skallagrími og hafði þar sigur 72-66 í leik þar sem allir fengu að spila. Stigaskorið; Kiki 17, Halldór 12, Dimitar 10, Friðrik 9, Einar 8, Hreinn 6, Helgi Rafn 4, Guðmundur 3, Þorbergur 3. Næsti æfingaleikur er áformaður á föstudaginn kl. 19.30 gegn Skallagrími í Síkinu. Íþróttafréttir Feykis Fótbolti Kartöflugarðurinn á Grenivík Tap hjá drengjaflokki í fyrsta leik Tap og sigur í æfingarleikjum Körfubolti ( Liðið mitt ) Einu sinni Notts County, ávallt Notts County Nafn? Stefán Ingi Svansson Heimili? Hlíðarhjalli í Kópavogi Starf? Matreiðslumeistari Veisluturnsins í Kópavogi Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Notts County, elsta félagslið í heimi og stofnað 1862. Þetta er eins og með vín og osta, verður alltaf betra eftir því sem það verður eldra. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði?Nei aldrei, var reyndar aldrei sáttur þegar Gaui Þórðar tók við liðinu. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Jermaine Pennant var í uppáhaldi, reyndar ekki fyrir knatthæfileika heldur hversu toppstykkið er tómt. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Bara í huganum. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Fékk bangsa að gjöf þegar ég var 5 ára sem var klæddur Notts County búning, svaf alltaf hjá mér þegar ég var yngri og gerir enn. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? ÞSvanur Jóhann sonur minn fær brátt búning félagsins að gjöf, en bangsann fær hann ekki. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, hef aldrei gert og mun aldrei gera, svo lengi sem ég lifi. Uppáhalds málsháttur? Einu sinni Notts County, ávallt Notts County! Einhver góð saga úr boltanum? Bangsinn góði felldi tár, þegar Sam Allardyce yfirgaf klúbbinn 1999 fyrir Bolton. Hvert var þitt síðasta hrekkjarbragð? Þeir hrekkir eru best gleymdir og grafnir. En ég átti rosalega erfitt með að skilja það þá en ég skil núna hvað Óli Barðdal átti við með því þegar hann sagði við mig: ,,Stebbi ég held að þetta sé ekki fyrir þig‘‘. Spurning frá Júlíusi Jóhannssyni. Ertu ekki djöfull góður Bósi? Svar...Chicago baby Chicago Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Jón Hjört Stefánsson Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Er þetta ekki allt spurning um að vera nógu hugmyndaríkur og bjartsýnn? Feykir.is Ferskur á netinu! Hafðu samband - Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafaPéturs Guðjónssonar frá Hrauni í Sléttuhlíð Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-5 Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.