Feykir - 30.09.2010, Blaðsíða 6
6 Feykir 36/2010
Helgi Ingimarsson í Feykisviðtali
Ég er ekki
greindur hálfviti
Helgi Ingimarsson á
Sauðárkróki hætti námi um
áramót veturinn sem hann
var í níunda bekk nú tíundi
bekkur, en hann hafði í gegn
um alla sína skólagöngu
barist við lesblindu án þess
að fá hana nokkurn tímann
viðurkennda. Hann upplifði
sig alltaf sem bæði latan og
illa gefinn í skólanum.
Skólastjórinn spurði hvort
hann ætlaði alla tíð að vera
blettur á þjóðfélaginu. Það
var ekki fyrr en fyrir þremur
árum að Helgi fékk uppreisn
æru, er eiginkona hans skráði
hann í lesblindugreiningu hjá
Farskóla Norðurlands vestra.
Helgi deilir hér sögu sinni
með lesendum Feykis.
Helgi tekur á móti blaða-
manni á fallegu heimili sínu
við Eskihlíð á Sauðárkróki.
Við hittumst seinni part
á sunnudegi og er Helgi
nýkominn frá því að sækja
hross yfir í Hjaltadal. Ég
finn að Helgi er örlítið
kvíðinn fyrir viðtalinu og
segi hughreystandi að ég hafi
enn sem komið er ekki misst
viðmælanda. Við hlæjum
bæði en eftir því sem líður
á viðtalið geri ég mér grein
fyrir ástæðum kvíða Helga,
sem hugsar með hryllingi
til skólagöngu sinnar. -Hún
var bara martröð, það eru
engin önnur orð yfir hana.
Allt lesefni lá illa fyrir mér
og í framhaldinu átti ég í
erfiðleikum með allt nám. Ég
hafði góða kennara inn á milli
en síðan kom alltaf nýr kennari
á hverju hausti og það var
eins og upplýsingar um mig
gengju aldrei á milli kennara
og ég var alltaf kominn aftur
á byrjunarreit. Ég var látinn
lesa upp fyrir framan allan
bekkinn sem var náttúrulega
algjör martröð fyrir mig.
Haust eftir haust var ég
settur í þessar aðstæður sem
í framhaldinu buðu upp á
það einelti sem ég varð fyrir,
rifjar Helgi upp. Sjálfur segist
hann ekki hafa átt neina vini
úr sínum árgangi og að hann
hafi ekki áhuga á að fara á
bekkjarmót. Svo djúpt ristir
lífsreynsla hans úr skóla, öllum
þessum árum síðar.
Það mætti kannski telja
að viðmælandi minn væri
kominn hátt á sjötugsaldur en
svo er ekki. Helgi er ekki nema
38 ára gamall.
Var aldrei boðið upp á neina
greiningu? -Nei, ekki hér.
Mágkona mömmu sem þá
var kennari við Melaskóla
kom henni í samband við
sérkennara þegar ég var níu
ára gamall.
Við mamma fórum suður
til Reykjavíkur í nokkra daga
en sú ferð var algjörlega að
frumkvæði mömmu. Ég var
látinn taka próf þar sem ég
skoraði lágt á sumum sviðum
en á öðrum skoraði ég á við 14
ára ungling. Greiningin sem ég
fékk hét ekki lesblinda á þeim
tíma en mamma fékk engu að
síður plagg þess eðlis að ég
ætti í örðugleikum með lestur.
Mamma fór með plaggið til
skólastjórans en þar virðist
það einungis hafa endað
ofan í skúffu því haustið eftir
byrjaði allt á sama veg. Ég var
látinn lesa upp í tíma og kom
algjörlega niðurbrotinn heim.
Mamma hafði þá samband við
kennarann minn sem hafði
aldrei séð plaggið. Þannig
gekk þetta ár eftir ár að ég var
pikkaður upp og gerður að
fífli fyrir framan alla, aldrei
var ég beðin afsökunar heldur
látið líða eins og ég væri bæði
latur og heimskur. Síðan
var farið að taka mig út úr
tímum og þá hófst söngur hjá
samnemendunum sem fannst
ósanngjarnt að ég færi úr tíma
en ekki þeir. Ég einangraði
mig því félagslega og leið mjög
illa. Þegar ég hugsa til baka
til skólagöngu minnar fæ ég
einfaldlega hroll, segir Helgi.
Ætlar þú að
vera blettur á
þjóðfélaginu?
Fermingarárið sitt fór Helgi
að vinna hjá útgerðinni og
vann hann þar tvö sumur.
Haustið sem hann fór í
níunda bekk vann hann með
skólanum og um áramót
ákvað hann að fara ekki aftur
í skólann. -Öfugt við skólann
leið mér vel í vinnunni. Þar var
ég alls ekki útundan félagslega
jafnvel þó vinnufélagarnir
væru allir eldri en ég. Ég fór að
skrópa í skólann enda langaði
mig ekki að vera þar, ég var
farinn að sækja í að láta reka
mig út úr tímum. Í eitt skipti
sem ég hafði verið rekinn út
tilkynnti ég skólastjóranum að
ég væri hættur. Þá horfði Björn
Sigurbjörnsson skólastjóri á
mig og sagði; -Ætlar þú að vera
blettur á þjóðfélaginu? Þetta
voru stór orð við ungling og
lengi vel þorði ég ekki að segja
mömmu hvað hann sagði við
mig, enda hefði hún aflífað
karlinn. Ég hætti í skólanum
en orð skólastjórans sátu í
mér og gera enn. Við vorum
tveir sem hættum í skólanum
þennan vetur og auðvitað var
þetta á milli tannanna á fólki
enda mátti þetta strangt til
tekið ekki. Ég lét mér fátt um
finnast enda átti ég stuðning
míns fólks og fór að vinna hjá
útgerðinni.
Þrátt fyrir að hafa lent í
miklu mótlæti leitaði Helgi
aldrei huggunar í áfengi eða
öðrum vímugjöfum og áfengi
hefur hann aldrei smakkað.
-Það má segja að skepnurnar
sem pabbi var alltaf með hafi
bjargað mér og eins átti ég
fullorðna menn sem góða og
trausta vini. í þeirra hópi var
ég einn af félögunum. Þetta
Védís og Helgi ásamt börnunum þremur þeim Hinriki Pétri, 12 ára, Hákoni Inga 8 ára og Hrafnhildi Ýr 6 ára.