Feykir - 30.09.2010, Qupperneq 7
36/2010 Feykir 7
voru karlar sem voru eldri en
pabbi. Ég var ekki nema 12
ára þegar ég fór fyrst ríðandi
yfir Kjöl með þrjá gamla karla
með mér. En þetta voru vinir
mínir og þeir voru ekki að
agnúast út í það hvort ég gæti
lesið eða ekki.
Ég spyr Helga út í hvernig það
hafi gengið hjá honum þegar
kom að því að taka bílprófið?
-Það gekk vel, móðir mín
hlýddi mér yfir textana og
eins tekst mér yfirleitt mjög
vel til með krossaspurningar,
mun betur en þegar ég þarf
að koma hlutunum niður á
blað. Það fer svo mikil orka í
að lesa spurninguna að oft á
tíðum er ekki mikil orka eftir
til þess að skrifa svörin, þó
er ég ekki skrifblindur. Eins
fór ég í meiraprófið og það
gekk líka vel. Engu að síður
fer maginn á mér algjörlega í
hnút þegar ég heyri minnst á
orðið próf, svarar Helgi og er
greinilegt á öllu að konurnar
í lífi hans, móðir hans og
eiginkona hafa reynst honum
sannir bandamenn. Það var
einmitt Védís eiginkona Helga
sem var búin að skrá hann á
lesblindugreiningu hjá Þóru
Björk í Farskólanum eitt sinn
er hann kom heim af sjónum.
-Ég hafði sjálfur lengi velt
þessu fyrir mér en orðið skóli
var nóg til þess að fæla mig
frá. Síðan hafði ég alltaf þá
afsökun að ekki væri boðið
upp á svona námskeið hér
fyrir norðan heldur þurfti
að fara suður auk þess sem
þau voru dýr. Það var því hið
besta mál að hún skyldi taka af
skarið með þetta, segir Helgi
og Védís sem hefur setið með
okkur á orðið. -Sonur okkar
hafði þá nýlega greinst með
lesblindu og það var ekki síður
til þess að hjálpa honum að ég
skráði Helga í þessa greiningu
og í framhaldinu á Ron Davis
námskeið í Farskólanum.
Sjálf höfum við varðandi son
okkar mjög góða upplifun
af starfinu í skólanum og
hvernig tekið er á hans málum
þar. Öllum samnemendum
hans hefur verið gerð grein
fyrir vandanum og því verður
vandamálið honum mun
léttara en það varð pabba hans
á sínum tíma, segir Védís.
Ég er í dag ekki
greindur hálfviti
-Ég játa að ég var skíthræddur
við að fara í þetta enda hafði
skömmin yfir þessu alltaf verið
svo mikil. En sú upplifun mín
var farin að smita hér inn á
heimilið gagnvart syni okkar
og því varð ég að fara að gera
eitthvað í mínum málum.
Það var rosalega gott að fá
þessa greiningu og um leið
viðurkenningu á því að maður
væri ekki hálfviti. Auðvitað
vissi ég það einhvers staðar
djúpt undir niðri sjálfur, segir
Helgi og glottir.
-Það er nefnilega þannig að
við sem eru lesblind fáum oft
eitthvað annað í staðinn. Ég
hef til dæmis mjög gott sjón-
og ratminni og ég þarf ekki að
hafa farið leið nema einu sinni
til að rata hana aftur. Védís
hafði mikið reynt að byggja
mig upp í gegnum árin en ég
sjálfur braut mig niður jafn
harðan.
En þessi greining er eitt það
besta sem fyrir mig hefur
komið. Þarna vorum við 11
eða 12 í sömu stöðu og í heila
viku frá klukkan átta til fimm
sátum við og vorum að leira
stafi,við sem erum lesblind
sjáum allt myndrænt. Bara
það að vera innan um fólk
sem hafði gengið í gegnum
það sama og ég og geta rætt
við það um þessa upplifun
hjálpaði mér mikið. Ég sé
alls ekki eftir því að hafa
farið á þetta námskeið eða
leiðréttingu eins og ég kalla
það. Ég er í dag ekki greindur
hálfviti.
Helgi getur í dag lesið blöð
og tímarit sér til ánægju en
þykkar bækur leggur hann ekki
í. -Ég þarf að hafa gott næði til
þess að geta lesið, það kostar
mikla einbeitingu af minni
hálfu. Þóra Björk prófaði að
láta mig lesa á glærum með
mismunandi litum en fyrir
mig er verst að lesa svarta stafi
á hvítum grunni.
Mín vanlíðan var
alveg að gera út af
við mömmu
Helga er í viðtalinu tíðrætt
um þær kynslóðir fólks
sem ólust upp við einelti og
skilningsleysi sökum lesblindu
sinnar enda eru alls ekki
mörg ár síðan lesblinda varð
viðurkennt vandamál á Íslandi.
Helgi segir að mikilvægt sé að
viðurkenna vandamálið strax
frá upphafi og vinna með
það sem slíkt enda séu þeim
sem lesblindir eru oft gefnar
aðrar náðargáfur. -Tungumál
voru mér sérstaklega erfið og
voru þeir tímar mér erfiðir.
Þá sat ég bara þarna algjörlega
utanveltu og líðanin eftir því.
Kannski var það þess vegna
sem mamma studdi mig
þegar ég ákvað á sínum tíma
að hætta í skóla, því mín
vanlíðan var alveg að gera
útaf við hana, segir Helgi og
á nýjan leik dimmir yfir svip
hans er skólaganga æskunnar
er rifjuð upp.
-Það voru í rauninni
eingöngu tveir kennarar sem
reyndust mér sérstaklega vel
varðandi bóklegar greinar,
og ég leit upp til. Ég hugsa
hlýlega til þeirra enn í dag.
Til hinna kennarana get
ég aldrei litið upp til, segir
Helgi. Tilfinningar hans eru í
samræmi við upplifun hans af
skólaárunum.
-Ég var á þessum árum orðinn
svo viðkvæmur fyrir gagnrýni
að ég þoldi ekkinað vera í
hópíþróttum þar sem ég gat
átt á hættu að vera skammaður
fyrir mistök heldur sótti ég í
einstaklings íþróttina og gekk
vel í hestaíþróttinni.
Ekki uppgjafarmaður
í eðli sínu
Helgi hefur mestan hluta
sinnar starfsævi starfað
hjá útgerðinni ýmist á sjó
eða í landi. Undanfarin ár
hefur hann unnið í landi.
Fyrst á unglingaheimilinu
Háholti þar sem hann kunni
vel við sig og nú síðast í
Mjólkursamlaginu. -Þegar
ég vann hjá útgerðinni við
löndunina þurfti ég stundum
að skrifa vinnuskýrslur og
fleira og þá æfði ég mig heima.
Ég miklaði það mikið fyrir
mér en á endanum var það allt
í góðu lagi, segir Helgi. Þrátt
fyrir að hafa hætt í skóla hefur
hann aldrei í lífi sínu gefist
svo auðveldlega upp. -Ég var
alltaf sjóveikur þegar ég fór á
sjóinn aftur eftir frítúra en ég
lét það aldrei aftra mér frá því
að sækja þessa vinnu. Heldur
lét mig hafa það.
Frekar hefði ég drepist en að
gefast upp, segir Helgi.
Við fellum talið og
blaðamaður sem ávallt hefur
átt við sjóveiki að glíma getur
ekki annað en tekið ofan fyrir
manninum sem aldrei gefst
upp.
Búum í haginn
Sláturtíðin
Á tímum dýrtíðar og kreppu þykir okkur gott að hverfa
til fortíðar og sjaldan síðustu 15 árin eða svo hefur
slátur og innmatur verið vinsælli matur en síðustu tvö
ár. Feykir tók saman hvað m.a. hægt væri að matreiða
úr innmat og afgangskjöti.
Kindakæfa
Kindakæfa er vinsælt
brauðálegg auk þess sem
kæfuhráefni er ódýrt.
Tilvalið er að sjóða kæfu-
mat á haustin og nota þá
slög og aðra kjötafganga
sem til falla þegar verið er
að taka í sundur skrokka
til geymslu.
3 kg. lambakjöt
4 -5 stk. laukar
Salt, pipar, negull og
allrahanda eftir smekk
Kjötið og laukarnir soðið
saman í tvo til þrjá tíma
eða þar til það er mauk-
soðið. Því næst hakkað í
hakkavél. Hrærið hakkið
í hrærivél og kryddið að
smekk. Best að smakka til.
Til þess að gott verði að
smyrja kæfuna er gott að
þynna kæfuna með soði.
Sviðasulta í kistuna
Mörgum þykir sviðasulta
algjört sælgæti en keypt
úr búð er hún mjög dýr
matur. Í sláturtíð má hins
vegar kaupa sviðakjamma
fyrir lítinn pening og
um að gera að búa til
sviðasultu fyrir veturinn
því hún geymist mjög vel
frosin. Þá má taka hana
upp í tíma fyrir þorrablót-
in og setja hana í súr.
Það eina sem þarf eru
sviðakjammar eins
og kemst í stærsta
pott heimilisins, vatn
úr krananum og salt.
Hausarnir eru settir í
sjóðandi vatn og eftir að
suðan kemur upp aftur er
froðunni fleytt ofan af.
Látið sjóða við vægan hita
í 1,5 til 2 klukkustundir
eða þar til kjötið losnar
auðveldlega af beinunum.
Því næst eru sviðin tekin
úr vatninu en geymið
soðið. Fjarlægði beinin af
heitum sviðunum og raðið
kjötinu í kökuform. Soði
bætt í formið, magn efir
því hversu hlaupkennd
þið viljið hafa sviðin.
Farg sett ofan á og látið
kólna. Því næst er sultan
losuð úr mótinu, skorin í
hæfilegar sneiðar og fryst.
Hjörtu eru ódýr og
góður matur
Hjörtu eru ódýr og góður
matur en þau má hreinsa
og hakka með þindum
og þá er komið þetta fína
lambahakk í pottrétti.
Kílóverð af hjörtum er
um 230 krónur og er því
tilvalið að fara og kaupa
nokkur kíló, hakka hluta
þeirra en frysta hinn og
eiga í gómsæta rétti sem
má finna á veraldrarvefn-
um. Hér fylgir uppskrift
af ofnbökuðum hjörtum.
4 hjörtu
4 græn epli skorin í
sneiðar
1 laukur grófsaxaður
3 sneiðar beikon
2 msk. hveiti
6 msk. ókryddað
brauðrasp
1 msk. söxuð steinselja
Rifinn börkur af einni
sítrónu
1 msk. púðursykur
50 gr. smjör
Salt og pipar kjötsoð
Skerið hjörtun í
strimla og leggið
smástund í saltvatn.Raðið
hjartastrimlum,eplaskífum
og lauk í eldfast
fat,kryddið með salti og
pipar.
Leggið beikonið efst.
Blandið saman hveiti,
brauðraspi,
steinselju, rifnum
sítrónuberki,
og púðursykri.Kryddið
þessa blöndu með salti
og pipar.Sáldrið þessari
blöndu yfir það sem er
í eldfasta fatinu.Dreifið
smjörinu yfir fatið og
hellið u.þ.b. 1 dl. af
kjötsoði. Setjið álpappír
eða lok yfir. Sett inn í
175 gráðu heitan ofn og
rétturinn er bakaður í
ofninum í 2 klukkutíma.
Þegar 10 mín. eru eftir er
lokið tekið af og rétturinn
glóðarsteiktur.