Feykir


Feykir - 03.03.2011, Side 5

Feykir - 03.03.2011, Side 5
 09/2011 Feykir 5 Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ ) Nafn: Guðbjartur Haraldsson Heimili: Goðasalir 11, Kópavogur Starf: Bankasúludansari hjá Arion banka hljómar spennandi en ég er titlaður sérfræð- ingur á Upplýsinga- og tæknisviði Arion banka. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska bolt- anum og af hverju? -Nottingham Forest engin spurning, ég held að það sé blanda af því að Hrói Höttur var einn af leikmönnum liðsins á sínum tíma. Síðan fóru afi og amma til Englands 1979 þegar Nottingham Forest voru nýbúnir að vinna ensku deildina ásamt því að vera ríkjandi bikarmeistarar og Evrópumeistarar og auðvitað voru keyptar vörur fyrir lítinn boltastrák á Íslandi. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Nei, aldrei – það er einhvern veginn þannig að það stendur engum ógn af Nottingham Forest, öllum er sama og ég get drukkið bjór með hverjum sem er. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? - Það er ekki erfitt, það er Trevor Francis sem er fyrsti milljón punda maður Bretlands, hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í ensku deildinni það segir m.a. Fabio Capello og ekki lýgur hann. Peter Shilton var búinn að spila í 40 ár þegar ég fór að halda með Forest og spilaði 30 ár eftir það. Ég hafði líka gaman að sjómanninum með akkerið á hendinni Stuart Pearce en hann klikkaði reyndar svolítið oft á vítaspyrnum þegar það skipti máli – en hann var sterkur karakter og prófaði alltaf aftur. Síðan var ungur og efnilegur Íri sem mér fannst virkilega skemmtilegur leikmaður og ég var sannfærður um að hann ætti eftir að ná langt, Roy Keane, ég hætti bara að fylgjast með honum þegar hann yfirgaf Forest 1993. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, í eina skiptið sem það stóð til þá var leiknum frestað á City Ground, þetta var árið 1999. Sá í staðinn Chelsea – Man Utd á Stamford Bridge – mér er þetta alltaf minnisstætt því í hálfleik fór ég á klósettið og þar var gamall maður sem var þar í sömu erindagjörðum og hann var eiginlega hágrátandi. Við spurðum hann hvort ekki væri allt í lagi og hann svaraði. „ég er búinn að koma hérna á völlinn í 50 ár, í dag er besti dagur ævinnar“ þá var Chelsea yfir 2-0 og voru miklu betri. Leikurinn endaði síðan 5-0 og Taibi fór á kostum í marki Man jún. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, ég hef keypt mér eina og eina treyju sem ég er í á hátíðisdögum, síðan á ég enn þá fána og trefil frá 1979. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Ég er rólegur í því – það er rosalega erfitt fyrir litla krakka að segja Nottingham Forest. En það halda allir á heimilinu með Forest. Þær eiga bara eftir að átta sig á því. Frændi þeirra hefur reyndar verið ágengari en ég í að ala stelpurnar mínar upp hvað þetta varðar og hefur meðal annars gefið þeim treyjur og dót frá Man jún ... en það er ekkert að virka. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppá- halds félag? -Nei það hef ég ekki gert – en ég verð að viðurkenna að þegar einhverjir Íslendingar voru keyptir til félagsins þá var ég nálægt því. Það var næsta ávísun á að við féllum um deild. Uppáhalds málsháttur? -Lofa skal mey að morgni en dag að kveldi. Einhver góð saga úr boltanum? -Við vorum einu sinni að fara að keppa á Höfn í Hornafirði – þetta var eftir að ég flutti úr Skagafirðinum. Við stoppuðum á Klaustri til að fá okkur hamborgara og einn liðsfélaginn týndi sér í að skoða kort af Íslandi sem hékk á vegg fyrir ofan okkur. Hann horfði á kortið í góðan tíma og spurði svo „Bjartur, hvenær komum við á afleggjarann á Siglufjörð?“ Ef Arsenal væri að falla niður um deild, hvað myndir þú gera? -Það myndi ekki breyta deginum hjá mér nema að það væri Forest sem tæki sæti Arsenal í efstu deild. En þá væri ég sjálfsagt fyrst í vandræðum, Óli Arnar frændi minn myndi ekki tala við mig og ég yrði að gera skattaskýrsluna mína sjálfur. ☺ En ég fagna aldrei óförum annarra – bara góðum sigrum. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Einhvern tím- ann komust strákarnir að því að hún Jóna mín tæki alltaf upp úr töskunni minni eftir æfingar. Það ætluðu strákarnir að nýta sér og pökkuðu snyrtilega kvenmanns nærbuxum í æfingatöskuna mína. Ég tók ekki eftir neinu og mæti með töskuna heim. Hún tók þessu með mikilli ró og spurði bara -Hvað ertu að gera með buxurnar hans Sverris í töskunni? Spurning frá Hilmari Hilmars. – Hefurðu trú á að Nottingham Forest eigi eftir að spila í efstu deildinni í Englandi? -Svar... Ekki spurning, þeir eru bara að bíða eftir rétta tækifærinu. Það kemur og ég hef engar áhyggjur. Hvern viltu sjá svara þessum spurn- ingum? -Stuðarann minn, mág og stórveiðimanninn Stefán Árnason. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Hvernig var það, gat Roy Keane eitthvað eftir að hann fór frá Nottingham Forest? Bíð eftir næsta stórleik MÍ 11-14 í frjálsum Skagfirðingar komu heim með 12 verðlaun Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 26. og 27. febrúar. Skagfirðingarnir unnu til 12 verðlauna á mótinu, 2 gull-, 6 silfur- og 4 bronsverðlauna. ÍR-ingar sigruðu í samanlagðri stigakeppni mótsins með 500,5 stig, í 2. sæti varð FH með 470 stig, 3. HSK 352, 4. Breiðablik 341, 5. UMSE 172 og í 6. sæti varð UMSS með 170 stig, en alls kepptu lið 18 félaga og sambanda á mótinu ÍR og FH sigruðu, hvort lið, í stigakeppni þriggja flokka af átta sem keppt var í, en UMSS og HSK sigruðu í einum flokki hvort lið. Það voru 13 ára stúlkurnar úr Skagafirði, sem sigruðu í stigakeppni síns flokks með 79 stig, Breiðablik varð í 2. sæti með 75 stig og UFA í 3. sæti með 53 stig. Keppendur voru 337, sem er töluverð fjölgun frá fyrri árum, og sýnir mikla grósku í frjálsíþróttunum víða um land, einkum á Norðurlandi og á svæði Skarphéðins á Suðurlandi. Skagfirðingar í hópnum voru 25 talsins, ungt og efnilegt íþróttafólk, sem stóð sig mjög vel og á sannanlega möguleika á bjartri framtíð í íþróttunum, ef þau halda áfram að æfa af sama áhuga og dugnaði. Skagfirðingar sem unnu til verðlauna voru: Sæþór Hinriksson (11) sigraði í 2 greinum lang- stökki og hástökki, og varð í 2. sæti í 60m hlaupi. Fríða Ísabel Friðriksdóttir (13) varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi og 800m hlaupi, og í 3. sæti í 60m og hástökki. Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (13) varð í 2. sæti í langstökki. Sylvía Sif Halldórsdóttir (12) varð í 2. sæti í 800m hlaupi. Stúlknasveit UMSS (13) varð í 2. sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Valdís Valbjörnsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir, Fríða Ísabel Friðriksdóttir.. Stúlknasveit UMSS (12) varð í 3. sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Sigríður Vaka Víkings- dóttir, Hafdís Lind Sigurjónsdóttir, Vala Rún Stefánsdóttir, Sylvía Sif Halldórsdóttir. Piltasveit UMSS (13) varð í 3. sæti í 4x200m boðhlaupi. Í sveitinni voru Pálmi Þórsson, Ragnar Yngvi Marinósson, Bjarni Páll Ingvarsson, Sigfinnur Andri Marinósson. /tindastoll.is Körfubolti Kynning í Varmahlíð Síðastliðinn fimmtudag fór Borce Ilievski körfuboltaþjálfari Tindastóls ásamt erlendu leikmönnunum þremur í Varmahlíð þar sem þeir hittu á krakka í 7.-10. bekk. 21 krakki mætti og skemmtu allir sér konunglega. Byrjaði Borce á að kynna sig og leikmenn- ina fyrir krökkunum og segja frá Körfuboltaskóla Tindastóls og áhuga á að innvinkla Varmahlíð í starfið. Því næst var krökkunum skipt í tvo hópa og stjórnuðu Borce og leikmennirnir æfing- um og virtist gleði skína úr augum þeirra eftir að sviðsskrekkurinn rann af þeim. Í lokin var svo öllum hóað saman í hóp en Hayward Fain hafi lofað að troða fyrir einn úr hópnum. Fékk Hayward svo krakkana til að kalla nafn sitt og klappa og tróð hann tvisvar glæsilega fyrir þau við mikinn fögnuð. Vetrarleikar í Tindastóli Vel heppnaðir Vetrarleikar Vetrarleikar Tindastóls fóru fram um helgina en á heimasíðu Tindastóls segir að leikarnir hafi tekist frábærlega Á laugardagskvöld var heilmikil kvöld- vaka í Svaðastaðahöllinni þar sem var mikil og góð stemning. Hópur skíðabarna úr Hafnafirði kom á leikana auk þess sem heimamenn létu sig ekki vanta í brekkurnar. /tindastoll.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.