Feykir - 03.03.2011, Qupperneq 6
6 Feykir 09/2011
Sigríður Káradóttir er orginali á
Króknum, dóttir Kára Steindórs
og Gerðar Geirsdóttur. Sigríður,
eða Sigga eins og hún er
kölluð, er gift Gunnsteini
Björnssyni í Sjávarleðri og
saman eiga þau fjögur börn
á aldrinum 15-25 ára. Sigga
hefur undanfarin ár unnið hjá
Sjávarleðri en sl. vor opnuðu
þau Gestastofu sútarans en
Gestastofunni hefur verið
vel tekið og framundan eru
frekari framkvæmdir. Feykir
slóst í för með nemendum
á textíl- og hönnunarbraut
Verkmenntaskólans á Akureyri
og fékk skoðunarferð um
verksmiðjuna og á eftir
einkaspjall við Siggu Kára.
Það mátti sjá örlítinn viðbjóð í
svip hönnunarnemanna ungu
þegar lagt var inn í verksmiðjuna
enda lyktin, tja kannski ekki
sú besta, en það tók Siggu
innan við fimm mínútur að
breyta þeim svip yfir í spennu
og hrifningu enda margt
sem gleður hönnunaraugað
þegar verksmiðjur sútarans
eru skoðaðar, en innan þeirra
má finna bæði Loðskinn
og Sjávarleður. Sigga fræðir
nemendurna um hráefnið á
ferð þeirra um húsið og segir
að setja upp verslun sem selja
myndi vörur úr verksmiðjunni
auk handverks sem unnið er úr
afurðum hennar. sem er lambs-
leður, fiskleður, hreindýraleður,
kálfaleður, mokki, strútsleður
og fleira. „Við renndum í raun
svolítið blint í sjóinn með það
hvernig þetta færi í landann
en fengum strax mikinn gesta-
fjölda og í raun kom það okkur
á óvart hversu margir lögðu
lykkju á leið sína gagngert til
þess að koma og skoða þetta hjá
okkur“
Sigga segir að Skagfirðingar
hafi tekið hugmyndinni vel
og að þau finni fyrir miklum
meðbyr bæði í Skagafirði og
eins frá ferðaþjónustuaðilum á
Norðurlandi vestra. „Við erum
yfir sumartímann að bjóða
upp á ferðir á vissum tímum
með leiðsögn og kostar þá 1000
krónur á manninn nema hóp-
arnir séu þeim mun stærri þá
bjóðum við lægra verð. Eins
erum við að þreifa svolítið fyrir
okkur með það hvað það er sem
ferðamaðurinn vill og fleira en
við höfum verið að fá kveðjur
héðan og þaðan úr heiminum
frá fólki sem hefur komið og
skoðað hjá okkur.“
Í þeirri ferð sem blaðamaður
fór með í kom í ljós að Sigga er
fædd í hlutverk leiðbeinandans
en sjálf segir hún að það hjálpi
sér að hafa hér á árum áður
gengið í flest störf í verk-
smiðjunni og því þekki hún það
sem þar fer fram betur en ella.
„Gunnsteinn og María eru líka
að fara með hópa og eins vorum
við í fyrrasumar með hana
Agnesi í þessu með okkur sem
hafði þá frá áramótum unnið í
verksmiðjunni.“
Sigga segir að um 90% af
því sem framleitt sé í Loðskinni
og Sjávarleðri fari í sölu á
erlendum mörkuðum en
Íslandsmarkaðurinn hafi þó
eflst verulega með tilkomu
Gestastofu. „Hér erum við líka
að bjóða upp á kassa þar sem
hægt er að kaupa skinn sem hafa
komið gölluð úr framleiðslunni
en er engu að síður hægt að
nota í handverk. Hér áður var
mun erfiðara að losna við þessi
skinn en það er í dag.
Þegar lagt var upp í verkefnið
Gestastofu sútarans fór Sigga af
stað og sótti um styrki en styrkir
frá Menningarráði SSNV og
atvinnusjóði kvenna hjálpuðu
verulega til við stofnkostnað
auk þess sem þau Sigga og
Gunnsteinn voru útsjónarsöm
þegar kom að innréttingum
og fleiru. „Ég var búin að sjá
fyrir mér að þurfa að eyða
viku í Reykjavík að skoða
Er búin að finna
hilluna mína
Sigríður Káradóttir í Feykisviðtali
þeim í leiðinni frá hinum ýmsu
tískuhúsum og hönnuðum sem
nota hráefni frá Sjávarleðri.
Nemendurnir læra um kosti
þess að leður og roð sé litað í
gegn og eins fá þær að strjúka
skinn, roð og feldi. Hrifningin
verður meiri og meiri og heyra
má að stelpurnar stefna á
hópferð í efniskaup þegar fyrsta
sumarhýran hefur skilað sér
inn í sumar. Úrvalið er ótrúlegt
og möguleikarnir óendanlegir,
ekki skemmir lifandi og
skemmtileg leiðsögn Siggu
sem sjálf segir að í hvert sinn
sem hópur komi í húsið verði
að horfa yfir hópinn og meta
hvaða tegund af leiðsögn henti.
„Konurnar vilja meira fá að
horfa, snerta og fá hugmyndir á
meðan karlarnir vilja fá að vita
allt um vélarnar og hvað þær
geta, þá er Gunnsteinn betri
leiðsögumaður en ég,“ útskýrir
Sigga og hlær.
Áður en Sigga fór að
vinna hjá Sjávarleðri rak hún
sportvöruverslun á Krókn-
um auk þess sem hún vann
um tíma hjá Loðskinni, í
félagsmiðstöðinni á Sauðár-
króki og við markaðsmál
hjá Kjötafurðarstöð KS. Árið
2006 kom hún síðan alkom-
in í Sjávarleður en þá hafði
Gunnsteinn unnið hjá Loð-
skinni frá árinu 1991. „Hann
er með þetta allt á hreinu, segist
hafa byrjað hjá Loðskinni þann
25. janúar árið 1991,“ segir Sigga
og hlær. „Hann fór síðan yfir í
Sjávarleður árið 2003 en þá var
reksturinn erfiður en hann náði
fljótlega góðum samningum
við erlenda aðila og náði að
koma rekstrinum á lappirnar á
nýjan leik. Skömmu síðar kom
Nike inn og í framhaldinu fleiri
merki.“ En skyldi Sigga ekkert
hafa verið smeyk við að hætta
í sinni vinnu og fara að vinna
alfarið með eiginmanninum?
„Nei, veistu alls ekki. Okkur
hefur alltaf gengið svo vel saman
að við vissum að þetta yrði ekki
vandamál.“
Hugmyndin að
Gestastofunni alls
ekki ný af nálinni
Við Sigga sitjum og spjöllum
í Gestastofunni og reglulega
koma iðnaðarmenn og trufla,
það þarf að bora hér og saga þar,
allt á fullu. En hvernig skyldi
hugmyndin að Gestastofunni
hafa komið til? „Upphaflega
kom hugmyndin frá Finni
Árnasyni, stjórnarformanni,
að koma hér á fót galleríi þar
sem fólk gæti komið og keypti
hjá okkur það sem við erum
að framleiða. Okkur fannst
þetta ekkert sniðugt til að byrja
með og ætluðum ekki að fara
að þjónusta svoleiðis inni í
verksmiðju. Hugmyndin var
því lögð til hliðar og þróaðist
þó alltaf með okkur einhvern
veginn. Þangað til við ákváðum
að taka hana fram aftur og
gera eitthvað gott úr henni.
Ekki síst vegna þess að við
fundum fyrir því að fólk var að
koma til okkar á skrifstofuna
til að kaupa sér efni, eða fá
að skoða verksmiðjuna. Eins
voru heimamenn með gesti að
koma með þá hingað til að sýna
þeim. Við vorum því kominn
að þeim tímapunkti að annað
hvort þyrftum við að taka alveg
fyrir þessar heimsóknir eða
taka bjóða upp á þessa þjónustu
með markvissari hætti. Gamla
hugmyndin var því dregin fram
og í janúar 2010 stofnuðum
við félagið Gestastofa sútarans
og þann 4. júní opnuðum við
stofuna. Tókum svolítið íslensku
leiðina á þetta,“ segir Sigga og
hlær.
Áður en hægt var að opna
þurfti þau að laga húsin heil-
mikið að utan og gera aðkomuna
betri auk þess sem ákveðið var