Feykir - 03.03.2011, Síða 8
8 Feykir 09/2011
Tveir skagfirskir matreiðslumenn með
þorrablót í Ameríku
Kátína með
sviðahausa og
hrútspunga
Maður er manns gaman
segir gamalt máltæki og
á það sérstaklega við á
þorranum þar sem miklir
mannfagnaðir eru um
allar koppagrundir enda
þorrablótin sívinsæl.
Íslendingar eru staðsettir
um víða veröld og Íslend-
ingafélög starfrækt á
ýmsum stöðum og til að
halda í matarmenningu og
ekki síst að sýna sig og sjá
aðra hafa þau mörg hver
haldið þorrablót fyrir sína
félagsmenn. Fyrir skömmu
fóru tveir skagfirskir
matreiðslumenn Eiður
Baldursson og Jón Daníel
Jónsson á Sauðárkróki til
Ameríku með þorramat
í farteskinu og elduðu á
tveimur þorrablótum.
Þetta voru Íslendingafélögin
í Phoenix í Arizona og
Washington DC sem stóðu
að þorrablótunum og fengu
þá félagana til að mæta. Eiður
hafði reyndar áður farið út og
séð um þorrablót í Arizona
en frænka hans var nú komin
í stjórn Íslendingafélagsins í
Washington og fékk hann til
að taka að sér þeirra blót líka.
Eiður var til í það og hafði
samband við Jón og fékk
hann til liðs við sig. Blótin
voru haldin sitthvora helgina í
sitthvoru tímabeltinu.
Ferðalagið var ansi langt
því byrjað var á því að fljúga
til Seattle með allan matinn, og
gekk það mjög vel að sögn Jóns.
Eftir átta tíma flug þangað biðu
þeir í tvo klukkutíma áður en
flugið var tekið til Phoenix sem
tók fjóra tíma. Þrátt fyrir þetta
langa ferðalag má segja að þeir
hafi farið aftur í tímann því lagt
var upp í ferðalagið tíu mínútur
í fimm og voru lentir fimm
mínútur í fimm að staðartíma
í Seattle. –Það var mjög
sérstakt að stíga úr flugvélinni
í eyðimörkinni komandi
frá Íslandi í frosti og snjó og
lenda í 30 stiga hita og sól,
segir Jón en þangað voru þeir
komnir á miðvikudagskvöldi.
Á fimmtudegi vikuna eftir var
tæplega fjögurra tíma flug til
Millwaukee þar sem lent var í
5 stiga hita og snjókomu. Þar
var beðið í fjóra tíma áður en
ferðalagið gat haldið áfram til
Washington en flugið þangað
tók um þrjá tíma. Daginn eftir
blótið í Washington var engin
miskunn og haldið var af stað
keyrandi í rúmlega fimm tíma
til New York þar sem flugið var
tekið til Íslands.
-Við tókum allan mat með
okkur til Phoenix en mest allur
matur var tekinn í gegnum
sendiráðið í Washington fyrir
blótið þar og gekk það ótrúlega
vel, segir Jón. Ekki lentu þeir í
vandræðum með matinn þó
í farteskinu hafi verið súr og
kæstur matur en að sögn Jóns
var allur þorramatur í boði
auk annars íslensks matar s.s.
steikt lambalæri og reyktur
og grafinn lax. –Það er gert
aðeins meira úr veislunni með
lambalærunum því súrmaturin
er meira sem sýnishorn, segir
Jón. Í Phoenix mættu 130
manns á blótið þar sem hinn
Dalvíkættaði Gis Jóhannsson
skemmti en hann varð kunnur
hér er hann snéri texta lagsins
Traustur vinur upp á enska
tungu. -Gis ætlaði að taka
Traustan vin á íslensku fyrir
þorrablótsgesti en fann ekki
textann á Netinu svo ég raulaði
lagið fyrir skemmtikraftinn
sem skrifaði hann niður. Svo
sagði hann við mig að hann
myndi kalla mig upp þegar
hann tæki lagið, sagði Jón
sem hélt að maðurinn væri að
grínast. –Svo kallaði hann mig
upp helvískur, svo ég fór bara
og söng með honum. Fyrir
vikið er ég búinn að troða upp
í Ameríku, og það er meira
en margur músíkantinn getur
sagt, segir Jón og hlær dátt við
tilhugsunina.
Jón segir að flestir Íslend-
ingarnir hafi smakkað þorra-
mat áður en einhverjir gesta
þeirra hafi ekki séð slíkan mat
fyrr og voru sumir sparir á
græðgina. –Fólki leist misvel á
þessi ósköp, segir Jón og hlær,
og þá sérstaklega sviðahausana
og hrútspungana. -Það þykir
óskaplega skemmtilegt þegar
verið er að útskýra fyrir fólki
hvað þetta er. Fólk bregst
misjafnlega vel við, allt frá því
að finnast þetta mjög sniðugt
og í það að allt að því að
móðgast, segir Jón.
Í Washington komu um 110
manns á blótið og segir Jón að
allt öðruvísi stemning hafi verið
þar. -Þarna var fullorðnara
fólk og ball á eftir og einhvern
veginn allt öðru vísi, segir Jón
en hann var ánægður með hvað
fólk var jákvætt út í matinn og
tilbúið til að smakka á þessum
framandi réttum. Að sögn Jóns
tókst ferðin í alla staði vel og
voru þeir beðnir um að koma
að ári og segist Jón vera alveg
til í það.
Það var líka reynt að skemmta sér í Ameríkunni og farið á NBA leik.
Hér gengur undirbúningurinn vel og allt eins og á að vera.
Þorrablótsgestir í Phoenix voru á öllum aldri og skemmtu sér vel.
Eiður þvær sviðin svo þau líti vel út í Ameríkunni.
Það er allt stórt í Ameríku. Hér eru þeir mátar, Eiður og Jón Dan, við styttu af Abraham Lincoln.