Feykir - 03.03.2011, Síða 11
09/2011 Feykir 11
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR )
Höskuldur og Elín kokka
Ferskt og fer vel í maga
2 msk. ristuð sesamfræ
Salt og pipar
Meðlæti:
6-8 ristaðar franskbrauðsneiðar
og smjör
Skerið kjúklinginn í strimla og steikið
á pönnu. Bætið BBQ sósunni á og
blandið vel saman. Kælið. Skolið og
rífið salatið niður, skerið tómatana,
laukinn, agúrkuna og jarðarberin
niður. Blandið öllu saman í skál og
ásamt rúsínunum og kotasælunni.
Skiptið á 6 diska, vætið í salatinu með
balsamsósunni. Ristið sesamfræ og
furuhnetur með því að velta á heitri,
þurri pönnu uns brúnast. Stráið
sesamfræjunum og hnetunum yfir
og skiptið kjúklingastrimlunum á
diskana og skreytið með grein af
ferskri kryddjurt.
Berið fram með ristuðu brauði
og íslensku smjöri. Einnig má steikja
bringurnar heilar og skera svo niður.
Grænt Thailenskt
kjúklingakarrý
500 gr. kjúklingakjöt, beinlaust
Pipar
Salt
2 msk. olía
2 msk. grænt karrýmauk (green
curry paste) eða eftir smekk
2 dósir létt-kókósmjólk
1 kúrbítur meðalstór
250 gr. spergilkál
250 gr. kirsuberjatómatar
2 vorlaukar
1 límóna
½ knippi kóríander
Kjúklingurinn er skorinn í teninga,
kryddaður með salti og pipar og
brúnaður létt í olíunni í þykkbotna
potti. Karrýmaukið og kókosmjólk-
inni er hrært saman við og látið malla
í heitum potti við vægan hita í ca.
10-15 mín. Kúrbíturinn er skorinn
í helminga og síðan í 1 cm. þykkar
Það eru þau Höskuldur
Birkir Erlingsson og Elín
Rósa Bjarnadóttir á
Blönduósi sem tóku við af
áskorendum Guðmanns og
Snjólaugar en eftir að blaðið
fór í prentun kom í ljós að
þeir gátu ekki tekið þátt.
-Við veltum mikið vöngum
yfir því hverju við ættum að koma
á framfæri, hvort að þetta ætti að
verða ein samstæð máltíð með
forrétti, aðalrétti og eftirrétti eða
bara uppskriftir af því sem að okkur
finnst gott og er í uppáhaldi hér. Við
ákváðum það síðarnefnda, segja þau
Höskuldur og Elín og bæta við að
kannski væri rétt að taka það fram að
hjá þeim er búið að vera heilsuátak
og matseðillinn helgist nokkuð af
því.
-Forrétturinn er salat með BBQ
kjúklingi og kotasælu. Rosalega
gott og ferskt og fer vel í maga. Við
erum oft með þetta á borðum hér og
þess vegna sem aðalmáltíð einnig.
Okkur Elínu finnst tælenskur matur
rosalega góður og aðalrétturinn er
ættaður þaðan. Það er Grænt tælenskt
kjúklingakarrý. Það er sama með
þennan rétt að hann fer vel í maga
og maður verður ekki útbelgdur af
honum, segir Höskuldur. -Að lokum
þá er það eftirrétturinn og þar er
svona smá óhollusta. Við köllum
hann Eplagóðgæti og með honum
má borða þeyttan rjóma eða ís og er
reyndar eiginlega alveg nauðsynlegt.
Höskuldur og Elín skora á
þau Sigurð Erlendsson stórbónda
og konu hans Þóru Sverrisdóttur
Oddvita Húnavatnshrepps og
húsfreyju á Stóru- Giljá að koma
með næstu uppskriftir úr Austur-
Húnavatnssýslu.
Salat með BBQ
kjúklingi og
kotasælu
fyrir 6 manns
2 stk. kjúklingabringur, beinlausar
¼ haus jöklasalat, meðalstór
2 stk. tómatar
1 stk. vorlaukur
1 lítil dós kotasæla
¼ stk. agúrka
8 stk. jarðarber
½ dl. rúsínur
1 msk. ristuð sesamfræ
20 stk. ristaðar furuhnetur
2 msk. olía til steikingar
½ dl. hunangs BBQ sósa
Balsamedikssósa:
1 dl. olífuolía
2 msk. balsamedik
½ stk. lítill rauðlaukur
sneiðar og spergilkálinu skipt í kvisti.
Sett í pottinn og látið malla í 5 mín.
Tómötunum bætt í pottinn ásamt
söxuðum vorlauk og látið malla í 5
mín. í viðbót. Bragðbættu sósuna
með límónu og salti eftir smekk,
stráðu söxuðu kóríanderlaufi yfir
og berðu réttinn fram með soðnum
hrísgrjónum og límónubátum.
Eplagóðgæti
3 stk. epli gul
3 dl. makkarónur
1 dl. rúsínusúkkulaði
Karamellusósa
Karamellusósa
200 gr. sykur
50 gr. smjör
1 dl. rjómi
1 dl. vatn
Meðlætið
Þeyttur rjómi eða vanilluís
Flysjið eplin og kjarnahreinsið, skerið
í bita. Myljið makkarónurnar saman
við eplabitana. Saxið súkkulaðið og
bætið í. Hellið karamellunni yfir, og
blandið vel saman.
Karamellusósa: Bræðið sykurinn við
vægan hita á pönnu. Hrærið smjörinu
saman við þegar sykurinn er orðinn
ljósbrúnn. Bætið loks rjóma og vatni
saman við. Sjóðið örlítið niður og
kælið karamelluna – en athugið að
karamellan þykknar við að kólna.
Verði ykkur að góðu!
Heilir og sælir lesendur góðir.
Sú villa varð í síðasta þætti að föðurnafn
Torfa frá Hóli misritaðist, þar á að standa
Sveinsson. Fyrsta vísan að þessu sinni,
held ég endilega að sé eftir hinn snjalla
Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi.
Bið lesendur að gera mér viðvart ef þeir
telja það ekki rétt.
Íturmenni hljóms og hjals
hélt þá enn að væri,
upp til hennar aðaldals
opið rennifæri.
Þegar verið var að koma héraðsfrétta-
blaðinu Borgfirðing á koppinn á sinni
tíð var auglýst eftir tillögum að nafni á
blaðið. Magnús Jósefsson í Borgarnesi
svaraði með þessum þremur vísum.
Nafns þið leitið, verðlaun veitið
völdu heitinu.
Gott nafn veit; það gæti heitið
Gróa á leitinu.
Héraðsfréttir heita skal.
Held að það sé nafnið rétt.
Utan frá sjó og inn í dal
á að bera héraðsfrétt.
Borgfirðingur blað skal heita
best á vorri jörð.
Lesið jafnt til sjós og sveita
sé um Borgarfjörð.
Og eins og áður segir var nafnið Borgfirð-
ingur valið. Einhverju sinni er þeir voru
staddir á vísnakvöldi í samkomuhúsinu
Logalandi, Magnús og allsherjargoðinn,
orti Magnús svo fallega til goðans.
Röddin skær og hugsun heið
hrundið fær burt trega.
Sveinbjörn tæra sónarleið
siglir bærilega.
Ennið hátt en augun snör
ekkert flátt í sinni.
Silfurgrátt er skegg og skör
skart frá náttúrunni.
Ein vísa kemur hér í viðbót sem tengist
Vesturlandinu, ef rétt er munað að
höfundur sé Björn Eggertsson.
Heims ég sjaldan happa nýt
hníg loks kaldur nás að börum.
Mínum aldri eyða hlýt
í veraldar svaðilförum.
Einhverju sinni er karlakór Bólstað-
arhlíðarhrepps hafði ákveðið að fara í
söngferð eina helgi suður á land álpaðist
undirritaður til að taka að sér að sjá um
að flytja gamanmál, í hléi sem gert yrði
á söng kórsins. Of lítið hafði verið unnið
í því máli þegar ferðin hófst, og var þá
sá einn kostur í stöðunni, að semja sem
hraðast í rútunni. Eftir að svo hafði gengið
Vísnaþáttur 541
nokkra hríð, sendi Jakob Sigurjónsson á
Hóli mér miða með eftirfarandi áletrun.
Guðmundur nú gamanmál
glaður ritar niður.
Hans að gleðja sauðarsál
sýnist fastur liður.
Mig minnir að það hafi verið á
hagyrðingakvöldi á milli Borgfirðinga
og Húnvetninga sem allsherjargoðinn
orti svo.
Hversu fagnað fram í sveit
fyrir norðan yrði.
Kæmi þar í konuleit
karl úr Borgarfirði.
Þórhildur frá Hóli svaraði.
Ferðin yrði ekki góð
- engu er vert að leyna.
Þar er orðið fátt um fljóð
en fjöldi piparsveina.
Ekki man ég höfund næstu vísu. Munu
tildrög hennar hafa verið þau að hann
hitti fyrrverandi sambýliskonu sína og
orti þá svo.
Einlífinu unir Dísa
illa, og reikar föl um haga.
Ekki þarf ég því að lýsa
það er ný og gömul saga.
Dísa mun hafa verið fær um að svara vel
fyrir sig.
Rauðeygður og rýr á kroppinn
reiðigjarn og svarabráður.
Syfjaður og samanskroppinn
síst af öllu betri en áður.
Þar sem góa hefur nú gengið í garð hér
á skerinu rifjast upp vísa sem ég held
endilega að sé eftir borgarlögmanninn
Magnús Óskarsson.
Þessi ró er þekkt og hlý
þó ei lóan syngi.
Nú er góa gengin í
garð með snjóakyngi.
Ekki er neitt illt að frétta enn í okkar
sveitum af ótíð góunnar og verður hún
vonandi frekar hagstæð okkur landsins
börnum. Bið lesendur að senda nú
þættinum eitthvað af vísum sem þar
mætti birta við hentugleika. Gott að
kveðja með annarri hringhendu eftir
borgarlögmanninn.
Nú er víða frosin fold
fönnin hlíðar þekur.
Þó um síðir þiðnar mold
þá við blíðan tekur.
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )
Verið þar með
sæl að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
Sími 452 7154