Feykir


Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 01/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ár óvissunnar Þegar Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru- Ökrum í Blönduhlíð í Skagafirði mætti í fjárhúsin þann 30. desember sl. gekk hann fram á tvö nýfædd hrútlömb. Ekki nóg með að það sé sérstakt að lömb fæðist á þessum árstíma því einnig bar ærin tveimur lömbum síðasta vor. Gunnar segist ekki hafa neina skýringu á þessari tímasetningu sauðburðar þar sem ærin gekk með tvö lömb í sumar og skilaði þeim af fjalli í haust en líklegt er að hún hafi fengið um 10 ágúst. /PF Skagafjörður Óvenju frjósöm kind Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Feykis. Á áramótum er gjarnan litið um öxl og menn velta fyrir sér árangur liðins árs jafnframt því sem spáð er í framtíðina. Mér sýnist hvort tveggja jafn erfitt. Árangur ársins á Norðurlandi vestra finnst mér sá að vegna mikillar baráttu og bjartsýni íbúa varð mannlífið gott og í flestum tilfellum tókst að halda í horfinu þótt rimman hafi stundum verið hörð og ekki alltaf sanngjörn við landsstjórnina. Ekki hef ég enn séð „Skjaldborg heimilanna“ heimsækja Norðurland vestra, heldur sýnist mér að álögur á heimilin hafi frekast aukist og á eftir að gera enn á nýju ári. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hækka íbúðalánin okkar þegar áfengi og tóbak hækkar í verði. Mér sýnist svona í upphafi ársins að 2012 verði ár óvissunnar. Óvissan um það hvort Ólafur Ragnar bjóði sig fram til forseta enn og aftur, óvissa um hvort Steingrímur J. sé á leið í ESB eða ekki, hvort flogið verði á Krókinn á ný eða hvort ríkisstjórnin haldi velli eða ekki. Breytist fiskveiðikerfið eða var þetta bara svona smá hugmynd. Hvernig sem fer erum við á uppleið segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og ég trúi henni. Eða er það ekki? Páll Friðriksson ritstjóri Flugfélagið Ernir Hættir áætlunarflugi til Sauðárkróks Áætlunarflug til Sauðár- króks lagðist af frá og með sunnudeginum 1. janúar 2012 og hefur öllu starfs- fólki á Alexandersflugvelli sem telur fimm manns verið sagt upp störfum. Sorglegt og dapurlegt voru þau orð sem heyrðust þegar síðustu farþegarnir fóru um flug- stöðina. Ásta Pálmadóttir sveitar- stjóri Svf. Skagafjarðar sagðist ekki vera búna að gefa upp alla von að áfram verði flogið á Krókinn því enn eigi eftir að fá frekari upplýsingar frá stjórnvöldum varðandi opin- beran stuðning. Fram kom í fréttum fyrr í vetur að flugfélagið Ernir þyrfti tæpar 20 milljónir á ári til að halda flugi áfram á Krókinn og fé til þess verkefnis hafi fengist við þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi en sam- kvæmt heimildum Feykis hefur þessi tala breyst, hækkað nokkuð, og setur því málið í erfiðari farveg sem ekki er enn búið að leysa. Þangað til verð- ur ekki flogið á Krókinn. /PF Starfshópur um endurreisn svartfuglastofna Leggja til friðun á fimm tegundum Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra skipaði í septem- ber sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér. Starfshópnum var falið að gera tillögur um aukna verndun svartfugla og aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn stofnanna, þ.m.t. um eggja- tínslu. Fjallaði hann um fimm tegundir sjófugla af ætt svartfugla, þ.e. álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu. Í skýrslu sinni leggur starfshóp- urinn áherslu á að hér við land sé einn stofn af hverri þessara tegunda þannig að staðbundin áhrif og breytingar hafa áhrif á um allt land og á viðkomandi stofn hér við land. Á vef umhverfisstofnunar kemur fram að mælingar sýni að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi viðkomubrestur hefur verið hjá um 75% af lundastofninum í nokkur ár og algjört hrun var í varpi hans árið 2011 nema á Norðurlandi hjá um 20% af stofninum, þar sem varp var viðunandi. Starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra. /PF Tveir bílar enduðu utan vegar í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi á mánudag. Mikil umferð var í suðurátt allan daginn og hálka mikil á vegum. Á vef Ríkisútvarpsins segir að annar bíllinn hafi farið út af í Langadal en hinn sunnan við Blönduós. Engin meiðsl urðu á fólki við óhöppin. /PF Blönduós Enduðu utan vegar Blönduósbær Fjárhagsáætlun 2012 samþykkt Bæjarráð Blönduósbæjar samþykkti fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2012 en síðari umræða um fjárhagsáætlunina fór fram á fundi bæjarstjórnar þann 21. desember sl. Samkvæmt áætluninni munu tekjur bæjarins vaxa um rúmar 50 milljónir frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011 en gjöld um 32 milljón- ir. Rekstrarniðurstaðan er áætluð jákvæð um 14 milljónir að frádregnum afskriftum samanborið við 9 milljóna króna neikvæða niðurstöðu í áætlun 2011. Í fundargerðinni má finna eftirfarandi bókun sem forseti bæjarstjórnar lagði fram: „Fjárhagsáætlun Blönduós- bæjar 2012 var unnin af bæjarráði í góðri samvinnu meiri- og minnihluta. Tekjur vaxa um rúmar 50 milljónir frá endurskoðaðri fjárhags- áætlun 2011 en gjöld um 32 milljónir. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um rúmar 38 milljónir sem er mikil breyting frá neikvæðri niðurstöðu í ársreikningi 2010. Framlegð frá rekstri er áætluð 13,18% sem sýnir að reksturinn er í ásættanlegu horfi og veltufé frá rekstri verði 8,3% og stendur að mestu undir afborgunum langtíma- lána. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að skuldir samstæð- unnar lækki. /BÞ Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Fyrstu aðstoðar- beiðnirnar á árinu Um eitt leytið á þriðjudag var óskað eftir aðstoð Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð sem brást skjótt við og var farið á vélsleðum fram í Lýtó. Höfðu nautgripir frá bónda nokkrum sloppið og þurfti að koma haldi á þá aftur. Á vef Flugbjörgunarsveitar- innar segir að fjórir sleðakappar hafi farið í leiðangurinn og leyst verkefnið með mikilli prýði ásamt fólki á bænum. Þá barst aðstoðarbeiðni sama dag um að verka snjó og ís ofan af þaki íbúðarhúss í Varmahlíðarhverfinu en farið var að leka inn í það. /PF -Allt er óbreytt hjá okkur frá því fjárlög voru sam- þykkt og vitum við ekki annað en að við þurfum að skera niður um ca. 40 millj. kr., segir Hafsteinn Sæmundsson fram- kvæmdastóri Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðár- króki aðspurður um málefni hennar eftir að fjárlög voru samþykkt á Alþingi. -Nú eru nokkrar nefndir að störfum á vegum velferðarráðuneytisins og er einni nefndinni ætlað að fjalla um öldrunarmál og skiptingu hjúkrunarrýma milli landssvæða. Okkar hlutur í hjúkrunarrýmum er mjög rýr og bind ég vonir við að við þessa vinnu nefndarinnar komi fram tillaga um að fjölga hér rýmum. Því mundi þá væntanlega fylgja aukið fjármagn, segir Hafsteinn. /PF Heilbrigðismál Hvað tekur við?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.