Feykir


Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 7
 01/2012 Feykir 7 Strákarnir okkar í handboltanum munu standa sig vel í Serbíu á EM nú í byrjun árs og verða þeir, sýnist okkur, í fjórða til sjötta sæti. Ólympíuleikarnir fara fram með pomp og prakt, þó einhver atburður muni varpa skugga á þá. Íslensku þátttakendurnir verða þjóðinni til sóma þó trauðla fari þeir á verðlaunapall. Landslið kvenna í fótbolta mun standa sig mjög vel á árinu, sýnu betur en karlalandsliðið sem virðist vera í mikilli lægð. Eurovision keppnin mun heldur ekki skila miklu í ár þó alltaf séu væntingarnar fyrir hendi. Íþróttir / Eurovision Evrópusambandið er að gliðna í sundur og evran fer niður á við. Áfram verður þó haldið með viðræður um aðild að sambandinu og þjóðin fær að lokum að kjósa, ekki þó á þessu né næsta ári, og verður þá orðin mikil breyting á Ev rópusambandinu . Icesave málið sem enn og aftur hefur dúkkað upp hjá okkur mun verða nokkuð í umræðu á árinu en samt ekki eins mikið og undanfarin ár enda allir búnir að fá alveg yfir sig nóg af Icesave. Farsæll endir mun að lokum nást um þetta umdeilda mál er líða fer að næstu áramótum. Evrópusamband/ Icesave Þjóðin er enn í mótbyr og þörf á staðfestu og hugrekki. Framundan eru betri tímar og við munum smám saman fara að njóta viðurkenningar annarra og endurvekja traust. Nú þarf að gæta hófsemi í hvívetna svo við lendum ekki aftur í sama farinu. Við þurfum að takast á við fórnir og mikla vinnu og eftir þrengingar liðins tíma munum við sjá ljósið í enda ársins 2012. Lifið heil – og megi árið 2012 færa ykkur öllum gæfu og gleði. Hnípin þjóð í vanda? Alþingi mun ekki samþykkja tillögu til þingsályktunar sem taka á fyrir á þingi nú í janúar um að falla frá málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrir landsdómi. Málarekstur gegn Geir mun dragast fram á árið en hann verður ekki sakfeldur. Sérstakur saksóknari hefur áfram nóg að gera, en þau eru fá málin sem sér fyrir endann á þetta árið. Landsdómur/ Sérstakur saksóknari Biskup Íslands lætur af störfum, sem við spáðum á liðnu ári, og mun kona koma sterklega inn í biskupskjör. Ólafur Ragnar verður kjörinn forseti eitt kjörtímabil enn. Hann mun þurfa að takast á við ný mál og nýja tíma, sem reynist honum stundum erfitt. Oft mun hann líta til fortíðar og jafnvel óska þess að hann hefði hætt í embætti. Biskupskjör/Forsetakosningar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.