Feykir


Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 5
 01/2012 Feykir 5 Gamlárshlaup var þreytt víða um land á gamlársdag og var engin undantekning á því á Sauðárkróki. Þátttökumet var slegið í þetta sinnið þar sem alls skráðu sig tæplega 270 manns enda blíða langt upp í hlíðar. Þátttakendur voru á öllum aldri frá fyrsta ári til níræðis- aldurs og fóru yfir á tveimur jafnfljótum hlaupandi eða gangandi, sumir í kerru og a.m.k. einn sem reið hjólfáki. Árni Stefánsson skipuleggj- andi hlaupsins var afar ánægður með þessa miklu þátttöku og vildi koma þökk- um til allra þeirra er styrktu hlaupið með útdráttarverð- launum, lögreglunni, Vega- gerðinni og sveitarfélaginu með sinni aðkomu og svo öllum þeim sem komu og tóku þátt í skemmtilegu hlaupi. Myndir frá hlaupinu er hægt að nálgast á Feyki.is /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Ungt og efnilegt íþróttafólk í Skagafirði 2011 Kraftmiklir krakkar Skokkarar á skeiði niður Hegrabrautina á Króknum. Ungt og efnilegt íþróttafólk í Skagafirði var heiðrað sérstaklega er Íþróttamaður Skagafjarðar 2011 var valinn. Unga fólkið þótti hafa staðið sig framúrskarandi vel í sínum greinum á árinu sem var að líða. Þessir hlutu tilnefningu: • Ungmennafélagið Tindastóll: • Körfuknattleiksdeild: Ólína Sif Einars- dóttir – Finnbogi Bjarnason • Sunddeild: Jóhann Ulriksen – Sigrún Þóra Karlsdóttir • Knattspyrnudeild: Bríet Guðmundsdótt- ir og Óli Björn Pétursson • Skíðadeild: María Finnbogadóttir - Halldór Broddi Þorsteinsson • Frjálsíþróttadeild: Þorgerður Bettina Friðriksdóttir – Sveinbjörn Óli Svavars- son • Hestamannafélagið Stígandi: Jón Helgi Sigurgeirsson – Ásdís Ósk Elvarsdóttir • Hestamannafélagið Léttfeti: Guðmar Freyr Magnússon – Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir • Hestamannafélagið Svaði: Stefanía Malen Halldórsdóttir – Aron Ingi Halldórsson • Golfklúbbur Sauðárkróks: Aldís Ósk Unnarsdóttir – Hlynur Freyr Einarsson • U.Í. Smári: Sædís Rós W. Alfsdóttir – Hákon Ingi Stefánsson – Ragna Vigdís Vésteinsdóttir – Sæþór Már Hinriksson • Ungmennafélagið Neisti: Fanney Birta Þorgilsdóttir – Þórgnýr Jónsson Hið árlega Molduxamót í körfubolta fór fram á öðrum degi jóla í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið þykir ómissandi þáttur í jólahaldi Skagfirðinga, bæði heima- manna sem og brottfluttra sem koma og taka á því gegn gömlu félögunum. Mótið var hið fjölmennasta til margra ára en alls voru 18 lið skráð til leiks í þremur flokkum, opnum-, +40- og kvennaflokki. Í opna flokkn- um sigraði lið ungra drengja sem kölluðu sig Black Mamba, í +40 sigruðu Dvergar og svo fór að liðin þrjú í kvenna- flokknum voru jöfn að stigum og deildu því fyrsta sætinu. Öll innkoma mótsins rennur óskipt til körfuknatt- leiksdeildar Tindastóls sem að þessu sinni nam 211 þúsund- um króna. /PF Þátttakendur í gamlárshlaupi 2011. Mynd: nordanatt.is Jólamót Molduxa Skemmtilegt mót Aðstandendur gamlárshlaupsins á Hvammstanga voru ánægðir með þátttöku þess þegar það var þreytt en samkvæmt vefmiðli Norðanáttar voru um það bil 19 manns sem það gerðu. Hópurinn lagði af stað frá Söluskálanum Hörpu á Hvamms- tanga í góðu veðri og endaði á Laugarbakka. /BÞ Góð þátttaka á Hvammstanga Árleg gamlárshlaup Metþátttaka á Króknum Körfubolti Snæfell í Síkinu í kvöld Í kvöld má vænta þess að hart verði tekist á í Síkinu á Sauðarkróki er Tindastóll mætir Snæfelli í seinni hluta Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Tindastóll átti góðan endasprett fyrir jólafrí og sigraði fjóra leiki í röð en kemur nú með breytt lið þar sem Trey Hamton var látinn fara en tveir nýir komnir í staðinn, Curtis Allen og Myles Luttman. Luttman er breskur miðherji, 210 sm á hæð en kemur frá Bandaríkjunum þar sem hann var í skóla. Miklar vonir eru bundnar við Luttman og verður gaman að sjá hvernig hann fellur inn í leik liðsins en stífar æfingar hafa verið undanfarið til að koma nýjum leikmönnum inn í leikkerfin. Fullvíst má telja að Tinda- stólsliðið fari inn í nýtt ár fullir sjálfstrausts eftir mikinn viðsnúning frá því er keppni hófst í haust. Tindastóll situr nú í 9. sæti deildarinnar með 8 stig, jafnmörg og Njarðvík sem er í því 8. en Snæfell, andstæðingar kvöldsins, er sæti neðar með 6 stig. Í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins keppir Tindastóll hér heima gegn Þór Þorláks- höfn sunnudaginn 8. jan kl. 19.15. Breski miðherjinn Myles Luttman og Páll Friðriksson bakvörður Molduxa og ritstjóri Feykis saman á mynd. Annar þeirra er 173 sm á hæð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.