Feykir


Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 3
 01/2012 Feykir 3 Nýárskveðja frá Skotfélaginu Markviss Gott ár hjá félaginu Stjórn skotfélagsins Markviss óskar félags- mönnum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarf og stuðning á árinu sem var að líða. Árið 2011 var á margan hátt gott ár í starfsemi félagsins. Markviss átti keppendur á átta mótum og skutu þeir til úrslita á þeim öllum. Norðurlandsmeistara- titillinn hélst innan félagsins, en Bergþór Pálsson vann Norðurlands- mótið sem fram fór á Akureyri þann 13. ágúst. Tvö alþjóðleg mót voru haldin hérlendis síðastliðið sumar (SIH-OPEN og RVK- OPEN) og náðu keppendur Markviss verðlaunasæti á þeim báðum. Guðmann Jónasson hafnaði í 3. sæti á SIH-OPEN í byrjum júlí og Bergþór Pálsson í 3. sæti á RVK-OPEN í lok ágúst. Þá hafnaði Bergþór í 2. sæti á Bikarmóti STÍ sem haldið var samhliða RVK-OPEN. Félagið hélt að venju landsmót í júlí og var þar sett nýtt Íslandsmet, er Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþrótta- félagi Hafnarfjarðar bætti þar sitt eigið met frá árinu 2009. Félögum í Markviss fjölgaði jafnt og þétt á liðnu ári, og eru nú skráðir í það rúmlega 60 félagar og fer þeim fjölgandi. Er það von okkar að sem flestir þeirra muni sjá sér fært að mæta á skotsvæðið þegar æfingar hefjast í vor, bæði til að prófa íþróttina og eins í spjall og kaffi. /Guðmann Maður ársins á Norðurlandi vestra 2011 Einar Óli Fossdal fór með sigur af hólmi Eins og undanfarin ár völdu lesendur Feykis og Feykis.is mann ársins úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af íbúum svæðisins. Þau átta sem í kjöri voru fengu öll atkvæði enda vel að kjörinu komin en baráttan stóð á milli þeirra Einars Óla Fossdal á Blönduósi og Stefáns Pedersen á Sauðárkróki en þeir tveir fengu flest atkvæðin og var mjótt á munum. Á hæla þeirra kom Hvammstangabúinn Ómar V. Karlsson. Einar Óli Fossdal, fyrrum formaður Rauða krossins í A-Hún, sjúkraflutningamaður og ráðsmaður á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi fékk tilnefningu fyrir óeigingjarnt starf sem tekur málefni og markmið annarra ofar eigin hag. Auk þess að bjarga mannslífum í vinnu sinni sem sjúkraflutn- ingamaður eyðir hann mikið af sínum frítíma í sjálfboðavinnu með Rauða krossinum. Einnig fer hann og hjálpar gamla fólkinu á spítalanum ef þeim finnst eitthvað að hjá sér án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Fleiri tilmæli voru höfð um Einar Óla en hann hefur verið einn af forvígsmönnum holl- vina Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi og staðið í farar- broddi þeirrar hreyfingar í stríði hennar við ríkisstjórn landsins í niðurskurðaratlögum á heil- brigðissviðinu. Feykir óskar Einari Óla til hamingju með útnefninguna. /PF Einar Óli á Austurvelli fyrir rúmu ári síðan en þá fjölmennti fólk alls staðar að af landinu til að mótmæla niðurskurði til heilbrigðismála. www.skagafjordur.is Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2012 Fasteignagjaldakröfur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er hægt að greiða í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á að notfæra sér beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins geta fasteignaeigendur: • Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2012, eftir að álagning hefur farið fram. • Óskað eftir að fá sendan álagningarseðil. • Óskað eftir að greiða fasteignagjöldin með boðgreiðslu. • Óskað eftir að greiða öll fasteignagjöldin á einum gjalddaga þann 1. maí 2012. • Tilkynnt um breytingar er varða greiðslur og greiðendur á fasteignagjöldum. Álagning – breytingar – innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitar- félagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða sendir til allra sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins og þeirra gjaldenda sem eru 65 ára og eldri. Þessir aðilar geta tilkynnt um ósk sína að fá rafræna útgáfu af álagningarseðli í Íbúagátt sveitarfélagsins eða með símtali við afgreiðslu sveitarfélagsins. Vinsamlegast tilkynnið það sem fyrst. Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgist rafræna útgáfu álagningarseðilsins í Íbúagáttinni og á vefsíðu island.is “Á mínum síðum”. Gjalddagar Gjalddagar fasteignagjaldanna verða átta frá 1. febrúar til og með 1. september 2012. Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2012 séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr. Sækja verður um það fyrir 23. janúar 2012. Greiðslumátar • Beingreiðslur Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost. • Boðgreiðslur Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti. Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda. Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 23. janúar 2012. Vinsamlegast notið VISA boðgreiðsluhnapp á heimasíðu sveitarfélagsins. • Greiðsluseðlar Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum. Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir. Elli- og örorkulífeyrisþegar Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2011 vegna tekna ársins 2010. Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2012, vegna tekna ársins 2011 er lokið. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2012. Ekki er þörf á að sæja um þennan afslátt. Frekari upplýsingar Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000. Sauðárkróki, 10. janúar 2011 Sveitarstjóri Matís óskar eftir að ráða drífandi og duglegan rannsóknamann til starfa hjá fyrirtækinu á Sauðárkróki vegna aukinna verkefna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla eða nöfn og netföng með- mælenda, skal senda til Matís ohf. á netfangið atvinna@matis.is , merkt „Rannsóknamaður – Sauðárkrókur“. Frekari upplýsingar veitir Dr. Hörður G. Kristinsson, hordur@matis.is, og í síma 422 5000. Matís ohf. Vínlandsleið 12 113 Reykjavík 422 5000 www.matis.is Okkar rannsóknir – allra hagur Starfssvið Starfið felst í rannsóknastörfum tengt lífvirkni- mælingum á lífefnum ásamt aðstoð við aðrar rannsóknir og vinnu sem á sér stað í starfsstöðinni. Starfshlutfall er 50%, en möguleiki er á auknu starfshlutfalli síðar meir eftir verkefnastöðu. Viðkomandi mun starfa á nýrri rannsóknastofu Matís í Verinu á Sauðárkróki og mun verða starfs- maður Líftækni og lífefnasviðs. Hæfniskröfur • Æskilegt er að umsækjandi hafi M.Sc. gráðu á rann- sóknasviði sem tengist viðfangsefnum starfsstöðvar • Nauðsynlegt er að starfsmaður búi á svæðinu • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum • Metnaður til að ná árangri í starfi • Möguleiki á að auka starfshlutfall með tímanum Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.