Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 03/2012 Þann 22. janúar nk. verður Dagur snjósins haldinn hátíðlegur um víða veröld og verður skíðasvæði Tindastóls þar ekki undanskilið. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivistar í hreinleika fjallanna. Skíðasamband Íslands SKÍ ákvað að svara kalli Alþjóðaskíðasambandsins – FIS með því að efna til sameiginlegs átaks allra aðildarfélaga sambandsins og skíða- s v æ ð a n n a . Þessir aðilar hafa allir sameiginlega hagsmuni af því að fjölga börnum og unglingum sem heimsækja fjöllin. Á skíðasvæði Tindastóls verður frítt fyrir alla og því tilvalið að drífa fjölskylduna í fjallið. Sigurður Bjarni Rafnsson formaður skíðadeildar Tindastóls var króaður af á skíðasvæðinu og spurður út í starfsemi deildarinnar. -Starfsemin hjá okkur er í miklum blóma og hefur vaxið undanfarin ár og virðist sem iðkendum fjölgi einnig í ár. Við tókum það skref núna að ráða nýjan skíðaþjálfara en það er hinn reynslumikli kappi Björgvin Björgvinsson fyrrum sk íða lands- liðsmaður og ég held að það verði mikið g æ f u s p o r fyrir okkur en hann verður með föstudags og laugardagsæfingarnar. Að mínu mati var kominn tími til að setja þjálfunina á aðeins hærri stall án þess að gert sé lítið úr öðrum þjálfurum, segir Snjór um víða veröld Allir á skíði Sigurður sem telur þá hafa unnið mjög gott starf bæði við þjálfun og uppbyggingu á svæðinu. Nú um helgina verður Dagur snjósins haldinn hátíðlegur eins og fram kom í formála og í framhaldi af honum verða hinir árlegu Vetrarleikar í lok febrúar. – Svo er stefnan tekin á nokkrar keppnir, Jónsmót á Dalvík sem verður haldið fyrstu helgina í mars og Andrésar Andar leika á Akureyri um páskana auk þess verðum við með innanfélagsmót og væntanlega Bakarísmótið en reyndar á eftir að ganga frá því við Róbert bakara. Sigurður segir að í fyrsta skiptið í sögu félagsins eigi það keppendur í flokki 15 ára og eldri á Íslandsmóti en svo undarlega vill til að eftir Andrésar leikana hætta krakkarnir að keppa. Nú horfir til betri vegar enda eignaðist félagið Andrésar Andar meistara á síðustu leikum og tveir til viðbótar komust á pall og framtíðin því björt. Sigurður segir að mikil vakning sé hjá nágrannasveitarfélögum Skagafjarðar á skíðaiðkun en hann telur að um Mikil aukning skíðaiðkenda hefur verið í Stólnum undanfarin ár. helmingur iðkenda á vegum skíðadeildarinnar komi frá Skagaströnd en þaðan kemur rúta tvisvar í viku með skíðaiðkendur. Einnig eru nokkrir sem koma frá Blönduósi og þá eru krakkar úr Varmahlíð dugleg að mæta. Af eigin reynslu undir- ritaðs, sem ekki hefur farið á skíði síðan farið var í skíðaferðalag til Akureyrar í 9. bekk fyrir örfáum áratugum, og ekki hefur komið sér í brekkuna síðan, er Sigurður spurður hvert fólk eigi að snúa sér vilji það prófa að renna sér í Stólnum og einhverjir hugsanlega í fyrsta sinn. – Fólk getur annað hvort haft samband við starfsmenn skíðasvæðisins eða senda okkur tölvupóst en allar upplýsingar eru á heimasíðu Tindastóls. /PF Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Árni Daníelsson á Sjávarborg sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Mun þessi ágæta hringhenda vera ort eftir heitar umræður á fundi. Hér var inni heitt í kveld heldur minna um næði. Stál og tinna auka eld ef þau finnast bæði. Það mun hafa verið í sláturtíð fyrir voða mörgum árum að Kaupfélag Skagafirðinga auglýsti að það tæki haus af bændum. Man ekki fyrir víst hver er höfundur vísunnar. Væri gaman að fá upplýsingar þar um. Skuldir vaxa skefjalaust skjót eru ráð í vændum. Kaupfélagið hyggst í haust höfuð taka af bændum. Um svipað leyti kom auglýsing frá KEA sem varð tilefni næstu vísu. Kaupfélagið trútt um traust telur nú í vændum. Að sauðarhausa svíði í haust sem það taki af bændum. Á þeim árum sem hvað mestur fólksflótti var til Vesturheims, bjó á Syðri- Löngumýri í Blöndudal maður að nafni Sölvi Sölvason. Var hann sem barn óskaplega áhugasamur um vísnagerð og byrjaði mjög snemma að setja saman vísur. Dóttur átti Sölvi er Ólöf hét, skrifaði reyndar Sigurður Norðdal þá um lífshlaup hennar sem er trúlega mörgum kunnur af þeim sem eldri eru. Um hana orti Sölvi. Engan finn ég á þér brest Ólöf kinna rjóða. Þú ert minna barna best blessunin mín góða. Til eru frásagnir um heljarmenni sem komist hafa yfir jökulána Blöndu þrátt fyrir að hún væri í foráttu vexti. Svo mun hafa skeð í tíð Sölva er hraustmenni úr dalnum lét sig hafa það að fara yfir Blöndu er hún var að ryðja sig. Segir sagan að sumir jakar sem hann hafði viðkomu á hafi risið upp á rönd. Eftir að þessi tíðindi spurðust orti Sölvi þessa mögnuðu vísu. Meiðir branda, mennt sem ann mátti ei Blanda saka. Milli landa, hana hann hljóp á randajaka. Á seinni hluta átjándu aldar voru kjör almennings óblíð eins og oft hefur komið fram. Á þeim árum var Sölvi eins og flestir aðrir að glíma við sára fátækt. Þá munu þessar vísur hafa orðið til. Vísnaþáttur 562 Mig á kalda mörg og stinn mótgangsalda skellur. Svona aldur endist minn uns lífstjaldið fellur. Mörg vill þjaka meingjörð hér mínu baki ó-linu. Meðan aka fæti ég fer fram að takmarkinu. Svo fór að Sölvi gafst upp á búskapnum á Löngumýri og ákvað að flytja til Vesturheims. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun varð þessi fallega vísa til. Meðan ekki eyðast klárt ævistundir rýrar. Það veit guð, ég sakna sárt Syðri- Löngumýrar. Eftir að hafa stigið á skipsfjöl og séð ástkæra Íslandið fjarlægjast orti Sölvi þessa síðustu kveðju til fósturlandsins. Á er fallinn bráður byr, bíða hljóðir vinir. Veriði allir alsælir Íslands góðu synir. Það er Jakob Thorarensen sem yrkir svo fallega vetrarvísu. Syngið ekki svona hátt sólskins – vonir mínar. Naumast þessi norðanátt nokkurntíman hlýnar. Gaman að heyra næst frá okkar góða Gísla Ólafs héðan frá Eiríksstöðum. Úti þó að oft sé kalt á ég nóg af vonum. Leysir snjóinn, lifnar allt, líður að gróindonum. Ef ég man rétt mun sá snjalli hagyrðingur Jón Pétursson áður bóndi í Valadal á Skörðum hafa ort þessa mögnuðu hringhendur. Yndi banna ýmisleg öfl, það sannast hefur. Margt á annan veltur veg en vilji manna krefur. Ýmsum þrengir ólánið er sannfenginn grunur. Að þar hafi lengi loðað við lífsins gengismunur. Kannski er það í anda þessa andstyggilega vetrar, að enda þennan ágæta þátt með þessari fallegu hringhendu Páls Ólafssonar. Standa þakin björgin blá bindur klaki völlinn. Sandi vaka öldur á undir taka fjöllin. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.