Feykir


Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 19.01.2012, Blaðsíða 9
 03/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Bertha Kristín og Erling kokka Indverskur matur – besta sem fjölskyldan fær AÐALRÉTTUR Indverskur réttur Fyrir 4-6 persónur 4 kjúklingabringur, skornar í munnbita (eða annað kjötmeti) 2 msk olía 1 laukur, skorinn í bita 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 rauð paprika (má sleppa) 1 tsk cuminduft – ath. ekki kúmen 1 tsk túrmerik ½ tsk engifer ½ tsk pipar ½ tsk chilipipar 1 tsk kanill 1 dós niðursoðnir tómatar, maukaðir með töfrasprota 1 dós kókosmjólk Kjötkraftur Salt og svartur pipar Möndluflögur Fersk kóríander, skraut (má sleppa) Kjúklingur steiktur á pönnu. Sett til hliðar.Laukar og paprika mýkt í olíu í potti. Tómatar eru þar næst settir útá ásamt kókosmjólk og öðrum efnum. Kjúklingur settur í sósuna í pottinum og leyft að malla saman í nokkrar mínútur. Bragðbætt með salti, svörtum pipar og kjötkrafti. Kóríander dreift yfir áður en borið er fram. (Ef notaður er fiskur þá er hann lagður í fat, sósu hellt yfir og sett Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Bertha Kristín Óskarsdóttir og Erling Valdimarsson tannlæknir á Hvammstanga. Þau skora á Ölmu Láru Hólmsteinsdóttur og Leó Örn Þorleifsson. „Það er alltaf gaman að fá áskorun og auðvitað skorast maður ekki undan slíku. Rjómalegin eftir hátíðarnar var farið í gegnum uppskriftabunkann, en alltaf hafði hugsunin um eitthvað einfalt, fljótlegt og hollt yfirhöndina, enda hefur krefjandi nám húsmóðurinnar og vinna tannlæknisins gert það að verkum að lítill tími gefst fyrir eldamennsku. En maginn má samt sem áður ekki vera tómur og þegar okkur gefst tími í eldhúsinu þá reynum við að gera allan mat frá grunni, en samt á auðveldan og fljótlegan máta og ekki er verra ef börnin þrjú geta aðstoðað. Eitt það besta sem fjölskyldan fær er indverskur matur og ætlum við að deila með ykkur rétt sem er mjög vinsæll á heimilinu. Sósan í aðalréttinum gengur með mörgum kjöttegundum og höfum við prufað hana með kjúklingi, fiski og hreindýragúllasi – Allt mjög gott. Við ætlum líka að deila með ykkur indverskum flatkökum sem við höfum gjarnan með, okkar útgáfu af Raita sósu og svo eftirrétt í hollari kantinum. inn 180°C heitan ofn í 20-30 mín., eða þar til eldað í gegn.) MEÐLÆTI Indverskar flatkökur, Raita, brún hrísgrjón og ferskt salat Indverskar flatkökur (Naan brauð) 500 g fínmalað spelt 1 ½ tsk salt 2 tsk þurrger 250 ml vatn 1 tsk cuminduft ½ tsk kóríander Nokkrir dropar af kókosolíu eða annarri olíu til að strjúka yfir pönnuna. Allt sett í hrærivél og hnoðað saman. Látið hefast undir rökum klút í rúmlega 1 klst. Deiginu skipt í 10-14 bita. Fletjið hvern bita í kringlótta köku með kökukefli. Passið að hafa smá spelti/hveiti undir og yfir kökunni svo hún klístrist ekki við borðið þegar er rúllað yfir með kökukeflinu. Pannan er hituð vel og strokið yfir hana með kókosolíu og brauðið steikt þar til kominn er góður litur á það og blöðrur koma í deigið, þá er snúið við og steikt hinum megin. (Gott að nota pönnukökuspaða til að þrýsta kökunni niður á pönnuna). Raita sósa letingjans: 500 ml Ab-mjólk Smá maldon salt 1 hvítlauksgeiri, pressaður eða hvítlauksduft Nokkrir dropar af sítrónusafa 1/2 tsk cuminduft Öllu hrært saman í skál. EFTIRRÉTTUR Kaka í hollari kantinum 200 g möndluflögur 100 g döðlur 100 g kókosmjöl 1 tsk kanill Döðlur mýktar í vatni í nokkrar mínútur. Teknar úr vatni. Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað vel saman. Sett í 22 sm sílikon mót eða venjulegt kökumót sem er búið að þekja með bökunarpappír. Sett í kæli í ca 30 mín. Krem: 1 plata 70% súkkulaði 2-3 msk kókosolía ¼ dl agave síróp (má sleppa) Kókosolía og súkkulaði brætt saman við lágan hita og bragðbætt með agave-sírópi. Kælt örlítið og hellt yfir kalda kökuna. Kakan á að geymast í kæli. Verði ykkur að góðu! ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Gleðilegt ár kæru Skagfirðingar og nærsveitamenn. Undanfarnar vikur og mánuði hefur mér fundist athyglisvert að fylgjast með umræðu um menn og málefni líðandi stundar á netinu. Upp eru að spretta sjálfskipaðir sérfræðingar á öllu milli himins og jarðar sem finna hjá sér þörf til að tjá sig um ólíklegustu hluti sem oftast koma þeim ekkert við, hvað þá að þeir hafi vit á þeim. Þetta má glöggt sjá á samskiptamiðlum eins og fésbók og á athugasemda kerfum í net útgáfum dagblaðanna. Það sem einkennir þessi skrif er oftast dómharka og dónaskapur, allir hafa skoðun og finnst hún það merkileg að hún eigi erindi við aðra. Ég held að það sé stundum ágætt að minna sig á þennan ágæta boðskap sem ég sá oft þegar ég bjó í Bretlandi „Opinions are like assholes. Everybody's got one and everyone thinks everyone else's stinks,“ í lauslegri þýðingu: „Skoðun er eins og rassgat, allir eru með eitt, en finna bara óþefinn hjá öðrum.“ Nokkra af þessum sem eru hvað duglegastir að koma skoðunum sínum á framfæri þekki ég persónulega. Þetta eru dagfarsprúðir einstaklingar sem augliti til auglitis virðast hvers manns hugljúfi, svo fara þeir heim til sín og setjast við tölvuna og breytast í netskrímslið ógurlega sem spúir fúkyrðum og dónaskap. Hvað er það sem fær menn til að halda að almennar reglur um kurteisi og tillitsemi við náungann gildi allsstaðar nema á netinu? Með þessum orðum óska ég hér með eftir meiri kærleik og nærgætni á nýju ári, bæði í netheimum og almennum samskiptum. - - - - - Þar sem þetta er skrifað á afmælisdegi frænda míns Stefáns Vagns skora ég hér með á hann í næsta pistil, enda grunar mig að þar sé afburða penni á ferð. Óskar Páll Sveinsson frá Sauðárkróki Óskar eftir meiri kærleik og nærgætni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.