Feykir


Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 12/2012 Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Rán á Skagaströnd 1686 – sögufundur á laugardaginn Sögufélagið Húnvetningur á sterk tengsl í byggðinni við austanverðan Húnaflóa, þar sem Magnús fræðimaður á Syðra-Hóli var einn af stofnendum félagsins og ritaði marga snjalla þætti úr þeim sveitum. Síðar kom að félaginu öflugur formaður af Skagaströnd, Elínborg Jónsdóttir, á árunum sem unnið var að útgáfu á Ættum Austur-Húnvetninga. Nú verður næsti fundur félagsins á Skagaströnd laugardaginn 24. mars kl. 15 og þar mun Þorlákur Axel Jónsson sagnfræðingur segja frá ráni Hollendinga á Skagaströnd 1686. Grafist er fyrir um ástæður þessa atburðar, farið yfir samskipti Hollendinga og Íslendinga á 17. öld og skoðað hvernig verslunarstaður á borð við Höfðakaupstað birtist í tiltækum hollenskum heimildum. Fjallað verður einnig um hvernig verslun- arstaður Höfði var og þýðing hans fyrir íbúa svæðisins verður krufin. Sýndar verða myndir með skjávarpa og gestum gefst tækifæri til þess að bera fram fyrirspurnir. Fyrirlesarinn, Þorlákur Axel, er kennari við Mennta- skólann á Akureyri. Hann er stúdent frá MA 1983, tók BA- próf við HÍ 1987 og lauk cand. mag. prófi frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1994. Ritgerð hans heitir: Statsmagt og byutvikling í Reykjavík 1750- 1850. Fræðasvið Þorláks Axels er Íslandssaga, bæjasaga og saga ríkisvalds. Þessi fundur sögufélagsins verður á Skagaströnd eins og áður sagði, hjá Rannsóknar- setri Háskóla Íslands að Einbúastíg 2. Fyrirlestur Þorláks Axels hefst kl. 15, síðar verður kaffi í boði og aðalfundur félagsins að því loknu. Athuga seinkun á fundartíma. Sögufélagið Húnvetningur AÐSENT FRÁ SÖGUFÉLAGINU HÚNVETNINGI Starfsmenntun – hvert skal stefna? Menntamálaráðuneytið boðaði til fundar í tengslum við innleiðingu nýrra laga um menntun og stefnumótun um starfsmenntun til framtíðar þann 8. mars sl. Fundurinn var haldinn í Félagsheimilinu Blönduósi en hann sátu fulltrúar framhaldsskóla, grunnskóla, fræðslunefnda, foreldra, atvinnulífs, framhaldsfræðsluaðila, atvinnuþróunarfélaga, nemenda, sveitarstjórna, fræðslustjórar og náms- og starfsráðgjafar. Markmið fundarins var m.a. að ræða framtíðarsýn starfs- menntunar með tilliti til upp- byggingar hennar og hvernig gera má starfsmenntun sýni- legri og eftirsóknarverðari fyrir nemendur óháð aldri, kyni, búsetu og uppruna og þarfir landshlutans fyrir starfs- menntun. Fundurinn var haldinn í framhaldi af setningu nýrra laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og hefur verið unnið að innleiðingu þeirrar menntastefnu sem þar er mörkuð. Undirstöðuatriði í þeirri vinnu er gerð aðal- námskrár fyrir skólastigin þrjú. Stærsta breytingin varðar framhaldsskólana og fela í sér veigamiklar umbætur á skipu- lagi námsins. Lögin er afrakstur af vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum árum og lýtur að því að endurskoða lögbundna skipan framhalds- skólastigsins og leggja drög að breytingum á henni, þar sem náið tillit er tekið til endur- skoðunar laga sem varða önnur skólastig. -Þetta er auðvitað mjög mikilvægt fyrir FNV enda um bók- og verknámsskóla að ræða. Við höfum einnig verið að skapa okkur sérstöðu á þessu sviði, m.a. með stofnun Hátæknimenntaseturs FNV, segir Ingileif Oddsdóttir skóla- meistari FNV en hún var ein af þeim sem sátu áðurnefndan fund. -Við teljum okkur vel í stakk búin til að auka enn við verknámið hjá okkur og erum auðvitað að vinna að því þessa dagana. Undirbúningur fyrir nám í plastiðnum er í fullum gangi, þá stefnum við að námi í hársnyrtiiðn en einnig höfum við verið að horfa til hönn- unarnáms í náinni framtíð. Í nýju námskránni er framhalds- skólum veitt frelsi til að þróa sérstakar námsbrautir sem byggja á sérstöðu þeirra og styrkleika og spurn eftir sér- hæfðum námsleiðum og úr- ræðum. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt fyrir skóla eins og FNV. Ingileif segir það skipta miklu máli fyrir skólann að geta unnið náið með atvinnu- lífinu og boðið upp á nám sem atvinnulífið kallar eftir. -Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við atvinnulífið og nýja námskráin gefur okkur möguleika á því að þróa samstarfið enn frekar. Nú hefur verið opnað fyrir möguleika á því að þróa nýtt nám sem hentar fyrir atvinnulífið á hverjum stað. Að mati Ingileifar var fundurinn á Blönduósi mjög gagnlegur þar sem vettvangur skapaðist fyrir atvinnulífið og skólana að ræða saman. Þá komu fram ákveðnar óskir frá atvinnulífinu sem FNV er þegar farin að skoða. Fundur um skólamál Frá fundi Menntamálaráðuneytis á Blönduósi. Hvar er Ísland í þeim hug sem allt með græðgi tekur, þar sem ágirnd argvítug ærleg viðmið hrekur ? Hvar má Ísland sjá í sál sem að full af hroka heimtar sérhvert mannlífs mál markaðssett af Loka ? Hvar fær Ísland gildi glætt gegnum þætti hreina, ef hér verður engin sætt, aðeins framhald meina ? Hvar mun Ísland eiga spor inn í góða framtíð, ef að kafþykk kerfis for kæfir allt í samtíð ? Hvar á Ísland vonar veg, virka braut til dáða, Ef að spilling ógeðsleg áfram fær að ráða ? Rúnar Kristjánsson ?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.