Feykir


Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 22.03.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 12/2012 Endurbætur og viðbygging Árskóla Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðarráðs svf. Skagafjarðar fer yfir stöðu mála vegna áformaðar framkvæmda við Árskóla á Sauðárkróki Upphaf máls Á fundi sveitarstjórnar sveitar- félagsins Skagafjarðar þann 7. mars sl. var samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur að hafnar skyldu framkvæmdir við endurbætur og viðbyggingu Árskóla á Sauðárkróki. Auk meirihluta Framsóknar og Vinstri grænna greiddu full- trúar Sjálfstæðisflokks atkvæði með tillögunni en fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Frjáls- lyndra og óháðra greiddu at- kvæði gegn framkvæmdinni. Stækkun Árskóla og sam- eining skólastiganna undir eitt þak hefur verið í umræðunni í töluverðan tíma en þess má geta að árið 1999 ályktaði þáverandi skólanefnd að stefnt skyldi að því að allur grunnskólinn á Sauðárkróki yrði til húsa undir einu þaki við Skagfirðingabraut. Ljóst var að ekki var hægt að fresta því lengur að taka ákvörðun um nýbyggingu eða verulegar endurbætur á núverandi skólahúsnæði við Freyjugötu. Er óhætt að segja að Árskólamálið hafi verið eitt af kosningamálum síðustu sveitarstjórnarkosninga í Skagafirði en þar lofuðu Framsóknarmenn að farið skyldi í framkvæmdina. Í meirihlutasáttmála Framsókn- ar og Vinstri grænna sem undirritaður var í kjölfar kosninganna er kveðið á um að sameina skuli Árskóla undir eitt þak en einnig að áfangaskipta verkinu og að leitað skuli allra leiða til að verja núverandi íþróttasvæði. Byggingarnefnd Árskóla Þann 24. febrúar 2011 var borin upp tillaga í byggðarráði um að byggingarnefnd yrði stofnuð um framkvæmdir við stækkun Árskóla: „Sveitar- stjórn Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar samþykkir að setja á fót byggingarnefnd Árskóla. Byggingarnefndin skal hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólan- um á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefndarinnar, sveitar- stjóri, fræðslustjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Fullskipa skal í nefndina á byggðarráðsfundi 3. mars 2011. Nefndin heyrir undir byggðarráð og skal reglulega uppfæra byggðarráðið um stöðu verkefnisins.“ Þann 3. mars var skipað í bygginganefndina og var sam- þykkt að nefndina skyldu skipa undirritaður, Bjarni Jónsson (VG) og Jón Magnússon (D). Gott samstarf var í bygg- ingarnefndinni og allir nefndarmenn sammála um nauðsyn þess að leysa brýna húsnæðisþörf Árskóla. Sú ákvörðun var tekin í byggingar- nefndinni að endurhugsa verkefnið með tilliti til þess að lækka kostnað, möguleika á að áfangaskipta verkinu og leita skyldi leiða til að hlífa núverandi íþróttasvæði norðan Árskóla. Húsnæðið við Freyjugötu Hvorki var talið ráðlegt né skynsamlegt að fara í fram- kvæmdir við endurbætur á húsnæði skólans við Freyju- götu enda sú framkvæmd metin á milli 200-300 milljónir króna og ljóst er að af henni myndi ekki nást nein rekstrarhagræðing líkt og með því að sameina skólastigin undir eitt þak. Freyjugötuhúsið var byggt árið 1947 og er orðið mjög illa farið og stendst ekki nútíma kröfur um stærð kennslustofa og aðgengi fatlaðra svo eitthvað sé nefnt. Húsið er einangrað með torfi og klæðning lek og því sem næst ónýt. Skipta þarf út gluggum sem og að gera við þak sem lekur. Gólf eru sigin og allar lagnir, bæði raflagnir og pípulagnir að mestu upprunalegar. Auk þess er rými ekki nægjanlegt í skóla- húsinu sjálfu og eru tvær lausar kennslustofur við skólann, sem ekki getur verið hluti af framtíðarsýn Skagfirðinga í skólamálum. Ákvörðunin – leið valin Eftir að hafa farið yfir eldri teikningar (frá 1998 og 2009 sem gera báðar ráð fyrir álmu til norðurs út frá C álmu skólans) var skoðaður sá möguleiki að byggja ofan á búningsaðstöðu íþróttahússins sem og C-álmu ásamt því að byggja til suðurs á milli A og B álmu skólans. Eftir skoðun kom í ljós að þessi möguleiki var gerlegur og með þessu móti mætti koma fyrir öllu skólastarfi Árskóla undir eitt þak. Tillagan fékk mjög góðar undirtektir hjá skólayfirvöldum og var hún jafnframt hagfelld fyrir sveitarfélagið. Með þessu móti var að auki komið til móts við þær háværu raddir sem ekki vildu skerða núverandi íþróttasvæði norðan skólans. Því fól byggingarnefndin sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs að halda áfram með verkið á þeim nótum. Tillagan Sú tillaga sem samþykkt var í sveitarstjórn gerir ráð fyrir að verkinu verði áfangaskipt. Í fyrsta áfanga verði farið í eftirfarnar framkvæmdir: 1. Byggt ofan á núverandi búningsaðstöðu Íþróttahúss alls 960 m² 2. Viðbygging C-álma til suðurs alls 450 m² 3. C-álma, endurbætur í matsal, bókasafni og kjallara alls 425 m² 4. Eldhús í C-álmu, án búnaðar alls 59 m² 5. Kennaraaðstaða, 1, hæð C-álmu alls 170 m² 6. Textílstofa. Anddyri íþróttahúss alls 119 m² 7. Tónmenntastofur, kjallari C-álmu alls 290 m² Nýframkvæmdir nema því 1410 m² og endurbætur 1063 m² og nýframkvæmdir og endurbætur verða því samtals 2472 m². Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að malbika bifreiðarstæði norðan við Árskóla en það mun nýtast sem bílastæði fyrir kennara sem og bílastæði fyrir íþróttahús en gert er ráð fyrir að aðkoma að íþróttahúsi verði að norðan og nýtt anddyri byggt í norðurenda. Eins og áður sagði verður gamla anddyrinu breytt í skólastofu. Alls fást því sjö nýjar skólastofur sem fullnægja kröfum Árskóla um að koma öllu skólastarfi undir eitt þak. Ferill málsins í byggðarráði og sveitarstjórn Í umræðum um málið hefur því verið haldið fram að málið hafi verið unnið í „skjóli myrkurs“ og minnihluti sveitastjórnar ekki fengið að hafa aðkomu að málinu. Til að svara því má benda á að í byggingarnefnd hefur meirihlutinn tvo fulltrúa og minnihlutinn einn og var kjörið í nefndina í byggðarráði. Frá því að byggingarnefnd Árskóla var kjörin þann 24. febrúar 2011 hefur málið komið fyrir byggðarráð og sveitarstjórn í alls fimmtán skipti. Allar fundargerðir byggingarnefndar hafa verið kynntar byggðarráði líkt og ákveðið var við stofnun nefndarinnar sem og að sérstakur kynningarfundur var haldinn um verkefnið fyrir alla sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmenn sveitarfélagsins. Engar tillögur hafa komið fram frá fulltrúum Samfylking- arinnar né fulltrúa Frjálslyndra aðrar en þær að fresta beri framkvæmdinni. Frumkostnaðar- áætlun Samkvæmt frumkostnaðar- greiningu sem verkfræðistofan Stoð á Sauðárkróki vann í samræmi við forsendur bygg- inganefndarfundar 26. janúar 2012 er áætlaður kostnaður vegna framkvæmdarinnar 480.584.093 kr. og lóðafrágang- ur norðan við húsnæðið er áætlaður 37.794.000 kr. og heildarkostnaður því alls 518.378.423 kr. Aðferðarfræð- in við kostnaðaráætlunina er sú sama og þegar áætlun var unnin vegna leikskólans Ársala sem nýlokið er við og stóðst sú kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlunin felur í sér 10% kostnaðarauka vegna ófyrirséðra atriða. Óháð úttekt á framkvæmdinni Samkvæmt 66. gr. sveita- stjórnarlaga þurfa framkvæmd- ir sem fara yfir 20% af skatt- tekjum sveitarfélagsins að fara í sérstakt mat á áhrif- um framkvæmdarinnar á fjárhag sveitarsjóðs. Sam- kvæmt kostnaðaráætlun er framkvæmdin 23.5% af skatt-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.