Feykir - 24.04.2012, Qupperneq 8
8 Feykir 16/2012
Ég verð að viðurkenna
að þegar Mæja
Páls skoraði á mig
að skrifa þennan
pistil þá helltist
yfir mig heimþráin
til Skagafjarðar.
Það er nefnilega
ekkert betra en að
standa á hlaðinu
á Syðstu-Grund,
hlusta á þögnina
og horfa skáldlega
á fjallahringinn. Og
að ég hafi ekki séð
Glóðafeyki síðan í
desember er auðvitað
bara hneisa!
En mig langar að segja
lítillega frá síðasta
sumri þar sem ég
dvaldi óvenju mikið í
Skagafirði. Fyrir það
fyrsta ákváðum við
hjónaleysin að biðja
séra Döllu Þórðardóttur
að pússa okkur saman
í Flugumýrarkirkju þann
24. maí. Dalla tók vel í
það og við hittum hana
nokkrum dögum fyrir
brúðkaupsdaginn til
að fara yfir athöfnina.
Hún útskýrði þetta allt
saman í stuttu máli fyrir
okkur, svona þegar ég
var búin að tuða yfir því
að bryllupspappírarnir
byðu bara upp á að
brúðgumi og brúður
skrifuðu undir og hvað
ættu þá samkynhneigðir
að gera? En jæja, Dalla
fræddi minn mann um
að þegar hún hefði borið
upp spurninguna hvort
hann vildi ganga að
eiga þá mey sem stæði
við hlið hans þá segði
hann já. „Já já,“ svaraði
mannsefnið og datt ekki
í hug að mótmæla. Sem
betur fer. Brúðkaupið
var hið besta og við
brunuðum svo aftur á
Austurland þar sem við
höldum annað tveggja
heimila okkar.
Leið mín lá þó fljótlega
í Skagafjörðinn
aftur til að nema á
torfhleðslunámskeiði
hjá Helga á Ökrum.
Þar lærði ég mikið og
helst að ég ætti að
hætta að tala fjálglega
um það hversu góður
smiður ég er. Ég fékk
nefnilega það verkefni á
námskeiðinu að smíða
eina gluggaumgjörð sem
varð sennilega ein sú
ljótasta í víðri veröld.
Svo það er líklega eins
gott að ég er í háskóla
en ekki húsasmiður.
Samhliða þessu öllu
var ég í sumarstarfi
við að taka viðtöl við
Skagfirðinga sem hafa
búið erlendis. Verkefnið
fólst í því að kanna
hvaða félagslegu- og
menningarlegu áhrif
það hefði á fólk að búa
í öðrum löndum og
kann ég viðmælendum
mínum bestu þakkir
fyrir feiknagóð viðtöl.
Ætlunin er að birta
fræðilega grein um þetta
efni síðar á þessu ári
og greinin mun líklega
verða skrifuð út frá
þessu fleygu orðum
um félagsvísindin; að
innan þeirra læri fólk
að koma óskiljanlegum
orðum að því sem allir
vita. En í stuttu máli
voru niðurstöðurnar
meðal annars þær
að Skagfirðingarnir
sem ég talaði við
fluttu einfaldlega til
baka frá útlöndum
því heimahagarnir
kölluðu svo sterkt. Og
ef viðmælendur mínir
voru ekki Skagfirðingar
en búa þar núna,
þá búa þau heima
hjá Skagfirskum
tengdaforeldrum sínum.
Ekki nóg með það þá
býr þetta fólk nánast
án undantekninga á
æskuheimilum sínum
eða maka sinna. Þetta
þykir mér dásamlegt
og mig langar líka
heim. Það kom líka í
ljós í rannsókninni að
fólk sem hefur búið
erlendis ræktar með
sér ákveðna víðsýni fyrir
framandi menningu,
fólki annarsstaðar
að og skoðunum
þeirra. Á því voru þó
undantekningar sem er
miður. En víðsýni þykir
mér ákaflega fallegt
orð og það á vel við
landslagið í Skagafirði
þar sem útsýnið nær
langt. Þetta var þó ekki
það eina sem ég gerði
síðastliðið sumar því ég
fékk líka að vinna um
vikutíma í Glaumbæ hjá
henni Sirrí. Þar gerði ég
mitt besta í að ljúga að
túristum (djók) og sitja
fyrir á túristamyndum
en skemmtilegast var þó
að sitja inni á skrifstofu
hjá Sirrí og spjalla um
sögu og þjóðhætti.
- - - - -
Ég held ég hafi sjaldan
keyrt jafn mikið út um
hvippin og hvappinn og
síðastliðið sumar eða
fengið að tala við jafn
mikið af áhugaverðu
fólki. Það er ómetanlegt.
Mig langar að skora á
vinkonu mína Sóleyju
Björk Guðmundsdóttur
að skrifa næsta pistil.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir er brottfluttur Skagfirðingur
( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is
Heimahagarnir kalla sterkt
Frumkvöðlasmiðja
Flottar hugmyndir kvikna
Í byrjun mánaðarins var kynning
á verkefnum þeirra aðila sem
sóttu Frumkvöðlasmiðju fyrir
atvinnuleitendur, en kynningin var
haldin í Eyvindarstofu á Blönduósi.
Vinnumálastofnun stóð fyrir
smiðjunni, ásamt Farskólanum,
miðstöð símenntunnar á
Norðurlandi vestra en leiðbeinandi
var G. Ágúst Pétursson.
Að sögn Ágústs fer mikil skapandi
vinna fram í Frumkvöðlasmiðjunni
og allir eru virkjaðir til að taka þátt
og hvattir áfram. Þar fær fólk leið-
beiningar um hvernig á að gera góða
heimasíðu með einföldum hætti, hanna
kynningarbæklinga, gera skoðana-
kannanir og fleira. Hann segir að
markmiðið sé að fólk öðlist meira
sjálfstraust og trú á sjálfu sér að loknu
námskeiði og sé þar með reiðubúnara
til að takast á við hin ýmsu verkefni.
Að þessu sinni var um að ræða þriggja
vikna námskeið en Ágúst hefur verið að
halda samskonar námskeið á vegum
Vinnumálastofnunar á Vesturlandi
og Símenntunarmiðstöðvarinnar á
Vesturlandi. „Ég hef haldið 14 frum-
kvöðlasmiðjur sl. þrjú ár og ég er
virkilega ánægður með afraksturinn að
þessu sinni. Þarna komu margar flottar
hugmyndir upp á yfirborðið. Ég tel að
þarna séu komnir allavega tveir ef ekki
þrír vísar að nýjum fyrirtækjum. Það
var ótrúlegt hve mikill árangur náðist á
svona skömmum tíma.“
Þátttakendur kynntu hugmyndir
sínar fyrir gestum og gangandi í
Eyvindarstofu og voru þær sex talsins.
Ein hugmyndin, þeirra Óla Laursen
og Gunnlaugu Kjartansdóttur, var
að stofna hestaleigu á Blönduósi,
Hestaleiguna Galsa, en engin slík er til á
svæðinu og er sá rekstur að fara af stað.
Önnur hugmynd voru Dagsbolir hans
Dags Bjarna Kristinssonar, og eru
áletraðir bolir fyrir hin ýmsu tilefni. Því
verkefni hefur þegar borist pantanir fyrir
Laxasetrið á Blönduósi. Einnig var til
kynningar hugmynd um ferðaþjónustu
á gistiskálanum Áföngum á Kjalvegi,
sem vakti mikla hrifningu viðstaddra.
Hugmyndasmiðurinn, Anna Aspar
Aradóttir, hefur sótt um rekstur skálans
og bíður svars um það hvort hugmynd
hennar fái að verða að veruleika.
Einn aðili vildi gera upp Hótel
Blöndu og annar vildi gera upp svæðið
umhverfis Brimslóð og gera það
aðlaðandi fyrir ferðamenn, ásamt því
að gera úrbætur á Hafnarsvæðinu.
Loks var kynning á E-A skarti,
sem er framleiðsla á skartgripum
með kínverskum og vestrænum
stjörnumerkjum. /BÞ
Gunnlaug Kjartansdóttir og Óli Laursen kynna hestaleiguna Galsa. Lengst til hægri er G. Ágúst Pétursson. Þátttakendur í Frumkvöðlasmiðjunni ásamt G. Ágústi Péturssyni.