Feykir


Feykir - 24.04.2012, Page 10

Feykir - 24.04.2012, Page 10
10 Feykir 16/2012 VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Heldur utan um Lífsins gæði og gleði Áskell Heiðar Ásgeirsson er í sýningarstjórn atvinnulífssýningarinnar Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði verður nú haldin í annað sinn helgina 28. – 29. apríl, í upphafi Sæluviku, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Atvinnulífssýning var síðast haldin fyrir tveimur árum við mjög góðar undirtektir, en að baki sýningum af þessu tagi býr mikill undirbúningur. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sveitar- félagsins er að öðrum ólöstuðum sá sem borið hefur hitann og þungann af því starfi, ásamt þeim Sigfúsi Inga Sigfússyni og Katrínu Maríu Andrésdóttur, sem eru með honum í sýningarstjórn. Feykir náði tali af Áskeli Heiðari á meðan undirbúningur sýningarinnar stóð sem hæst. „Það er búið að fylla upp í öll pláss og ég er mjög ánægður með það,“ segir Áskell Heiðar. Hann viðurkennir að í fyrstu hafi örlað á óvissu um þátttöku, þar sem sýningin hefur einungis verið haldin einu sinni áður og ekki komin meiri reynsla á hana. Fljótlega urðu þær áhyggjur þó að engu og allt stefnir í að sýningin verði ekki síður glæsileg en hún var árið 2010. Flestir þátttakendur eru hinir sömu og síðast en þó hafa 20 nýir aðilar bæst í hópinn. Marga sýnendur segir hann vera að stækka við sig og sumar hafa óskað eftir að fá sama bás og síðast, og jafnvel á sama stað. „Það sem mér þykir skemmtilegast við sýninguna í ár er hvað það er gríðarlega fjölbreyttur hópur sýnenda,“ segir Áskell Heiðar og telur upp að þarna verði einyrkjar, stofnanir, félagsamtök og fyrirtæki úr öllum geirum, s.s. iðnaði, verslun, þjónustu, handverki og menningarlífi. Svo mun sveitarfélagið kynna þá þjónustu sem það býður upp á. „Það var lagt upp með það frá upphafi að stilla verðskránni í hóf svo allir gætu verið með – sama lága verðið gildir fyrir alla,“ segir hann en sýningin er einmitt hugsuð til að hjálpa fólki og fyrirtækjum að koma sér á kortið. „Það kom upp eitt einstaklega skemmtilegt tilvik síðast. Einn sýnandi hafði samband við okkur á föstudeginum fyrir sýningu, en hann hafði stofnað fyrirtæki einungis nokkrum dögum fyrr. Svo var viðkomandi mættur á sýninguna til að kynna hið nýja fyrirtæki,“ segir Áskell Heiðar. Blæbrigðarmunur getur verið á sýningunum á milli ára eftir tíðaranda, að sögn Áskels Heiðars, líkt og síðast þá voru allir stjórnmálaflokkarnir með bása. Þá var að koma að sveitarstjórnarkosningum en það er ekki tilfellið nú og þeir því ekki með í ár. „Nú er hins vegar að koma að forsetakosningum og þá verður einn forsetaframbjóðandi á staðnum til að kynna sig og það mun vera Skagfirðingurinn Hannes Bjarnason.“ Áhugaverð og fjölbreytt málefni „Svo þegar fólk er búið að rölta um sýninguna getur það sest niður og fengið sér kaffi í þeim málstofum sem boðið verður upp á í Árskóla, en innangegnt verður á milli íþróttahússins og skólans,“ segir Áskell Heiðar en líkt og á atvinnulífssýningunni kostar ekkert inn á málstof- urnar. „Okkur langaði að nota tækifærið, þegar svo margt fólk kæmi saman í tengslum við sýninguna, að skapa umræður um fjölbreytt málefni sem snerta íbúa Skagafjarðar.“ Hann bætir við að málstofurnar hafi verið vel heppnaðar síðast en kynningin á þeim farið heldur fyrir ofan garð og neðan, en ákveðið var að gera bragarbót þar á þetta árið. Hver málstofa fjallar um ákveðið málefni og verða þar flutt fjögur til fimm 12-15 mínútna löng erindi. Fyrirlesarar eru bæði heimafólk og aðkomnir, þekktir og óþekktir, eins og hann orðaði það. „Þetta verður ósköp frjálslegt hjá okkur og verður fólk að flytja erindi nánast allan tímann sem sýn- ingin er opin og við viljum endilega að fólk líti við á ferð sinni um sýningarsvæðið.“ Áskell Heiðar segir Lífsins gæði og gleði ekki vera túristaviðburð heldur fyrst og fremst til að upplýsa íbúa, og auðvitað líka gesti, um allt sem í boði er í Skagafirði. Það mikla framboð á þjónustu og framleiðslu sem hér er og kannski að efla sjálfsmynd íbúa svæðisins í leiðinni. „Stór hluti af mínu starfi er að kynna fyrir utanaðkomandi aðilum hvað Skagafjörður hefur upp á að bjóða en nú langar okkur að sýna heimafólki hvað Skagfirðingar hafa upp á að bjóða,“ útskýrir Áskell Heiðar. „Mjög margir höfðu orð á því við mig eftir síðustu sýningu hve hissa þeir væru á því hve margt væri í boði og gróskan mikil.“ Þá segir hann að áætlað sé að um 3000 manns hafi heimsótt sýninguna árið 2010. Hugmyndina að sýningunni segir hann byggja á sambæri- legum sýningum sem voru haldnar hér víða um land á níunda áratugnum, þá kallaðar iðnsýningar. „Ég man eftir því að mér fannst þessar sýningar alltaf heillandi þegar ég var strákur. Ég fór til dæmis á eina slíka á Króknum á sínum tíma og aðra á Egilsstöðum en á þessum sýningum var boðið upp á allt á milli himins og jarðar,“ rifjar hann upp. Fjölbreytt lista- og menningarhátíð Sæluvikan verður sett á sunnudeginum á atvinnulífs- sýningunni en Áskell Heiðar segir meininguna allaf hafa verið að tengja þessa viðburði saman. Þannig styðja þeir við bakið hvor á öðrum, bæði hvað varðar aðsókn og fjölmiðlaumfjöllun, en líkt og síðast mun Rás 2 útvarpa beint frá sýningunni. „Viðburðirnir fara mjög vel saman. Á sýningarsvæðinu verður svið og mun setning Sæluvikunnar fara þar fram. Einnig mun fólk og félög sem taka þátt í sýningunni stíga á svið og vera með tónleika eða aðra viðburði.“ Sæluvikuna segir Áskell Heiðar standa á afskaplega gömlum merg og ná rætur hennar ein 130 ár aftur í tímann, til gömlu sýslu- nefndarfundanna, þó styttra sé síðan fór að ganga undir Sæluvikunafninu. „Á allra síðustu árum hefur Sælu- vikan þróast meira út í að vera fjölbreytt lista- og menningarhátíð þar sem félög og einstaklingar bera á borð það sem þau hafa fram að færa, nokkurskonar uppskeruhátíð menningarstarfsins,“ útskýrir hann. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að taka saman þessa viðburði, leiðbeina og halda utan um kynningarmálin. Sæluvikan byggist að miklum hluta á rótgrónum hefðum, t.d. frumsýnir leikfélagið að vanda leikrit á sunnu- deginum, kirkjukvöldið er á mánudeginum og svo fram- vegis, auk þess sem nýjungar bætast við á hverju ári. Sæluvikan er í eðli sínu mun meira eins og listahátíð en hefðbundin bæjarhátíð,“ segir hann í lokin.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.