Feykir - 24.04.2012, Side 11
Skagafjörður2012
Lífsins gæði & gleði
ATVINNA, MANNLÍF OG MENNING : SÝNING Á SAUÐÁRKRÓKI DAGANA 28.–29. APRÍL
Komdu í íþróttahúsið á Sauðárkróki helgina 28.–29. apríl og sjáðu hvað Skagafjörður hefur
upp á að bjóða í þjónustu, framleiðslu og menningu á glæsilegri sýningu
Félagasamtök, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðilar, framleiðendur.
Skemmtiatriði á sviði – Veitingar og ýmis konar varningur til sölu á staðnum.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Bjarni Jónsson, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar, munu setja atvinnulífssýninguna í íþróttahúsinu laugardaginn 28. apríl kl. 10:30.
Skagfirski kammerkórinn syngur nokkur lög við setninguna.
Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun setja Sæluviku Skagfirðinga á sama stað
sunnudaginn 29. apríl kl. 14:00. Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög við setningu Sæluviku.
Á sýningartíma verða fjölbreytt skemmtiatriði á sviði en þau verða kynnt nánar á sýningunni.
SÝNINGIN ER OPIN laugardag 28. apríl frá 10–17 og sunnudag 29. apríl frá 10–16
FRÍTT INN – allir hjartanlega velkomnir!
Málstofur í tengslum við sýninguna Skagafjörður 2012 – Lífsins gæði & gleði
Laugardagur 28. apríl 2012
Kl. 11:00–12:00
Þróun og tækifæri í iðnaði
Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri
atvinnumála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði
- Hvar er koltrefjaverksmiðjan?
Kristinn Hafliðason, verkefnisstjóri hjá
fjárfestingarsviði Íslandsstofu
- Möguleikar og tækifæri erlendra fjárfesta á
Íslandi
Stella Marta Jónsdóttir, viðskiptastjóri á
markaðs- og viðskiptaþróunarsviði Landsvirkjunar
- Tækifæri í uppbyggingu koltrefjaiðnaðar
Arinbjörn Clausen, verkefnastjóri á
rannsókna- og þróunarsviði Össurar
- Virkni koltrefjafóta
Kl. 13:00–14:00
Skagafjörður allt árið –
Fjölbreytni í ferðaþjónustu
Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við
ferðamáladeild Háskólans á Hólum
- Hestar og ferðamenn
Arngrímur Viðar Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Álfheima
- Gönguparadís fyrir ferðamenn framtíðarinnar
Arnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Markaðsskrifstofu Norðurlands
- Air 66°N klasasamstarf um eflingu á beinu
millilandaflugi inn á Norðurland
Svanhildur Pálsdóttir, formaður Félags
ferðaþjónustunnar í Skagafirði
- Gæði og þjónusta
Rósa María Vésteinsdóttir, frá klasasamstarfi
í fuglatengdri ferðaþjónustu í Skagafirði
- Bí, bí og blaka – klasasamstarf í fuglatengdri
ferðaþjónustu í Skagafirði
Kl. 14:00–15:30
Nýsköpun og þróunarstarf
í landbúnaði
Steinunn Anna Halldórsdóttir,
héraðsráðunautur, Leiðbeiningamiðstöðinni
- Landbúnaður í Skagafirði – tölfræðileg
samantekt og upplýsingar um landbúnað í
Skagafirði
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga
- Eitt skref enn
Gísli Einarsson, viðburðastjórnandi og
fréttamaður
- Landbúnaðartengdir viðburðir
Þráinn Freyr Vigfússon, meistarakokkur
- Gæðahráefni í nútímaeldhúsi
Eyþór Einarsson, héraðsráðunautur,
Leiðbeiningamiðstöðinni
- Nýsköpun í landbúnaði
Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal í Hegranesi
- Að vera bóndi í Skagafirði
Kl. 15:30–17:00
Rannsóknir og nýsköpun
– Verið vísindagarðar
Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri
Versins vísindagarða
- Verið vísindagarðar
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri á
líftækni- og lífefnissviði Matís
- Verðmætamyndandi og heilsueflandi
rannsóknir
Kristinn Ólafur Kristinsson, fiskifræðingur
hjá Veiðimálastofnun
- Veiðimálastofnun – hlutverk, starfsemi og
áherslur
Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri á sviði
vinnslu, virðisaukningar og eldis hjá Matís
- Matvælavinnsla mannlífið bætir
Almennar kynningar
samhliða málstofum á laugardegi,
frá kl. 13:00
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
- Á hvaða leið ert þú? Markmiðssetning
í eigin lífi.
Guðjón Hauksson og Pétur Ingi Björnsson,
sérfræðingar í tölvuöryggismálum hjá Fjölneti
- Að éta börnin sín. Áhrif fjölmiðlabyltingar og
netöryggi heimilanna.
Hjörtur Ágústsson frá „Evrópu unga fólksins“
- Ungt fólk í Evrópu – Hvaða möguleikar leynast
þar fyrir íslensk ungmenni?
• Kynning á þeim árangri sem náðst hefur með
Evrópu unga fólksins og hluta þeirra verkefna sem
styrkt hafa verið á Íslandi.
Margrét Björk Arnarsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi og situr í ráðgjafateymi Fléttunnar
- Fléttan – verkefni til að efla þjónustu við
langveik börn og börn með ADHD/ADD og
fjölskyldur þeirra
Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs
VIRK starfsendurhæfingarsjóðs
- Forvarnir og fjarvistastjórnun á vinnustað.
Árangur og ávinningur!
• Virkir starfsmenn – ánægðir starfsmenn – virkir
vinnustaðir
• Hvað kostar fjarvera frá vinnu? Er hægt að
minnka hana?
• Samstarf, sveigjanleiki og stuðningur
• Ráðgjafar VIRK í starfsendurhæfingu
Sjá dagskrá
sunnudags
í opnu