Feykir - 24.04.2012, Side 15
16/2012 Feykir 15
Uppbygging ljósmyndavefs
á vegum Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga, Söguseturs
íslenska hestsins og
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
hefur staðið yfir í nokkuð
langan tíma og hann
mun verða formlega
opnaður í Bóknámshúsi
Fjölbrautaskólans
miðvikudaginn 2. maí kl.
20:00. Unnar Ingvarsson
héraðsskjalavörður
Skagfirðinga sagði Feyki frá
tilurð Ljósmyndavefsins,
sérstöðu hans og innihaldi.
„Við höfum lengi velt
fyrir okkur birtingu á
ljósmyndum á netinu svo
almenningur eigi auðvelt
með að skoða ljósmyndirnar
sem við geymum. Á síðustu
árum hefur verið settur
aukinn kraftur í verkefnið,
sérstaklega eftir að fjármagn
fékkst til skönnunar og
skráningar frá Menningarráði
Norðurlands vestra, bæði
til héraðsskjalasafnsins og
Söguseturs íslenska hestsins
og síðan verulegt fjármagn frá
Ljósmyndavefur Skagfirðinga
Opinn öllum sem hafa
ánægju af ljósmyndum
ríkinu til héraðsskjalasafnsins
síðastliðin tvö ár. Þá hefur
Sveitarfélagið stutt vel við verk-
efnið enda hefur það hentað
ágætlega sem átaksverkefni
fyrir fólk, sem hefur ekki haft
atvinnu,“ segir Unnar.
Ljósmyndum hefur verið
safnað skipulega á vegum
Sögufélags Skagfirðinga
og síðar Héraðsskjalasafns
Skagfirðinga frá árinu 1937.
Þannig segir Unnar að ýmislegt
hafi safnast, og það sem er
ekki síður mikilvægt, þá eru
flestar myndirnar sem safnið
varðveitir nafngreindar. „Ég
held að það sé nánast einstakt
hversu mikið hefur verið gert
af því að reyna að nafngreina
myndir og átta sig á myndefni,“
segir Unnar.
Hundruð þúsundir
ljósmynda
„Við vitum í raun ekki
hversu mikið af ljósmyndum
eru geymdar hjá þessum
þremur aðilum. Þær eru að
minnsta kosti 300.000 og
verður aðeins hluti þeirra
birtur á ljósmyndavefnum.
Þar kemur margt til m.a.
höfundarréttarmál. Vefurinn
verður opnaður með um
15.000 myndum og fljótlega
munu bætast við einhverjir
tugir þúsunda,“ útskýrir
Unnar.
Meðal þess sem nú verður
birt eru myndasöfn sem
varðveitt eru í héraðsskjala-
safninu og ná yfir allt landið,
ljósmyndir Páls Jónssonar,
sem Örlygur Hálfdanarson
bókaútgefandi gaf til safnsins og
einstakt safn Brunos Schweizer
sem afkomendur hans afhentu
fyrir milligöngu Örlygs. Þá
má nefna brot af myndasafni
Kristjáns C. Magnússonar sem
er að mestu frá Sauðárkróki og
hluti af myndasafni Feykis sem
Þórhallur Ásmundsson fyrrum
ritstjóri gaf til safnsins. „Síðan
er hluti af myndum fyrstu
ljósmyndaranna á Sauðárkróki
birtur, þannig að við gefum
smá innlit inn í myndasafnið.
Sveitarfélagið Skagafjörður
birtir um 1200 myndir sem
teknar hafa verið af ýmsum
atburðum síðustu 10 ára og
Sögusetrið birtir um 4000
myndir af íslenska hestinum
og ýmsum viðburðum honum
tengdum,“ segir Unnar.
Ljósmyndavefurinn verður
öllum opinn og kostar ekkert
að nota hann sem slíkan. Hins
vegar segir Unnar notkun
myndanna ekki heimil nema
með leyfi viðkomandi aðila og
greiða verður fyrir notkunina
á myndunum. „Við vonum
að fólk hafa ánægju af því að
skoða myndirnar og geti nýtt
sér þær með einum eða öðrum
hætti. Við erum að stíga fyrstu
skrefin. Smátt og smátt verður
vefurinn viðameiri og auknar
upplýsingar verða birtar um
hverja mynd. Við vonum líka
að fólk hjálpi okkur að greina
myndir eða leiðrétta villur, en
auðvitað er talsvert af villum
í svona grunni, annað er
óhjákvæmilegt,“ segir Unnar.
Sem fyrr segir verður
vefurinn formlega opnaður
miðvikudaginn 2. maí kl.
20:00. „Þá verður dagskrá
í Bóknámshúsi Fjölbrauta-
skólans þar sem við fáum
góða gesti og ætlum að
fjalla um gamlar myndir frá
ýmsum hliðum. Þar eru allir
velkomnir, sem vilja fræðast
um gamlar ljósmyndir,“ segir
Unnar í lokin.
Hægt verður að komast
inn á vefinn með því að
fara í gegn um heimasíðu
héraðsskjalasafnins: www.
skagafjordur.is/skjalasafn. /BÞ
Jónas Björnsson á Hólabaki í Þingi Hún. með hestinn Rauð undir böggum. Hundurinn Kjammi mænir
á húsbónda sinn. Myndin er tekin árið 1936.
Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra hefur verið í
fararbroddi iðnmenntaskóla
á landsbyggðinni og boðar
enn meiri fjölbreytni í námi
á komandi haustönn. Feykir
sendi Ingileif Oddsdóttur
nokkrar spurningar.
Hvernig hefur fyrsti vetur
þinn sem skólameistari lagst
í þig? Eitthvað sem hefur
komið á óvart? -Að mínu mati
er starfið mjög skemmtilegt
og krefjandi en það er einmitt
það sem ég átti von á. Það
sem hefur kannski komið
skemmtilega á óvart er hversu
mikinn velvilja við finnum hjá
fyrirtækjum og atvinnulífinu
almennt, bæði á Norðurlandi
vestra og víðar. Samstarf við
atvinnulífið hefur aukist mikið
í vetur og við erum að vinna
að ýmsum nýjungum með
fjölmörgum fyrirtækjum og
stofnunum.
Hvernig hefur hið nýja
Hátæknimenntasetur reynst
og hver er framtíðarsýn
þess? Með tilkomu Hátækni-
menntasetursins hefur skólinn
skapað sér ákveðna sérstöðu.
Fyrirtæki eru þegar farin
að sækjast eftir formlegu
samstarfi við skólann, þar
sem mikil þörf er fyrir fólk
með þekkingu á tölvustýrðum
iðnvélum.
Nemendum við Árskóla
hefur um margra ára skeið
staðið til boða kynning á
iðnnámi við skólann. Í vetur var
nemendum utan Sauðárkróks
í fyrsta skipti boðið upp á
slíka kynningu. Yfir fjörtíu
grunnskólanemendur frá
Varmahlíð, Húnavöllum,
Blönduósi og Skagaströnd
sóttu kynninguna og er óhætt
að segja að kynningin hafi hitt
í mark. Ljóst er að framhald
verður á þessu verkefni á næsta
skólaári.
Starfræna smiðjan (FabLab)
hefur líka sannað gildi sitt. Með
því að tengja verknámsdeildir
skólans og smiðjuna hafa
skapast óendanlegir mögu-
leikar sem við höfum verið
að vinna með. Þar má, meðal
annars, nefna svokallaða
frumkvöðlasmiðju sem við
erum að fara af stað með.
Skólinn mun í framtíðinni geta
tekið á móti frumkvöðlum
alls staðar af landinu. Þeir geta
komið hingað og unnið að
hugmyndum sínum enda allar
aðstæður fyrir hendi. Reyndar
höfum við þegar tekið á móti
nokkrum frumkvöðlum það
sem af er vetri. Þá höfum við
verið að vinna að hugmyndum
um hönnunarbraut þar sem
allar deildir Hátæknimennta-
setursins, ásamt stafrænu
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Nýjungar á haustönn
smiðjunni, munu nýtast.
Nú hefur verið boðið upp á
kvikmyndanám í vetur hjá
FNV. Verður framhald á því?
-Síðastliðið haust hófst kennsla
í kvikmyndagerð í samstarfi við
Skottu kvikmyndafjelag. Í vetur
hafa 26 nemendur stundað
nám í kvikmyndagerð. Skólinn
sótti um leyfi hjá Mennta- og
menningarmálaráðuneytinu
fyrir námsbraut í kvikmynda-
gerð síðastliðið haust. Nú er
að störfum nefnd á vegum
ráðuneytisins sem mun marka
stefnu varðandi nám í kvik-
myndagerð á Íslandi. Við
munum væntanlega fá svör
þegar nefndin hefur lokið
störfum en höfum fullan hug
á því að halda áfram með þetta
nám. Aðstæður fyrir námið
eru allar fyrir hendi hér í
firðinum. Þessa dagana vinnur
skólinn, Kvikmyndafjelagið
Skotta og fleiri aðilar að
stofnun Kvikmyndaakademíu
Skagafjarðar. Við sjáum fyrir
okkur að miðstöð kvikmynda-
gerðar á landsbyggðinni eigi
heima hér í Skagafirði.
Er eitthvað nýtt á döfinni á
haustönn? Skólinn hefur gert
samstarfssamning við hár-
snyrtistofu á Sauðárkróki og
vonumst við til að geta farið
af stað með hársnyrtinám í
haust. Þá munum við byrja
nám í plastiðnum, með
námskeiðahaldi næsta haust.
Skólinn er einnig að vinna að
því að nemendur geti hafið
nám á Afreksíþróttabraut
næsta haust í tengslum við
stofnun körfuboltaakademíu
hér í bæ. Við höfum einnig
verið að skoða möguleika
á listnámi í náinni framtíð,
með áherslu á sérstöðu okkar
svæðis. Þá var nýlega haldinn
fundur á Blönduósi um starfs-
menntun og þar komu fram
óskir atvinnulífsins um nám
tengt matvælavinnslu og ferða-
mennsku. Við höfum þegar
hafið samvinnu við fyrirtæki
í matvælavinnslu til að skoða
málið frekar.
Eitthvað sem þú vilt koma
á framfæri? -Ég vil fyrst
og fremst þakka frábæru
starfsfólki skólans fyrir gott
samstarf í vetur. Metnaðarfullt
og gott skólastarf byggir á góðu
starfsfólki. Þá vil ég þakka
fyrirtækjum og stofnunum
sem við höfum unnið með í
vetur fyrir gott samstarf og
mikinn velvilja. /PF