Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 19/2012 „Það er gaman að geta skilað reflinum af sér sem þakkarvotti til héraðsins sem hefur fóstrað mig og mitt fólk í gegnum aldirnar,“ segir Jóhanna en hún er sauðfjárbóndi á Akri í Húnavatnshreppi, ásamt eiginmanni sínum Gunnari Rúnari Kristjánssyni. Jóhanna er fædd og uppalin á Akri en foreldrar hennar, Pálmi Jónsson fv. alþingismaður og Helga Sigfúsdóttir húsfreyja, ráku þar sauðfjárbú á undan þeim Gunnari sem tóku við búinu árið 1997. „Ég fæddist með sauðhaus,“ segir Jóhanna og hlær og útskýrir að það séu þeir gjarnan nefndir í hennar fjölskyldu sem áhuga hafa á sauðfjárrækt. Það má segja að sauðkindin sé nokkurs konar rauður þráður í lífi Jóhönnu en auk þess að vera alin upp á sauðfjárbúi og vera sjálf sauðfjárbóndi hefur hún jafnframt kennt ullariðn við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 1990. „Eftir að við lukum námi í Danmörku fluttum við á Hvanneyri,“ segir Jóhanna en hún og maður hennar dvöldu í Kaupmannahöfn í sjö ár. Þar lagði hann stund á hagfræði en hún lærði handavinnukennslu í Håndarbejdes Fremmes Seminarium, með útsaum að sérsviði og öðlaðist þar kennsluréttindi á fram- haldskólastigi. „Þegar ég kom á Hvanneyri var verið að undirbúa kennslu í ullariðn sem valfag við Bændaskólann, eins og hann var þá kallaður, og ég var fengin til þess að byggja upp fagið og koma því á laggirnar,“ segir Jóhanna en frá þeim tíma hefur hún kennt á sjöunda hundrað nemenda að fullvinna ullina frá grunni. „Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt að kenna öllu þessu fólki.“ Jóhanna segir að það þyki afar sérstakt og öfundsvert að boðið sé upp á slíka kennslu við landbúnaðarháskóla hér- lendis. Þá var hún einnig verkefnisstjóri fyrir Ullarselið á Hvanneyri í þrjú ár sem var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi. Ullarselið er handverkshús og gallerí rekið af Vestlendingum sem hafa áhuga á ullariðn og þar eru gömul vinnubrögð viðhöfð. Hugmyndapúslin smella saman Jóhanna lætur sér málefni samfélagsins varða og hefur alla tíð verið mjög virk í félagsmálum. „Ég hef alltaf haft þá stefnu að það sé ekki nóg að sitja við eldhúsborðið og þusa við kaffibollann sinn. Það er meira uppbyggjandi og gaman að taka þátt en að vera reiður heima hjá sér,“ segir Jóhanna en hún var varaþingmaður Norðvestur kjördæmis til fjögurra ára. Auk þess hefur hún setið í hreppsnefnd Húnavatnshrepps frá árinu 1998, fyrst í gamla Torfalækjarhreppi áður en sameining hreppanna varð árið 2006 og var varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda um sex ára skeið. „Undanfarin ár hefur mig langað að vinna meira með kunnáttu mína í útsaum,“ segir Jóhanna aðspurð um hvenær hugmyndin um refilinn fór að bærast innra með henni. Hún lýsir byrjuninni sem einhverskonar púsluspili þar sem hlutar þess fóru sífellt að taka á sig skýrari mynd sem varð loks að raunveruleika. „Ég hef alltaf verið svolítið heilluð af sögunni, sérstaklega okkar Húnvetninga og Vatnsdælu,“ segir Jóhanna en jafnframt að Setið og saumað í refilinn. Í Kvennaskólanum á Blönduósi geta ungir sem aldnir markað spor sín í söguna, í orðsins fyllstu merkingu, en þar er verið að sauma Íslendingasöguna Vatnsdælu á refil. Blaðamaður Feykis leit inn í bjarta og hlýlega stofu Kvennaskólans sem geymir refilinn og hitti fyrir Jóhönnu Erlu Pálmadóttur en hún er hugmyndasmiðurinn á bakvið þetta metnaðarfulla og spennandi verkefni. Vatnsdæla á refli Spor í söguna VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.