Feykir


Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 28/2012 Nú styttist í það að unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi 2012 verði sett en hún hefst miðvikudaginn 25. júlí. Dagskráin er spennandi fyrir alla en allskyns íþróttir og tónlistarflutningur verður áberandi þáttur hátíðarinnar. Útvarp Unglist verður starfandi og fer í loftið mánudaginn 23. júlí á Fm 103,7. Hægt er að nálgast dag- skrána á rafrænu formi á Norðanátt.is og að sjálfsögðu er Eldurinn kominn á Fésbók- ina. Dagskrá Elds í Húnaþingi 2012 Miðvikudagurinn 25. júlí ein- kennist af opnunarhátíðinni og tónlistarveislu í Hvammstanga- kirkju. Fimmtudaginn 26. júlí er leikja- dagur á Mjólkurstöðvartúninu, listasýning, sirkusnámskeið, borð- tennis, skotbolti, fjallaskokk, dómurum í hverfakeppni mútað, tónleikar í Óríon með ÚlfurÚlfur, Melló Músíka og svo tónleikar í Félagsheimilinu Hvammstanga með Lovely Lion og ÚlfurÚlfur. Föstudaginn 27. júlí verður förð- unarnámskeið, heimsmeistaramót í Kleppara, tónleikar í Kirkju- hvammi með Miðtúnsbandinu, Ásgeir Trausti og Ylja í Borgarvirki og Jet Black Joe og Bedford Splinters í Félagsheimilinu Hvammstanga. Lokadagur hátíðarinnar, laugar- dagurinn 28. júlí, er sannkall- aður fjölskyldudagur með sápurennibraut í Tomma-brekkur, fjölskyldudagskrá á Bangsatúni, fyrirtækjakeppni, sápubolta á Mjólkurstöðvartúninu og fótbolta- leik í Kirkjuhvammi. Um kvöldið verða svo dansleikir með Buff í Félagsheimilinu Hvammstanga. /PF Frá Eldi í Húnaþingi sumarið 2010. ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Karl Jónsson / trommari Myndi frekar tromma í sturtunni en syngja Karl Jónsson, eða bara Kalli Jóns, ólst upp í syðri bænum á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Hólaveginum og nágrenni. Hann býr nú heldur utar í bænum. Hljóðfærið hans Kalla eru trommur en hann lék reyndar á trompet í 5 ár. Hann er fæddur árið 1969. Helstu tónlistarafrek: Hljóm- sveitirnar Bad Boys, Metan og Herramenn. Síðar ýmis tónlistarverkefni á Ísafirði, m.a. stórsýningin Those Were the Days og síðar Hljómsveitin Eidís, sem sérhæfði sig í 80’s ballprógrammi. Svo átti ég ógleymanlega stund með Bakarasveitinni, á útgáfutónleikum Róberts bakara, það var virkilega skemmtilegt verkefni, sem ég æfði lengi fyrir. Uppáhalds tónlistartímabil? 80’s …….. nema hvað! Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Coldplay finnst mér svakalega flottir, Keane sömuleiðis og öll þessi frábæru íslensku bönd sem eru að gera góða hluti. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Pabbi hlustaði mikið á klassík og ég ólst talsvert upp við það sem og gömul og góð íslensk sönglög. Mínar stundir við viðtækið voru þegar Lög unga fólksins voru og hétu. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta LP platan, var Greatest Hits með Blondie. Fyrsti CD-inn var Still Got the Blues með Gary Moore. Hvaða græjur varstu þá með? Ég átti forláta Sony combo-græju sem ég fékk í fermingargjöf frá foreldrum mínum og við hana var tengdur Marantz plötuspilari sem ég keypti mér fyrir fermingarpeningana. Þegar fyrsti diskurinn var keyptur átti ég ferðaspilara, Sony, sem tengdur var við Pioneer græjur. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Syng aldrei upphátt af tillitssemi við heimilisfólkið, en inni í mér syng ég ýmislegt. Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt. Wham! eða Duran? 50/50, ég er svo líbó. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? Mörg prýðislög komið úr Júróvisjón. Ég lifi í draumi eftir Eyfa Kristjáns finnst mér eitt það flottasta úr íslensku keppninni. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Ég myndi byrja á Eagles Farewell tour tónleikunum á meðan fólk væri að koma sér í gírinn en um miðbikið færi heimasmíðaður 80’s partýdiskur að rúlla, á honum eru margir gullmolar frá þeim tíma. Seinni hlutinn væri svo helgaður meira rokki; Big Country og Van Halen og 2-3 lög af The Unforgettable Fire með U2. Partýinu myndi svo ljúka með tónleikaútgáfu Comfortably Numb með Pink Floyd. Kannski myndu ekki allir komast í stuð við þetta, en ég alla vega! Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Ég myndi byrja á því að fara í bakaríið og kaupa rúnstykki og setja svo diskinn með bakaranum í græjurnar í eldhúsinu. Einstaklega þægilegur diskur, rétt eins og maðurinn sjálfur, silkimjúkur. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Pottþétt á Pink Floyd tónleika, kannski bara í Earls Court, eða í Feneyjum. Ætli ég myndi ekki bjóða Bogga Reynis með mér. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Nick Mason, trommara í Pink Floyd, taka eina tónleika úr Pulse eða Delicate Sound of Thunder túrunum. Hef stundum spilað með þessum tónleikum á settið í kjallaranum þegar ég er einn heima. . Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Öss, þessi er rosalega erfið. Margar frábærar plötur koma í hugann að mínu mati. Mínar uppáhalds síðan í den eru Steeltown með Big Country, 1984 með Van Halen, Making Movies með Dire Straits. Svo náttúrlega Dark Side of the Moon með Pink Floyd, ég gæti haldið endalaust áfram. Annars legg ég mig eftir því að eignast dvd-diska með hljómsveitum á tónleikum. Þar komast fáir með hælana þar sem Pink Floyd hefur tærnar, nema kannski U2 og Farewell túrinn með Eagles eru flottir tónleikar. ( LJÓÐ ) Rúnar Kristjánsson Ort um hina einu og sönnu Blönduós-gæs Blönduósgæsin hring um háls hefur lengi borið. Megi hún áfram fljúga frjáls, finna bæjarvorið. Hún á Ósinn mætir með miklum vængjaslætti. Þar er tryggðin sýnd og séð, sönn að gildi og mætti. Líður hún um loft með þrá, langflugs hæfni nýtur. Uns hún bökkum Blöndu á blessun lífsins hlýtur. Meðan sumar glæðir greitt glitið sólarbjarta, Berst með gleði í brjósti eitt Blönduósgæsar hjarta. Það var hörkuleikur á Sauðárkróksvelli þegar Drangey tók á móti toppliði Magna frá Grenivík í 3. deildinni í síðustu viku. Leikurinn var hin besta skemmtun en þegar upp var staðið skiptu liðin stigunum á milli sín, lokatölurnar 0-0. Dómari leiksins, Marinó Þorsteinsson, fór mikinn í leiknum en hann dæmdi löglegt mark af Drangey, var of snöggur að flauta útspark en leikmaður Drangeyjar kom boltanum fyrir markið áður en hann fór aftur fyrir og heimamenn skoruðu – en markið semsagt dæmt af. Í blálokin dæmdi hann síðan vítaspyrnu á Bjarka Árna vegna hættusparks en eftir mótmæli leikmanna Drang- eyjar skipti hann um skoðun og dæmdi óbeina auka- spyrnu. Drangey er með 12 stig eftir 9 leiki en lið Magna er enn ósigrað í deildinni, hefur unnið 5 leiki og gert 4 jafntefli. Í kvöld sækir lið Drangeyjar KB heim og verður leikið á Leiknisvelli. /ÓAB 3. deildin í knattspyrnu Jafntefli hjá Drangey og Magna Erum með vörur fyrir skíða- og skotmanninn Kíkið á okkur á Facebook Blönduósi Sími 848 2760 Eldur í Húnaþingi dagana 25. - 28. júlí Spennandi dagskrá

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.