Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 29/2012 Hrund Jóhannsdóttir er frá Gauksmýri í Línakradal og Hildur Kristjánsdóttir úr Reykjavík en hefur verið starfandi á Gauksmýri í mörg ár, þannig að hún þekkir svæðið ágætlega. Eins hafa þær stöllur verið saman í Háskólanámi. En hvernig skyldi það hafa komið til þær urðu verkefnisstjórar Elds í Húnaþingi? -Það var haft samband við mig upphaflega, segir Hrund. -Ég er mikið að vinna á Gauksmýri á sumrin og ég treysti mér ekki til að taka þetta verkefni að mér ein vegna vinnu þannig að ég fékk Hildi til að vera með mér, segir Hrund og bætir við að þær hafi verið saman í ferðamáafræði við HÍ. - Svo var ég að læra við- burðastjórnun á Hólum þannig að þetta hentaði ágætlega. Fá smá reynslu út úr þessu, segir Hildur. Þær vinkonur segja að vel hafi gengið að fá fólk til að taka þátt í verkefninu og allir boðnir og búnir til að leggja hönd á plóg. -Það gekk bara mjög vel. Þetta er í níunda skiptið sem hátíðin fer fram svo það er komin hefð á hana og hún skipar mjög stóran sess hér í samfélaginu og allir bíða spenntir eftir henni. Það er ekkert mál að fá fyrirtæki og fólk á svæðinu til að taka þátt og fyrirtækin styrkja myndar- lega við hátíðina. Það leggjast allir á eitt að gera þetta að veruleika og það hefur bara gengið mjög vel. Mörg fyrirtæki sem hafa styrkt hátíðina vilja halda sínu áfram. Til dæmis bakaríið hefur gefið pylsubrauð eða eitthvað álíka og þau vilja bara halda því áfram þannig að það er ekkert mál að halda sömu styrkjum áfram, segir Hrund og að hennar mati gefur þessi hátíð svæðinu mikinn lit á þessum tíma. Hátíðin hefur verið kölluð unglistarhátíð og kemur það til vegna upprunans en hátíðin hófst upphaflega með því að ungt fólk tók sig saman og vildi gera eitthvað skemmtilegt og þemað varð listviðburðir. Fólk í Húnaþingi vestra kemur fram í mörgum atriðum sérstaklega tónlistaratriðum. -Það verða „Pop up“ tónleikar sem við köllum svo en þá eru nemendur tónlistarskólans að poppa óvænt upp í ýmsum fyrir- tækjum og viðburðum í bænum. Við erum líka með listasýningu þar sem bara Húnvetningar eða þeir sem tengjast svæðinu á einhvern hátt taka þátt. Og ekkert endilega ungt fólk en allt tengist þetta listsköpun, segir Hrund. Hildur tekur undir og segir hátíðina hafa þróast í gegnum árin þannig að stærri hljóm- sveitir koma og spila og alltaf listayfirbragð yfir þessu. – Á Jet Black Joe tónleikunum verður upphitunarband héðan frá Hvammstanga og í Borgarvirki hitar Ásgeir Trausti upp fyrir hljómsveitina Ylju en hann hefur verið að slá í gegn á tónlistarsviðinu. Hann er héðan af svæðinu og leikur í hljóm- sveitinni Lovely Lion sem mun hita upp fyrir skagfirsku hipp- hopp hljómsveitina Úlfur Úlfur sem leikur á fimmtudagskvöld, segir Hildur og bendir á að oft sé svona tenging við svæðið. -Það er mikið af hæfileika- ríku fólki á svæðinu og gaman að sjá hvað allir eru ófeimnir við að koma fram og koma sér á framfæri. Það eru margir sem eru að stíga sín fyrstu skref og prófa að syngja eða gera hvað sem er. -Þá eru á fimmtu- dagskvöld tónleikar í Félags- heimilinu og kallast Melló músika en þar verður kósý stemning, róleg tónlist og kertaljós og er aðgangur ókeypis. Tónleikar í Borgarvirki Dagskrá Eldsins er fjölbreytt og glæsileg en óhætt má segja að sá viðburður sem vekur hvað mesta athygli hverju sinni eru tónleikarnir í Borgarvirki sem haldnir eru á föstudagskvöldinu. –Já, það bíða allir spenntir eftir VIÐTAL Páll Friðriksson Eldur í Húnaþingi Nú þegar Feykir er kominn út hefur Hvammstangi klætt sig í sparifötin og bærinn skreyttur hátt og lágt eins og tíðkast á bæjarhátíðum landsins. Tilefnið er Eldur í Húnaþingi. Hátíðin hófst formlega í gær miðvikudag er hinn eini sanni eldur var tendraður en hann er mark þess að hátíðin sé hafin. Hrund Jóhannsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir eru verkefnisstjórar hátíðarinnar og settust þær hjá blaðamanni Feykis og ræddu um hvað búast má við á Eldinum að þessu sinni. Mikið fjör framundan Þær Hrund og Hildur voru spenntar fyrir hátíðinni Eldur í Húnaþingi og voru bjartsýnar á að veðurguðirnir yrðu þeim hliðhollir enda mikið fjör í Húnaþingi þessa dagana.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.