Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 8

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 8
8 Feykir 29/2012 Yndislegir heilarar og yndislegt fólk Dýrðardagar verða haldnir í annað sinn frá 14. til 19. ágúst á Hótel Húnavöllum en þeir eru settir upp fyrir þá sem vilja hvílast, njóta samveru og byggja sig upp andlega og líkamlega í fallegu og rólegu umhverfi. Að sögn aðstandenda Dýrðardaga er aðstaðan frábær á Húnavöllum til að slaka á og njóta. Dagskráin er fjölbreytt en á hverjum degi er boðið upp á göngu eða sund fyrir morgunmat, þá tekur við hugleiðsla og svo einkatímar eða frítími fyrir hádegisverð. Eftir hádegi eru eitt til tvö stutt námskeið og seinnipartinn eru aftur einkatímar eða farið út að njóta náttúrunnar. Náttúruvera verður leitað í nágrenni hótels- ins sem er mikil upplifun, farið í Borgarvirki að hugleiða, og einnig verða Vatnsdalshólar heimsóttir þar sem fjallað verður um sögu, jarðfræði og náttúruvætti ásamt því að hugleiða. -Allir þátttakendur Dýrðar- daga fara í heilunartíma sem er innifalinn í verðinu, og svo er fjöldi einkatíma í boði sem greitt er sérstaklega fyrir. Í boði er til dæmis nudd, kristalla- heilun, svæðanudd, teiknimiðl- un, spámiðlun, hjartaheilun, hrifkjarna tími og fleira. Einnig verða englaspil og orkusteinar til sölu. Vinnuhópurinn saman- stendur af frábærum og reyndum einstaklingum, en gaman er að segja frá því að við höfum fengið heimafólk til liðs við okkur og eigum von á að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum. Stella Guðbjörnsdóttir nuddari á Hvammstanga býður upp á nudd, svæðanudd, höfuð- beina og spjaldhryggsjöfnun, orkusviðsmeðferð og blóma- dropameðferð. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir verður einnig með okkur og býður hún upp á teiknimiðlun, heilun og heil- unarmyndir, ásamt því að bjóða námskeið í jurtatínslu, segir Hrönn Friðriksdóttir spámiðill en hún og Alma Hrönn Hrannardóttir viðskiptafræð- ingur, heilari og spámiðill standa að Dýrðardögum. Dýrðardagar byrja á þriðjudagskvöldi og standa til hádegis á sunnudegi. Þátttaka kostar aðeins 35.000 krónur og er gisting, morgunmatur, há- degisverður og kvöldmatur, dagskráin og heilunartími inni- falinn í verðinu. Heimafólk getur komið í styttri tíma eða sótt sér einkatíma á Dýrðar- dögum. Hrönn hefur starfað sem spámiðill frá árinu 2000 og heldur ýmis konar námskeið um andleg mál auk þess að halda utan um þróunarhópa. Alma hefur verkefnastjórnun að aðalstarfi en heldur námskeið með Hrönn og vinnur einnig við heilun og spámiðlun. /PF Nánari upplýsingar er að finna á facebook.com/dyrdardagar, eða í tölvupósti dyrdardagar@gmail.com og hjá Hrönn í síma 861-2505 eða Ölmu í síma 695-5585. Dýrðardagar á Húnavöllum Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Stefán Haraldsson bóndi í Víðidal í Skagafirði sem er höfundur að fyrstu vísunum að þessu sinni. Þrátt fyrir að vera kominn á elliár biðlar Stefán til dísar sem hann þekkir vel og yrkir svo. Andagiftin óðum þver allt er hulið sjónum mínum. Ljóðadísin ljáðu mér lítinn neista úr glæðum þínum. Í ferð sem eldriborgarar í Skagafirði fóru nýlega í Norðurfjörð á Ströndum varð þessi til hjá Stefáni. Enn á ný er ýtt úr vör ekkert flýja megum. Golan hlýja greiðir för geisli í skýjateygum. Lagleg hringhenda þar á ferð hjá Stefáni. Ljúkum þessu góða innleggi frá Stefáni með annari snilldar hringhendu sem ort er á vordögum. Vorið bjarta vekur þrá vermir hjarta rætur. Sólin skartar öllu á engar svartar nætur. Aðeins hefur vantað upp á gleðskap líðandi stundar í Víðidalnum er Bjarni frá Gröf orti svo. Öli hresstur ekki sést eins og prestur breyti. Nú er flest sem fannst mér best farið að mestu leyti. Stundum er talað um að skáld fái lítinn arð af sinni framleiðslu. Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík yrkir svo. Margur græðir aldrei á andans fræðum sínum. Öðrum þræði aðrir fá arð af kvæðum mínum. Bragi Jónsson frá Hoftúnum hugsar til æskustöðvanna og yrkir svo fallega. Fjarlægðin þó finnist mér fegurð mesta geyma. Sannast það að ætíð er allra fegurst heima. Víða fósturfoldar mér fegurð birtist sýnum. Sveitin mín þó ávallt er efst í huga mínum. Kunnur er næsti höfundur okkur hér í Svartárdalnum. Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli yrkir svo. Dagsins striti frá ég flý fegin öllu að gleyma. Ef að daglangt dvel ég í dölunum mínum heima. Adolf J. Petersen virðist ekki vera á sama máli í næstu vísu. Vísnaþáttur 575 Er í sjóði ei hjá mérunaðs hróður finna.Enga glóð af ást ég ber til æskuslóða minna. Freistast næst til að birta þessa kunnu glæsilegu hringhendu Sigurðar Breiðfjörð. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Sennilega hefur hin langþráða rigning verið komin er, að mig minnir, Tryggvi Emilsson orti svo laglega hringhendu. Dynur á stræti dropaslag dals og vætir kinnar. Hreinsar nætur, heiðir dag hugann bætir innar. Í hugum margra sem eldri eru ljómar oft frá liðnum dögum. Minnir að Halla Loftsdóttir sé höfundur að þessum. Er minn hugur horfinn stig hvarflar leiðir sínar. Vilja stundum verma mig vonirnar brostnu mínar. Þeim á brautum brosir margt blikið helgra dóma. Skinið er svo skírt og bjart að skuggarnir sjálfir ljóma. Held endilega að næsta vísa sé eftir hinn kunna hagyrðing Teit Hartmann sem mun hafa blótað Bakkus talsvert á lífsins leið og ort margar snjallar vísur. Allir tosa inn í heim erfða synda poka. Fortíð manna fylgir þeim Fram til æviloka. Fyrr en varir feigðagrip fast að kverkum herðir. Ónýtast í einum svip allar ráðagerðir. Áfram yrkir Teitur. Margan eltir ærurán uns hann liggur dáinn. En bætt er fyrir brigsl og smán með blómsveigum á náinn. Gaman hefði verið að rifja upp fleiri góðar vísur. Verðum samt að hætta og kveðja með þessari ágætu vísu Jóns Rafnssonar sem ég skil reyndar ekki fyrir víst og er þá að spá í þær kenningar sem hann notar. Vinarkveðja að vonum hér verður blandin trega. Menjaþöll og mækjager minnast ákaflega. Bið ykkur að vera sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.