Feykir


Feykir - 21.03.2013, Síða 10

Feykir - 21.03.2013, Síða 10
10 Feykir 11/2013 Árshátíð Grunnskólans að Hólum Fullt hús á Ávaxtakörfunni UMSJÓN berglindth@feykir.is Árshátíð Grunnskólans að Hólum var haldin við húsfylli síðastliðið föstu- dagskvöldið en þá settu nemendur 1.-7. bekkjar skólans á svið leikritið Ávaxtakörfuna. Að sögn Árna Gísla Brynleifssonar starfsmanns við skólann var það mat fólks að nemendur grunnskólans hafi staðið sig frábærlega. Eftir frábæran leik og söng krakkanna stóð foreldrafélagið fyrir kaffi og kökuveislu. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans vilja þakka öllum sem lánuðu hluti/föt eða komu með einhverjum hætti að sýningunni. Rósa María Vésteinsdóttir tók meðfylgjandi myndir. Ávaxtakarfan er sígilt leikrit um yfirgangssemi og einelti sem á hvergi að líðast, ekki heldur í ávaxtakörfunni. 08/2013 Hipp og kúl í hálstauinu! Tískudíva seinasta dálks, hún Rita Didriksen, benti Fröken Fabjúlöss pent á það að Auður Aðalsteinsdóttir lumaði á nokkrum mjög svo áhugaverðum hillum í sínum fataskáp og var Frökenin ekki lengi að stökkva til og góma hana Auði í smá fataskápafikt. En hvað er það svo sem Ritu er hjartfólgnara en annað innan veggja fataskápsins? Auður er Akureyringur sem á rætur sínar að rekja í nokkrar áttir, þar á meðal til Hafnarfjarð- ar og Skotlands. Hún fluttist á Krókinn árið 1997 frá Svíþjóð þar sem hún hafði verið búsett í 9 ár. Hvað er það svo í fataskáp Auðar sem á hug hennar, hjarta og sinni þessa dagana? - Það sem er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana er hálstau sem ég keypti á Akureyri í versluninni Sirku á Skipagötunni. Það er hannað af listakonu sem heitir Ríkey og er m.a unnið úr dúkum og blúndum... mjög skemmtilegt. Best er að vera í einlitri flík undir svo hálstauið njóti sín sem best. Annars er skemmtilegt að segja frá því að hún Auður er mikill listunnandi og safnari og á t.d. dágott safn af fataefnum sem hún hefur sankað að sér utan lands sem innan gegnum árin og segir hún að hugmyndin sé að skapa eitthvað geggjað í hvert skipti sem efni er keypt!! Tímaleysi hefur þó þvælst umtalsvert fyrir henni og því fá efnin að ligga í dvala og bíða. „Mér þykir ekkert skemmtilegra en að geta endurunnið flík og/ eða búið til hlutina sjálf. Þær stundir koma inn á milli. Þá verður ýmislegt til,“ segir þessi sniðuga listakona. En hver er það svo sem Auður vill að Fröken Fabjúlöss lokki næst út úr fataskápnum? -Ég ætla að skora á Selmu Barðdal að koma næst út úr fataskápnum með eitthvað skemmtilegt. Mér finnst hún mjög frumleg í klæðaburði, fer dálítið ótroðnar slóðir sem er svo hressandi. Fröken Fabjúlöss forvitnast í fataskápa: Auður Aðalsteinsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.