Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 3
27/2013 Feykir 3
SÆLKERAFERÐ UM SKAGAFJÖRÐ
Bókin Eldað undir bláhimni er tileinkuð skagfirskri
matarmenningu. Sælkeraferð um Skagafjörð þar sem
fögur náttúra og ljúffengir réttir eru í öndvegi.
Við kynnumst fólkinu á bak við tjöldin; matvælaframleiðendum
og atvinnukokkum en förum líka í heimsókn á skagfirsk sveita-
býli þar sem heimilisfólk laumar að
okkur fjölskylduuppskriftum sínum.
Bókin inniheldur rúmlega fjörutíu
uppskriftir og fjölda stórglæsilegra
ljósmynda af skagfirskri matargerð,
náttúrufegurð og mannlífi. Heiðdís
Lilja Magnúsdóttir ritstýrði bókinni
og myndir eru eftir Pétur Inga
Björnsson og Óla Arnar Brynjarsson.
Texti bókarinnar er bæði á íslensku og ensku og er bókin
tilvalin til gjafa – allt árið um kring. Nýprent ehf gefur bókina
út og er hún fáanleg í verslunum Eymundsson, Skagfirðinga-
búð á Sauðárkróki og víðar.
SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN
Þrír góðir
kostir
til að ávaxta spariféð þitt
KS-bókin er með 2% vexti,
bundin í 3 ár og verðtryggð.
Önnur KS-bók með innistæðu
yfir 20 milljónir, 3,75% vextir.
Samvinnubókin er með lausri bindingu,
óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir.
Hafið þið séð betri vexti?
Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515
KS INNLÁNSDEILD
Viðurkenndir Grettisvíkingar
Í sumar verða haldin fjögur tveggja daga
víkinganámskeið fyrir börn á vegum
Grettistaks á Grettisbóli á Laugarbakka.
Fyrsta námskeiðið var haldið í síðustu viku.
Þangað mættu níu börn og skemmtu sér
konungslega við að læra um lifnaðarhætti
víkinga og þann tíma þegar Grettir sterki frá
Bjargi í Miðfirði var uppi.
Börnin stóðu sig öll með sóma á námskeið-
inu og fengu í lokin viðurkenningarskjal þar
sem þau voru útnefnd „Grettis-víkingar“ með
kunnáttu til að klæðast víkingabúningum og
-skarti, skjóta af boga og skylmast með trésverði
og fara í víkingaleiki og taka þátt í öðrum
víkingaathöfnum.
Feykir hafði samband við Dagbjörtu
Harðardóttur, sem sér um sveitamarkaðinn hjá
Grettistaki í sumar og kemur að skipulagningu
námskeiðanna. „Þátttakan er búin að vera
rosalega góð,“ sagði hún. „Það eru níu börn
núna og síðan verður eitt námskeið í næstu viku,
eitt í vikunni fyrir Grettishátíð og eitt í ágúst.“
Meðal viðfangsefna barnanna á námskeið-
Víkinganámskeið á Laugarbakka
unum er að búa til kjötsúpu, vinna kastband, fara
í víkingaleiki, skylmast, tálga og að sauma
leðurskjóður með steinum og letra á steinana
rúnir. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Pétur
Jónsson, Pálína Skúladóttir og Tanja Ennigarð,
sem er starfsmaður á útisvæði Grettisbóls. /KSE
Tvær vikur í slátt
Eftir snjóþungan vetur og
síðbúnar leysingar verður bið
á því að sláttur hefjist í
Fljótum.
„Það eru líklega tvær vikur
í slátt hjá flestum, en í
venjulegu árferði væru flestir
byrjaðir að heyja núna.
Snjórinn er að mestu leyti
horfinn af láglendi, en það er
Fljót í Skagafirði mjög mikill snjór t.d. í fjöll-
unum fyrir ofan Brúnastaði
og á Lágheiði, jafnvel meira en
var eftir snjóaveturinn mikla
´95,“ sagði Halldór Gunnar
Hálfdánarson bóndi á Mola-
stöðum, þegar Feykir hafði
samband við hann í byrjun
vikunnar. /KSE
Máney Dýrunn, Vala Björk og Heiða Bára. Mynd: Pétur Jónsson