Feykir


Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 6

Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 27/2013 til landsins sem „gæt“ hjá Ævintýraferðum en Magnús Sigmundsson var einn af upphafsmönnum að rafting á Íslandi, segir Björg og sér fyrir sér að hægt væri að gera heimildamynd um Magnús og hans frumkvöðlastarf í ferðamennsku í Skagafirði. -Ævintýraferðir seldu raftingreksturinn til Arctic og strákarnir keyptu sig inn í þetta og eiga stærsta hlutann þannig að það má segja að þetta sé nýtt fyrirtæki á gömlum grunni, segir Björg. -Chris kemur frá Kanada frá einni bestu rafting-á þess lands og er mjög fær rafting gæt og kajaker og Anup er það einnig, vinnur allar keppnir í Nepal, segir Björg brosandi en sjálf kom hún af tilviljun í Skagafjörð fyrir allmörgum árum, leit við hjá Ævintýraferðum og var farin að vinna þar áður en langt um leið. -Það er þessi á, Austari- Jökulsá, sem dregur þessa gæta hingað. Hún er mjög fræg um allan heim og dæmi eru um að þeir komi hingað þó lægri laun séu í boði en annars staðar, segir Björg en launin segir hún að séu lægri vegna þess hversu erfiður bissness þetta er á Íslandi. Hún segir að miðað við hvað áin sé sterk og góð ætti að vera tíu sinnum meira að gera, bæði hér og á Bakkaflöt. -Þetta er erfið staðsetning, Hvítáin er að taka mikið. Það myndi hjálpa mikið til ef við værum með millilandaflug til Akureyrar en það myndi gera mikið fyrir Skagafjörð, segir Björg og bendir á fleiri afþreyingarmöguleika sem væri hægt að markaðssetja betur með bættu aðgengi að Norðurlandi. -Það sem Skagafjörður hefur fram yfir önnur svæði er það hve mikil afþreying er í boði. Náttúran er týpísk íslensk náttúra en það er óvenju mikið af afþreyingu hér miðað við aðra staði, þá erum við að tala um hágæða afþreyingu. Til dæmis mjög góðar og miklar hestaferðir, runnar af gömlum grunni og svo rafting, hágæða rafting. Svo má nefna Drangeyjarferðir og gönguferðir inn í dalinn. Það væri hægt að bjóða uppá hágæðaferðir og Skagafjörð- urinn gæti haft miklu meira að gera miðað við allt. Samvinnan er lykillinn Til að auka enn á ferða- mannastrauminn til Skaga- fjarðar segir Björg lykilinn að því vera samvinnu. -Hún er númer eitt, tvö og þrjú. Það vita það allir sem búa hér að það eru smákóngar víða og fólk að berjast. Við þurfum öll að byrja á því að tala vel um náungann, tala vel um hvert annað þó við séum í samkeppni. Ég hef unnið mikið sem gæt fyrir sunnan og við vorum miklir vinir þó við værum samkeppnisaðilar. Hérna fyrir norðan væri óskandi að við gætum byggt upp alvöru rafting-samfélag, gætum jafnvel opnað skóla og ýtt undir og aukið veg straumkajakara. Björg segir straumkajak mjög lítið stundað sport vegna þess að aðstaðan eða baklandið sé ekki nógu sterkt. -Það er enginn skóli eða miðstöð, samt er Ísland mekka og paradís fyrir straum- kajakera um allan heim sem koma hingað til þess að fara á straumkajak. En það vantar grunninn hér og að fara á straumkajak væri gott fyrir krakka, þau myndu læra svo mikið. Að vinna með ánni og bara að takast á við náttúruöflin, læra að lifa með flæðinu. Það breytir hugarfari fólks að þurfa að takast á við sterk náttúruöflin. Það krefst mikils aga að læra á straumkajak. Þetta er mjög erfitt og krefjandi sport og það þarf mikla vinnu til að verða góður kajaker. En ofboðslega skemmtilegt. Jökulsárnar sem siglt er á eru tvær, Austari- og Vestari - Jökulsá og báðar skemmtilegar að sögn Bjargar en munurinn er geysimikill á þeim. -Já, það er himinn og haf. Vesturáin er róleg á sem hentar öllum, ungum sem gömlum, kannski ekki þeim sem vilja mikið fjör en hún er rosalega falleg, gljúfrin einstök. Þar er heitur hver sem hægt er að stoppa hjá og fá sér heitt kakó. Þannig að þetta er fyrst Þeir Anup Gurung og Christopher Doyle-Kelly eiga helming fyrirtækisins og sjá um reksturinn ásamt viðmælanda okkar, Björg Fríði Elíasdóttir en Arctic rafting á enn hluta í fyrirtækinu og segir Björg að þeir séu góðir samstarfsaðilar með sterkt tengslanet erlendis. Þau Björg, Anup og Chris hafa öðlast mikla reynslu af fljótabátaútgerðinni og þekkja jökulsárnar eins og lófana á sér. -Þetta er þrettánda sumarið hans Anups og það sjöunda hjá Chris. Anup kemur upphaflega Viking Rafting í Skagafirði Mekka og paradís fljótasiglinga VIÐTAL Páll Friðriksson Leiðsögumenn og rekstraraðilar Viking Rafting. Björg heldur utan um Anup og Chris er lengst til hægri á myndinni. Nýlega var haldin lítil hátíð hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Viking Rafting í Skagafirði sem bar heitið Midnight Sun River Festival 2013 upp á engilsaxneskuna. Þangað mættu margir áhugasamir kajakræðarar og spreyttu sig á flúðum jökulsánna en einnig var boðið upp á miðnætursiglingu á raftingbátum á sumarsólstöðum. Fyrirtækið er til húsa á Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna og Feykir kíkti í heimsókn og forvitnaðist um fyrirtækið og fólkið sem að baki því stendur. Austari-Jökulsá er að sögn kunnugra ein besta rafting-á Evrópu. Frá tónleikum á Midnight Sun River Festival.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.