Feykir


Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 12

Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 12
Fröken Fabjúlöss forvitnast í fataskápa: Elín Gróa Karlsdóttir Klæðilega kápan á að Byggðastofnunarmærin Elín Gróa Karlsdóttir hefði nú örugglega eitthvað fram að færa sem væri „fashionably forward.“ Elín er fædd og uppalin Hólmavíkurskvísa, en bjó í höfuðborginni í um 20 ár áður en hún fluttist norður yfir heiðar og hreiðraði um sig á Króknum góða, en Sauðárkrókur er einmitt heimabær eiginmanns Elínar. En hvað er það svo í amstri tískudagsins sem þú getur alls ekki verið án Elín? -Ég á mikið af förðunarvörum, en ég lærði einmitt förðun fyrir 20 árum. Þær snyrtivörur sem ég get alls ekki verið án eru MAC augnskuggarnir mínir, Lancome meik, Lancome Hypnose Star maskari, OPI naglalökk og TIGI hárvörurnar. En þegar þú ætlar að vera fram úr hófi lekker, hvað er það þá sem þú dregur út úr fataskápnum – svona algjörlega uppáhalds? -Uppáhaldsflíkin er rauða kápan mín sem er nú farin að passa á mig aftur eftir nokkurt hlé, en ég nota hana algjörlega spari-spari! Kápan fallega er keypt í Karen Millen, en við hjónin vorum á Þorláksmessurölti um Kringluna eitt árið og kíktum við í Karen Millen. Þar fann ég þessa dásemd, mátaði og hún smellpassaði! Ég varð þó að kveðja um sinn með söknuð í hjarta, en svo fyrir eitthvert jólakraftaverk rataði hún í jólapakka sem var merktur mér! En hver er það svo sem Elín Gróa vill að opni fataskápana fyrir Fröken Fabjúlöss í næsta dálki? -Ég útnefni Sigríði Elínu Þórðardóttur, samstarfs- konu mína hjá Byggðastofnun, sem næstu tískudrottningu. UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir [ frokenfab@feykir.is ] Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 27 TBL 11. júlí 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 ÚTSALAN hefST í dAg fimmTudAg 30%-70% AfSLáTTur Móttaka Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Vélaverkstæði KS veitir alhliða pípulagnaþjónustu Sími hjá pípulagnadeild er 825-4565 Jón Geirmundsson pípulagningameistari Tískuspekúlant seinasta dálks, tann- læknaklinkan Hanna Steins, benti okkur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.