Feykir


Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 27/2013 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með vel gerðri vísu sem er örugglega mörgum kunn af þeim sem eldri eru. Höfundur Jón Þorvaldsson áður bóndi á Geirastöðum í Þingi. Voru tildrög hennar þau að Jón var í útreiðartúr ásamt fleira fólki. Slitnaði gjörð við hnakk Jóns og tafðist hann nokkuð við að lagfæra hana. Á meðan þeystu margir af yngra fólkinu framhjá Jóni með ýmsu glensi og varð þá vísan til. Ellin skorðar líf og lið leggst að borði röstin. Ég er orðinn aftan við ungra sporðaköstin. Annarri vísu man ég eftir sem Jón mun vera höfundur að. Var hún skrifuð aftan á gangnaseðil meðan sá siður var á að þeir gengu bæ frá bæ síðla sumars. Vel útbúinn varstu aldrei vill þér drjúgum hraka. Ferðalúið flækings grey farðu nú til baka. Mig minnir að það hafi verið í kringum 1990 sem næsta vísa var ort. Voru tildrög hennar þau að skömmu áður var haldinn aðalfundur hins mikla stórveldis SÍS. Þótti þá sýnt að það mikla stórveldi ætti í miklum erfiðleikum með sinn rekstur. Að þeim tíðindum spurðum orti Jón Thor Haraldsson svo. Það syrtir í álinn og voðinn er vís og verðmætasköpunin þver. Eiginfjárstaðan er afleit hjá SÍS - og ekki er hún betri hjá mér. Annarri vísu man ég nú eftir þar sem minnst er á SÍS. Mun það hafa verið um 1960, er ekki alveg viss hvort kosið var til Alþingis það ár. Gaman að fá upplýsingar þar um. Í þeim kosningum mun okkar Húnvetninga góði vinur Rósberg G. Snædal hafa verið í framboði í Norður-Þingeyjasýslu fyrir Alþýðubandalagið. Mun Gísli Guð- mundsson þá hafa verið í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hart var tekist á í þeirri kosningabaráttu og flugu vísur og hin ýmsu skeyti á milli manna. Svo magnaða vísu mun Rósberg eitt sinn hafa sent til Gísla. Hugsar mest um hagi SÍS hans eru sárir þyrnar. Af sér drepur eins og lýs æskuhugsjónirnar. Ef ég man rétt mun hin undarlegi Sverrir Stormsker hafa ort svo. Óljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífið fært í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg – en það er gleðin ekki. Minnir að þessi djúpa speki og sannleikur sé eftir Þorstein Guðmundsson á Skálpastöðum. Vísnaþáttur 598 Lífið kennir manni mestað meta kassa og safna,en öllum getur yfirsést í að velja og hafna. Gott að leita næst til hins snjalla Friðriks pósts og bónda á Kraunastöðum með næstu vísu. Margt er það sem manni brást og maður reyndi að vona. Það er ekki um það að fást þetta fór nú svona. Sá ágæti bátasmiður og góði félagi Brynjólfur Einarsson í Vestmannaeyjum sendi eitt sinn vini sínum svo fallega afmæliskveðju. Ég óska að þú í gæfu og gengi geysiháum aldri náir, og þér standi ennþá lengi (allt til boða sem þú þráir). Alltaf er gaman að detta um hina skrítnu vísnaspeki kaupmannsins á Sauðárkróki Ísleifs Gíslasonar. Einhvern tímann mun hann hafa sent hinum magnaða lækni Jónasi Kristjánssyni svofellda kveðju. Sumarið þér sæluhnoss sendi hreint með öllu móti. Hellist yfir þig Hengifoss úr hamingjunnar Lagarfljóti. Vel á við á þeim björtu nóttum sem hafa verið að undanförnu að rifja upp þessa fallegu vísu Karls Friðrikssonar sem hann mun hafa ort til kunningja sem hugleiddi sólarlandaferð. Þótt þú gistir hærri höll en hugann náir dreyma, bíða þín hvergi blárri fjöll né bjartari nótt en heima. Sunnlenski bóndinn Guðmundur Stefáns- son mun hafa ort næstu vísu vegna flutninga á reiðhestum í kerru. Úr fola má oft góðhest gera. Glíma við hann marga snerru. Fyrir mestu finnst mér vera að fari hann vel í hestakerru. Sá hörmulegi atburður átti sér stað á fæðingarári mínu að flugvél á leið frá Vestmannaeyjum fórst. Einn af þeim sem þá lést var Sigfús Guttormsson frá Krossi í Fellum. Mun hann nokkuð áður hafa ort svo magnaða vísu. Degi hallar, dómar falla dauðans bjalla hefur klið. Feiga alla forlög kalla firðar valla sporna við. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Sumarmessa Knappstaðakirkju Sú hefð hefur skapast að messað sé í Knappstaðakirkju í Fljótum einu sinni á sumri. Að sögn Guðrúnar Halldórs- dóttur í Helgustöðum í Fljótum hefur þessi messa verið árleg síðan gagngerum endurbótum á kirkjunni lauk 1988, en þá átti kirkjan 150 ára afmæli og var haldin mikil veisla í tilefni þessa. „Knapp- staðamessan er nú haldin í kringum 10. júlí ár hvert. Er það gert í minningu Guð- bjargar Indriðadóttur frá Brúnastöðum, sem lést um aldur fram, en hún var mikil áhugakona um varðveislu kirkjunnar og starfaði ötullega að endurbótum hennar.“ Fjöldi gesta var við messuna á sunnudaginn, heimafólk, sumarbústaðagestir og ferða- fólk. Eins og venja er mættu margir ríðandi til kirkju. Þar sem kirkjan rúmar ekki nema 35-40 manns í sæti situr meirihluti gestanna gjarnan í garðinum og hlýðir á messuna þar. Eftir slagveðursrigningu og rok um nóttina var hið besta veður meðan á messunni og kirkjukaffinu stóð. Knappstaðasókn var sam- einuð Barðssókn 1974. Að sögn Guðrúnar hafði heyrst hugmynd þess efnis að flytja Knappstaðakirkju upp að Löngumýri í Skagafirði. „Fljótamenn blésu þá til fundar um málefni hennar og var áhugamannafélag um varð- veislu Knappstaðakirkju stofn- að 19. júní 1984. Þá þegar skráðu 34 manns sig í félagið.“ Stjórn skipuðu Hjördís Indriðadóttir, Guðrún Hall- dórsdóttir og Guðbjörg Indriðadóttir. Í varastjórn voru Sigurlína Kristinsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörnsson og Ríkharður Jónsson. „Þorsteinn Gunnarsson arkitekt tók kirkjuna út og var yfirumsjónarmaður fyrir hönd húsfriðunarsjóðs. Hann lagði til hvað þyrfti að gera fyrir kirkjuna, sem honum fannst hafa staðist tímans tönn Elsta timburkirkja landsins Það var þétt setinn bekkurinn í Knappstaðakirkju á sunnudaginn. ótrúlega vel. Björn Guðnason, smiður frá Sauðárkróki, tók að sér framkvæmdirnar á kirkj- unni. Framkvæmdir og lag- færingar hófust þá strax um sumarið, 1984. Tveimur árum seinna voru kirkjutröppurnar og klukknaportið smíðað úr furu. Lagfæringum lauk svo 1988. Fimm árum síðar var svo ráðist í það verkefni að hlaða grjótgarð kringum kirkju- garðinn og var því verki lokið á 2-3 árum,“ segir Guðrún. Knappstaðir eru eyðibýli, kirkjustaður og fyrrum prests- setur í Stíflu. Þórður knappur nam land á Knappstöðum. Stuttu fyrir kristnitökuna bjó þar Þórhallur knappur sem átti að hafa tekið kristna trú eftir að Haraldur konungur Tryggva- son vitjaði hans í draumi og sagði honum að byggja kirkju og sagði nákvæmlega fyrir um hvernig hann skyldi haga verk- um og hafa kirkjuna. Á Knapp- stöðum var enn prestsetur árið 1569 og svo hélst til 1880. Kirkjan, sem nú stendur, er álitin elsta timburkirkja lands- ins, byggð 1838, en þá um sumarið hrundi kirkjan sem byggð var 1834 næstum til grunna í jarðskjálfta. Skjálftinn olli bjarghruni í Grímsey og Málmey og beið einn maður bana, einnig hrundu hús í Eyjafirði og Skagafirði. Kirkjan er lítil, ein sú minnsta á landinu, en stæðileg og þykir meðal fegurstu kirkna landsins. Knappstaðir þóttu alla tíð rýrt brauð, enda snjóþungt og harðbýlt í Stíflu. Kirkjubyggingin var á sínum tíma m.a. fjármögnuð með því að selja Guðbrands- biblíu sem kirkjan átti. Barst hún til útlanda en var gefin aftur til Íslands 1933 og er í Landsbókasafni. Klukknaport var sett á stafn, gluggar stækkaðir, bekkir endurnýjaðir og hvelfing sett í loft kirkjunnar árið 1896. Prédikunarstóllinn er frá 1704 og altaristaflan einnig frá 18. öld. Knapp- staðakirkja hefur verið friðuð síðan 1. janúar 1990, sam- kvæmt aldursákvæði þjóð- minjalaga. /KSE Heimildir: Guðrún Hanna Halldórsdóttir, Feykir 30. tbl 8.árg, Tíminn 14. september 1988, Smárit Byggðasafns Skagfirðinga III. Kirkjur Íslands 6. bindi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.