Feykir - 11.07.2013, Blaðsíða 4
4 Feykir 27/2013
Mig langar til að opna
umræðu um húsnæðismál
leikskóla fyrir börn í
framhéruðum Skagafjarðar.
Síðastliðið haust var haldið
upp á það að þrjátíu ár voru
liðin frá því leikskóli tók til
starfa í Varmahlíð. Það voru
foreldrar sem höfðu forgöngu
um að koma þessum leikskóla
á laggirnar. Frá því ég kom til
starfa við leikskólann í
Varmahlíð fyrir 23 árum hafa
húsnæðismál oft verið í
umræðunni. Undir lok
síðustu aldar var orðin
knýjandi þörf fyrir úrbætur
þar sem húsnæðið sem
leikskólinn var í á þeim tíma
var löngu orðið of lítið og
bæði Vinnueftirlitið og
Heilbrigðiseftirlitið höfðu
gert alvarlegar athugasemdir
við það. Með stuðningi
foreldra leiddi þetta til þess
að byggður var nýr leikskóli.
Vorið 1998 voru rúmlega 30
börn í vistun í leikskólanum.
Mörg þeirra nýttu mjög fáa
tíma á viku þannig að það
voru í mesta lagi sextán börn í
einu. Birkilundur þótti því vera
ágætlega stór leikskóli þegar
hann var byggður en hann
rúmaði 28 börn. Starfsemi hófst
í Birkilundi í byrjun febrúar
1999 og vorið 2002 var hann
orðinn fullur og kominn biðlisti.
Árið 2004 fékk leikskólinn til
afnota Furulund 5 og fjölgaði þá
plássum um sjö. Húsið stendur
við hliðina á leikskólalóðinni
þannig að ekki þurfti mikinn
tilkostnað við að gera það
aðgengilegt af lóðinni. Fyrsta
veturinn sem það var nýtt voru
fimmtíu börn í leikskólanum,
mörg af þeim einungis eftir
hádegi og mörg sem nýttu ekki
alla daga vikunnar. Mikil þrengsli
voru í forstofu þar sem þurfti að
samnýta mörg hólf. Foreldrar
eru ótrúlega þolinmóðir og hafa
mikla aðlögunarhæfni og því
tókst að láta þetta ganga. Það
reyndi mikið á starfsmenn að
halda utan um þennan stóra hóp
og skipuleggja starfið þannig
að ekki væri gert upp á milli
barnanna.
Í dag hafa þarfirnar breyst.
Flestir vilja nýta fyrri hluta
dagsins og margir allan daginn.
Ekki eru lengur tekin inn börn
í eftirhádegispláss þar sem
eftirspurnin er nánast engin.
Meirihlutinn nýtir alla daga
vikunnar svo ekki er lengur
hægt að púsla börnunum hverju
á móti öðru til að koma fleirum
inn. Haustið 2013 er staðan
þannig að biðlisti hefur myndast
við leikskólann og miðað við
núverandi forsendur lítur út fyrir
að svo muni einnig verða næsta
haust. Er það mjög bagalegt fyrir
foreldra því engin dagmamma
er starfandi á svæðinu.
Það er ekki eingöngu
rými fyrir börnin sem þarf
að huga að. Aðstaða í eldhúsi
er ekki á þann veg að þar
sé hægt með góðu móti að
elda fyrir 45 manns. Hefur
af þeim sökum verið keyptur
matur úr Varmahlíðarskóla
síðastliðna tvo vetur. Eldað er í
leikskólanum þá daga sem ekki
er eldað í Varmahlíðarskóla. Það
hefur gengið upp þar sem sum
leikskólabörnin taka frí þegar
það er frí í Varmahlíðarskóla.
Tilhneigingin er samt sú að það
minnkar hlutfall þeirra sem
taka frí og því gæti það skapað
vandamál við þessa tilhögun
þegar fram í sækir.
Aðstaða fyrir starfsfólk
er mjög þröng og uppfyllir
ekki þau viðmið sem sett eru
í reglugerð. Má t.d. nefna að
fatahengið er helmingi minna
en það ætti að vera miðað við
starfsmannafjölda. Þar sem
ekki eru læstir fataskápar fyrir
starfsfólk þá á það að hafa
læsta skápa fyrir persónulega
muni. Þetta er ekki til staðar
og ekkert rými til að koma
því fyrir. Kaffistofa á að vera í
sérstöku rými. Í Birkilundi er
kaffistofan 7,8 fm. Jafnframt
því að vera nýtt sem kaffistofa
er þar undirbúningsaðastaða
fyrir kennara og aðstaða fyrir
fundi. Kennarar fá því ekki næði
í undirbúningstímanum sínum
og þurfa stundum að víkja
úr aðstöðunni vegna funda.
Skrifstofa skólastjóra er í svo
litlu rými að þar er ekki hægt að
bjóða inn með góðu móti fleiri
en einum aðila. Það að vera með
börnin í tveimur húsum eykur
álag á kennara og gerir skipulag
flókið.
Hugsum okkur að í
Birkilundi væru aðeins þessi 28
börn sem þar er rými fyrir og
fimm starfsmenn til að sinna
þeim. Þá væri fatahengið nógu
stórt, hægt væri að elda matinn,
líklega hægt að finna rými fyrir
fimm læstar verðmætahirslur
og færri starfsmenn þyrftu að
deila kaffistofunni og því minni
truflun. Þá væri ekki hægt að
taka börnin inn í leikskólann
fyrr en um þriggja ára aldur
miðað við núverandi fjölda
í árgöngum. Það er einmitt
mergurinn málsins. Húsið er of
lítið fyrir þá starfsemi sem þar er
og þörf er fyrir.
Það hefur verið leitað leiða
til að stækka húsnæðið. Það
kom fram hugmynd um að setja
niður stálhýsi við leikskólann en
það var ekki pláss á lóðinni. Það
komu fram hugmyndir um að
hægt væri að innrétta leikskóla
á neðstu hæð í húsnæði
Varmahlíðarskóla í rými þar
sem meðal annars er fatahengi
fyrir nemendur. Miðað við þær
teikningar sem gerðar voru
væri þar pláss fyrir 48 börn og
starfsmenn hefðu einnig gott
rými fyrir sig. Það voru ekki
allir sammála um að þetta væri
rétta skrefið að stíga. Komu
þar fram ýmis sjónarmið og
mörg á neikvæðum nótum. Það
komu fram áhyggjur um það
að ef leikskólinn færi þangað
þá yrði hann sameinaður
grunnskólanum fljótlega, það
yrðu lögð niður störf, það væri
ekki gott fyrir börnin að ganga í
sama skólann í fimmtán ár, það
þrengdi að grunnskólanum og
þar þyrfti að taka upp breytta
starfshætti, teppi á göngum
grunnskólans létu á sjá ef blautur
utanyfirfatnaður héngi þar á
snögum, á leikskólalóðinni yrði
skuggi og næðingur og þetta
kostaði mikið.
Öll sjónarmið eiga fullan
rétt á sér en ákvarðanir ætti að
taka á réttum forsendum. Erum
við á móti flutningi leikskólans
í húsnæði Varmahlíðarskóla
af því sú ráðstöfun gæti aukið
möguleikann á því leik- og
grunnskólinn fari undir einn
skólastjóra? Ef vilji yfirvalda
stendur til þess að sameina
þessa skóla þá getur það alveg
eins gerst þó þeir séu í tveimur
húsum. Höfnum við rýmra
húsnæði á þeim forsendum að
það yrði til þess að barnið nýtti
sama skólahúsnæðið í fimmtán
ár? Við gætum leitað upplýsinga
hjá þeim sem reynsluna hafa
til að kynna okkur hversu ósátt
börnin eru við það að nýta sama
húsnæðið svo lengi. Höfnum
við rýmra húsnæði á þeim
forsendum að það væri ekki
alveg eins mikið skjól á lóðinni
og sólskinið minna? Það eru
til ýmsar leiðir til þess að búa
til skjól og skugginn færist til
og sést reyndar ekki nema að
Leikskólann í Varmahlíð vantar húsnæði
FRÁ LESENDUM STEINUNN ARNLJÓTSDÓTTIR, LEIKSKÓLASTJÓRI Í BIRKILUNDI Í VARMAHLÍÐ SKRIFAR
það sé sólskin. Auk þess eru
börnin yfirleitt meira inni en
úti þann tíma sem þau dvelja
í leikskólanum. Eru foreldrar
sáttir við það að koma ekki
barninu sínu í leikskólann
fyrr en það er tveggja ára? Eru
kennarar leikskólans sáttir við
það að þurfa að fara með börnin
á milli húsa í hvaða veðri og
færð sem er? Eru börnin sátt
við það að hafa ekki það rými
sem þeim ber? Eru yfirvöld sátt
við það að vita að leikskólinn
getur ekki tekið við þeim
börnum sem þurfa á vistun að
halda og að starfsfólk þurfi að
sætta sig við aðstæður sem ekki
uppfylla skilyrði reglugerða?
Er staðsetning leikskólans
mikilvægari en aðstaðan sem
börnum og starfsfólki er boðið
uppá? Það kostar að byggja
og breyta. Það að nýta betur
húsnæði sem til er og spara
viðhald á öðru ætti að leiða til
sparnaðar til lengri tíma litið.
Það er þörf á úrbótum og þær
munu kosta eitthvað.
Með stærra rými getum við
frekar gert ráð fyrir að störfum
fjölgi þar sem það gefur færi á að
taka inn fleiri börn. Það að vera í
sama húsnæði og grunnskólinn
auðveldar samstarfið milli
skólanna og gefur aukin færi
á að þróa það enn frekar. Allt
skipulag á starfinu ætti að vera
auðveldara þegar það er ekki
húsnæðið sem setur skorðurnar.
Starfsfólkið nýtist einnig betur
ef hægt er að skipta börnunum
í hópa eftir því sem hentar
starfinu en ekki eftir þeim
skorðum sem húsnæðið setur.
Til að taka ábyrga afstöðu
þurfum við að horfa á allar
hliðar málsins. Ég geri mér
grein fyrir að hér hafa eingöngu
verið dregin fram atriði
sem snúa að leikskólanum
og leikskólastarfinu séð frá
sjónarhorni leikskólastjóra. Ég
mundi gjarnan vilja fá viðbrögð
úr Varmahlíðarskóla og um-
fjöllun um það hvernig þetta
lítur út frá sjónarhóli þeirra
sem þar starfa, frá foreldrum,
yfirvöldum og öðrum sem telja
sig hafa eitthvað til málanna
að leggja. Ef þessi lausn er ekki
raunhæf eða framkvæmanleg
þá þarf að finna aðra. Ef
við starfsfólk Birkilundar,
starfsfólk Varmahlíðarskóla,
foreldrar barna við þessa skóla,
væntanlegir foreldrar, nem-
endur, íbúar í samfélaginu
og yfirvöld í Akrahreppi og
Sveitarfélaginu Skagafirði tökum
höndum saman hljótum við að
geta fundið lausn sem hægt er
að sætta sig við.
Birkilundur er frábær
leikskóli með vel menntað
og áhugasamt starfsfólk og
frábær börn. Þau eiga skilið að
fá húsnæði við hæfi. Ég vona
að umræða um skólamál í
Varmahlíð verði virk og jákvæð
á komandi mánuðum og skili
okkur því sem þarf.
Steinunn Arnljótsdóttir
Leikskólastjóri í Birkilundi
Sveitarómantík
svífur yfir vötnum
Menningarhátíðin Listaflóð á
vígaslóð verður haldin á
Syðstu-Grund í Skagafirði og
næsta nágrenni á föstudag og
laugardag. Hátíðin hefst með
tónleikum í Miklabæjarkirkju
um hádegi á föstudag.
Um kvöldið verður svo
kvöldvaka í Kakalaskála, þar
sem sagðar verða draugasögur,
ævintýri Sölmundar sýnd í máli
og myndum, Jón Þorsteinn
leikur á harmónikku og Gæð-
ingur kynnir bjórinn sinn. Á
laugardaginn er svo fjölskyldu-
hátíð heima á Syðstu-Grund.
Hún hefst klukkan eitt með
göngu um hinn forna vígvöll á
Haugsnesgrundum undir leið-
sögn Sigurðar Hansen. Klukkan
tvö hefst svo fjölskylduhátíð sem
kallast „Sunnan við garðinn
hennar mömmu.“ Þar er boðið
upp á handverk og hugverk,
fjölskylduleiki, Lillu-kaffi og
stórtónleika. Þeir sem fram
koma eru Hinrik og húsdýrin,
Árni Geir Sigurbjörnsson tenór,
Ásgeir Eiríksson bassi, Gillon,
Karlakórinn Brandur Kolbeins-
son, Jón Þorsteinn Reynisson og
Steini í Dúmbó.
Það er Grundarhópurinn
sem stendur að hátíðinni og er
hún m.a. styrkt af Menningar-
ráði Norðurlands vestra. /KSE
Listaflóð á vígaslóð