Feykir


Feykir - 07.11.2013, Síða 1

Feykir - 07.11.2013, Síða 1
BLS. 6-7 BLS. 8 Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir heldur með Liverpool Forréttindi að fá að flytja aftur heim BLS. 5 70 Skagfirðingar renndu til Riga í Lettlandi Tvær laufléttar ferðasögur frá Lettlandsferð Helga Thoroddsen frá Þingeyrum með pennann Gneistavísur frá afa og langömmu 42 TBL 7. nóvember 2013 33. árgangur : Stofnað 1981 Míla kaupir Gagnaveituna Míla og Gagnaveita Skagafjarðar skrifa undir viljayfirlýsingu Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup Mílu á Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. sem verður hluti af umfangsmiklu fjarskiptaneti Mílu. Samhliða kaupunum verður ráðist í fjárhagslega endurskipulagningu Gagnaveitunnar sem mun tryggja rekstrargrundvöll hennar til framtíðar. Míla og Gagnaveita Skagafjarðar munu halda áfram fyrirhugaðri háhraðanetsuppbyggingu í Skagafirði og er stefnt að því að Ljósveituvæðingu verði lokið á Sauðárkróki innan árs. Einnig verður ráðist í lagningu Ljósveitu á Hólum í Hjaltadal, ljós- leiðaratengingu að Varmahlíð og Akrahreppi og lagningu Ljósveitu á Hofsósi. Gagnaveitan og Míla munu einnig Meira í leiðinni Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N DELL Inspiro 5521 Intel Core i3 · 4GB vinnsluminni · 500GB harður diskur · 15.6“ HD WLED · Windows 8 sKÓLAFJ ÖR! SKÓLAGRÆJ URNAR FÆR ÐU AÐ SJÁLFSÖ GÐU HJÁ OKK UR Síðasta föstudag var heitu vatni hleypt á fyrsta bæinn í Hegranesi en framkvæmdir hafa staðið yfir um nokkurt skeið að hitaveituvæða sveitina. Það voru systkinin Lilja og Þorsteinn Ólafsbörn á Kárastöðum sem nutu þess að fá vatnið til sín og sagði Lilja að um gríðarlegan mun yrði að ræða hjá þeim. -Þetta á eftir að breyta miklu. Þetta er álíka bylting og þegar rafmagnið kom. Svo fengum við þriggja fasa rafmagn um daginn svo það er allt að gerast, sagði Lilja ánægð með framtakið en áður var hluti hússins rafkynntur og hluti með miðstöðvarkatli. Vatnið úr krananum á Kárastöðum mæld- ist 54 gráður en lofað hafði verið að lágmarki 51 gráðu og segir Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá SKV að það sýni að einangrunargildið sé betra en gert var ráð fyrir. Að sögn Indriða Einarssonar veitustjóra tengist hver bærinn af öðrum þegar klárt er orðið heimafyrir. Kárastaðir er nyrsti bærinn að vestanverðu sem tengdur verður þessari lögn en að austan verður farið alla leið í Keflavík. Bæir norðan Kárastaða verða svo væntanlega tengdir í framtíðinni frá veitunni á Sauðarkróki. /PF Heitt vatn í Hegranesið Kárastaðir fyrstir að tengjast „Það er engin trygging að veitan virki nema það sé einn snafs af koníaki,“ sagði Gunnar Björn og mælti fyrir skál á efri hæðinni á Kárastöðum sl. föstudag. vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að uppbyggingu nauðsynlegra gagnateng- inga vegna hugsanlegs gagnaversiðnaðar í Skagafirði. Gagnaveita Skagafjarðar þjónar í dag íbúum og fyrirtækjum Skagafjarðar í þéttbýli og dreifbýli. Ljósleiðaranet fyrirtækisins nær til um 650 heimila og 80 fyrirtækja á svæðinu. Míla sér fjarskipta-, öryggis- og af- þreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og kopar- strengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.