Feykir


Feykir - 07.11.2013, Síða 6

Feykir - 07.11.2013, Síða 6
6 Feykir 42/2013 Við höfðum þó rétt komið okkur fyrir með samloku og kaldan á kantinum þegar fregnir fóru að berast af seinkun á fluginu. Endurtóku þær fregnir sig reglulega fram eftir degi og flugið okkar fór loks í loftið klukkan hálffjögur aðfararnótt sunnudags, eftir 20 tíma seinkun. Yfirvegun hópsins var aðdáunarverð og virtist ríkja þegjandi sam- komulag um að njóta ferð- arinnar þó að stutt yrði. Seinnipart dags var hópnum ekið á huggulegt hótel á Akureyri. Þar var ljúft að leggja sig um stund. Síðla kvölds skutumst við hjónin í pizzu, sem við snæddum utan dyra, þar sem staðurinn var að loka. Það var líka eitthvað svo „erlendis“ að sitja og snæða undir berum himni seint að kveldi. Langþráð flug Það væri kaldhæðni að segja að flugið hafi verið notalegt, enda plássið miðað við ein- hverja aðra staðla en hávaxnar Töf á brottför og ævin- týri rétt fyrir heimferð Það var því mikið spennufall og tilhlökkun sem ríkti þegar ég hoppaði upp í rútuna sem kom frá Sauðárkróki snemma á laugardagsmorgni, nú átti sko aldeilis að njóta frísins. Búið að nesta börnin og hund- inn heima og ráða eftirlitsaðila með öllu batteríinu, vinna af sér verkefni í vinnunni, skila fyrirliggjandi skólaverkefnum og þá var nú fátt sem gat klikkað á þessum fallega haustmorgni. Tvær léttar ferðasögur Að morgni laugardagsins 24. október sl. lögðu yfir sjötíu manns upp í ferðalag frá Sauðárkróki áleiðis til Akureyrar en þaðan átti að fljúga til Riga í Lettlandi síðar um morguninn. Það fór nú svo að brottfarartíminn tafðist verulega en eins og fram kom í fréttum í síðustu viku misheppnaðist aðflug vélarinnar til lendingar og var henni snúið við til Keflavíkur. Isavia sendi í kjölfarið tilkynningu um málið til rannsóknarnefndar samgönguslysa sem rannsakar atvikið. En til Riga var farið um nóttina og ferðin heppnaðist að öðru leyti mjög vel. Bæði ritstjóri og blaðamaður Feykis voru meðal ferðalanga þar sem makar þeirra höfðu boðið þeim með en á þeirra vinnustöðum hafði verið ákveðið að fjölmenna á Balkanskagann. Hér á eftir verður sagt frá ferðinni frá tveimur sjónarhornum en eins og áður kom fram var Feykisfólkið í sitthvorum hópnum, Stína með Steinull en Palli með Skagafjarðarveitum og forvitnilegt að sjá hvort einhver munur sé á. og þéttvaxnar skagfirskar húsmæður. Einhvern veginn tókst þó að sofa á leiðinni, með manninn í sætinu fyrir framan nánast í fanginu. Það var ósköp heimilislegt að lenda í Riga enda fyrsti maðurinn sem við hittum þar ytra Jón Helgi Guðmundsson, skagfirskur að uppruna en nú búsettur í Riga. Rútan skilaði okkur í náttstað á Radison SAS hótel og þar var ekki í kot vísað. Morgun- verðarhlaðborð af veglegra taginu beið okkar og voru því gerð góð skil. Síðan röltu menn „yfir um“, eins og sagt er í Skagafirði, að skoða gamla bæinn sem var rétt handan við ána Daugava, en hótelið stendur nánast við árbakkann. Það var þó ekki til setunnar boðið í mollunum, því Stein- ullarmenn höfðu blásið til árshátíðar og var hún haldin í sal einum á hótelinu um kvöldið. Undirrituð hafði tekið að sér veislustjórn og reyndi að hafa ofan af fyrir viðstöddum, með góðri aðstoð hljómsveitar einnar sem var nokkurs konar „Þrjú á palli“ þeirra Letta. Þá fluttu skemmtinefndarmenn gamanvísur eftir hagyrðing- inn góða, Hrein Guðvarðarson. Kvöldverðurinn var hinn ágætasti og þjónustan sömu- leiðis. Að veisluhöldum lokn- um var þægilegt að geta vippað sér beint yfir á hótelbarinn og þar sameinuðust skagfirsku hóparnir og menn tóku að sjálfsögðu lagið. Rútuferð með gönguívafi Mánudagurinn rann upp bjartur og fagur og hófst á skoðunarferð um borgina. Röggsöm leiðsögukona leiddi okkur í allan sannleik um Art Nouvou hverfið í Riga og ýmsa byggingarstíla sem við höfð- um mismikið vit á. Þarna bjargaði íslenski fararstjórinn málum því hann endursagði leiðsögn konunnar sem reyndist tala ensku illskiljan- lega og hópurinn kannski full- stór fyrir einn leiðsögumann. Í ferðinni var farið í tvo göngutúra sem voru ósköp hressandi fyrir vel flesta en ég hygg að einhverjir hefðu sökum viðvarandi heilsubrests eða tímabundins heilsubrests (vegna kvöldsins áður) setið heima, hefðu þeir vitað af göngunni. Við hjónin end- uðum ferðina í gamla bænum, með örstuttri moll-viðkomu, reyndar eftir að við höfðum leitað uppi austurlenskan veitingastað, en slíkir reyndust Skagfirðingar fjölmenntu til Riga í Lettlandi FRÁSÖGN Kristín Sigurrós Einarsdóttir Frá aðaltorginu í gamla bænum í Riga. Þessir spiluðu íslenska þjóðsönginn og Fyrr var oft í koti kátt fyrir Íslendinga í skoðunarferð um gamla bæinn.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.