Feykir


Feykir - 07.11.2013, Síða 8

Feykir - 07.11.2013, Síða 8
8 Feykir 42/2013 Með gæðingum á góðviðrisdegi. Fyrsti reiðhesturinn hét Gneisti og var besti hestur allra tíma í augum hins nýja eiganda. Svona eins og vera ber þegar maður er 14 ára og hefur loksins eignast sinn eigin reiðhest. Þarf ekki lengur að suða í öðrum um að fá að fara á bak. Gneisti var keyptur í óþökk foreldranna, fyrir allt sparifé undirritaðrar, af Einari Höskuldssyni á Mosfelli, sumarið 1974 á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Afi, Sverrir Thóroddsen, var ekki eins sjokkeraður yfir uppátækinu eins og foreldrarnir enda hafði hann Helga Thoroddsen á Þingeyrum í A-Hún skrifar Gneistavísur frá afa og langömmu ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is lúmskt gaman af hestum þó að hann hafi ekki stundað hestamennsku að staðaldri eftir að hann komst um og yfir miðjan aldur. Hann hafði þó, sem ungur maður, átt jarpan hest sem hét Gneisti og um hann höfðu afi og Theódóra Thóroddsen langamma ort fínar nafnavísur. Þegar ég hafði svo eignast jarpan hest með svo dramatískum hætti sem raun bar vitni þá hét afi vísunum á mig ef ég léti hann heita Gneista. Að sjálfsögðu var jarpi gæðingurinn nefndur Gneisti og eftirfarandi eru nafnavísurnar sem afi gaf. Fyrstu tvær línurnar í hverri vísu eru ortar af langömmu en afi botnaði. Skín af hreysti ólmur ör, eins og neisti snarpur. Höfuðreistur hefur fjör heitir Gneisti, jarpur. Ríður geyst um ruddan stig, rekkurinn hreystilegi. Þegar Gneisti glennir sig glóir neisti á teigi. Gata er þeyst og grjót er leyst, glæddur neisti á teigi. Hlaupið geyst með höfuð reist, hér er Gneisti á vegi Þú skalt freistast að fara á bak, folanum treyst þú getur. Hýrt er Gneista hófatak, hefur ei breyst í vetur. Fákum reistum renna í hlað, eða ríða geyst um hauður. Engin freisting finnst mér það, fyrst að Gneisti er dauður. (Sverrir og Theodóra Thóroddsen) 5. nóvember 2013, Helga Thoroddsen - - - - - Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun á hvern Helga skorar til að taka við pennanum. Samstarfssamningur um dreifnám í Austur-Húnavatnssýslu „Við erum komin til að vera!“ Fjölmenni mætti til að taka þátt í hátíðarhöldunum og flutt voru stutt erindi ásamt tón- listaratriði en Hanna Lísa Hafliðadóttir, nemandi í dreifnáminu í A-Hún spilaði lagið Vegbúinn eftir KK á klarinett en Hanna Lísa er einn af fjórum nemendum dreif- námsins sem einnig stunda nám í Tónlistarskóla A-Hún. Erindi fluttu Ingileif Odds- dóttir, skólameistari FNV, Ásdís Ýr Arnardóttir, umsjónar- maður dreifnáms í A-Hún, Arinbjörn Egill Fossdal nemandi í dreifnáminu og Selma Svavarsdóttir, foreldri og einn af hvatamönnum dreif- námsins. Ingileif lagði áherslu á það í erindi sínu að stjórnvöld litu á menntun landsbyggðar sem hluta af byggðarstefnu en verkefnið er að mestu fjármagnað af Sóknaráætlun landsluta sem ætlað er að styrkja landsbyggðina. Ásdís Ýr benti á hversu jákvæð sam- félagsleg áhrif dreifnámshóp- urinn hefði og benti máli sínu til stuðnings á fyrirhugaða leiksýningu í samstarfi við Leikfélag Blönduós sem hlotið hefur ríflegan styrk frá Menn- ingarráði Norðurlands vestra. Jafnframt benti hún á mikilvægi Frá undirritun samnings. F.v. Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd, Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV og Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri SSNV. þess að nemendur undir 18 ára aldri eig kost á því að búa í foreldrahúsum samhliða því að stunda framhaldsskólanám. Í því samhengi ræddi hún meðal annars minnkandi líkur á áhættuhegðun, bætt náms- gengi og síðast en ekki síðast mikilvægi foreldraábyrgðar. Arinbjörn Egill sagði frá reynslu sinni sem nemanda í dreifnáminu og lagði mikla áherslu á það að smæð hópsins gerði það að verkum að auðvelt væri að fá aðstoð í kennslu- stundum ef þess væri þörf og hversu notalegt það væri að fá að vera áfram heima en samt vera kominn í framhaldsskóla. Selma Svavarsdóttir tók í sama streng og lýsti yfir ánægju sinni með að dreifnámið skyldi komið til að vera. Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Blöndu- ós tók einnig til máls og ítrekaði mikilvægi dreifnámsins fyrir byggðirnar í A-Hún og færði dreifnáminu peningagjöf frá Blönduósbæ. Hörður Ríkharðs- son tók einnig til máls og flutti kveðju samstarfsmanna hans úr Samfylkingunni. Undirritaður var samstarfs- samingur til 4ra ára og er þess beðið að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmála- ráðherra staðfesti samninginn með undirskrift sinni. Að lokinni undirritun var við- stöddum boðið að kynna sér húsnæðið og þiggja léttar veitingar. Voru menn sammála um að um glæsilega aðstöðu væri að ræða og mikil jákvæðni einkenndi hópinn. Nemendur dreifnámsins í A-Hún eru þrettán talsins og mun þeim að öllum líkindum fjölga strax á nýju ári. Mikill metnaður er lagður í starfið og leggja A-Húnvetningar mikið traust til starfsins. Ásdís Ýr lauk erindi sínu á orðunum „Við erum komin til að vera!“ /KSE „Ég vona að við verðum áfram því þetta er bara snilld!“ sagði Arinbjörn Egill Fossdal þann 30. október s.l. þar sem hann var ásamt öðrum nemendum FNV, foreldrum og sveitastjórnar- mönnum á opnunarhátíð dreifnámsins í A-Hún. Tilefni hátíðarinnar var undirritun samstarfs- samnings á milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Félags- og skólaþjónustunnar í A-Hún um samstarf og rekstur dreifnáms í A-Hún, staðsett á Blönduósi. Ásdís Ýr Arnardóttir umsjónarmaður dreifnáms.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.