Feykir


Feykir - 07.11.2013, Síða 11

Feykir - 07.11.2013, Síða 11
42/2013 Feykir 11 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Náði 95 kg í Clean & Jerk á Nordic Showdown ÍÞRÓTTAGARPURINN UMSJÓN palli@feykir.is FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti núna lagt kapal til að láta tímann líða. Tilvitnun vikunnar Sá er ekki ríkur, sem mikið á, heldur hinn sem lætur sér nægja. – Jón Vídalín Sudoku ÓTRÚLEGT EN KANNSKI SATT Barbie-dúkkan Þekktasta afurð leikfangaframleiðandans Mattel er barbídúkkan sem eiginkona annars stofnandans þróaði árið 1959. Ótrúlegt en kannski satt þá væri Barbí yfir 2,1 metri á hæð ef hún væri í mannsmynd og málin 99 – 58 – 84. Fullt nafn hennar er Barbara Millicent Roberts. Grímgarður Hrollvar ritstóri Lögbirtingablaðsins var kallaður á teppið hjá eigendum blaðsins, þegar hann birti á menningarsíðunni mjög svo niðurdrepandi gagnrýni um uppfærslu Austurvallarleikhússins á gleðileiknum Sandkassinn. Sérstaklega þóttu ærumeiðandi ummæli um frammistöðu aðalleikenda forkastanleg. Var Grímgarður Hrollvar lækkaður niður í tign blaðbera. HINRIK MÁR JÓNSSON Örlaga örsögur Hjördís Ósk Óskarsdóttir hefur gert garðinn frægan með árangri sínum í þrekkeppnum ýmiskonar bæði innanland sem utan. M.a. hefur hún unnið titilinn hraustasta kona Íslands í EAS þrekmótaröðinni tvisvar sinnum. Hjördís Ósk er fædd árið 1984 og ólst upp á Hvammstanga, dóttir þeirra Dalrósar Gottschalk og Óskars Geirs Péturssonar. Íþróttagrein: -Æfði sund og frjálsar íþróttir til 17 ára aldurs, eftir það tóku körfubolti og fótbolti við. Ég spilaði körfubolta til 2008 en fótbolta til 2010 en þá tók Crossfit við. Íþróttafélag/félög: -Spilaði körfubolta og fótbolta með Tindastól. Æfi Crossfit í dag hjá Crossfit stöðinni. Helstu íþróttaafrek: -Hef tvisvar farið á heimsleikana í Crossfit í LA, náði 17. sæti á heimsleikunum í fyrra. Vann crossfitkeppnina Fit as fuck í Danmörku árið 2012, var í 7. sæti í einstaklingskeppninni á Evrópuleikunum í Crossfit árið 2011. Hef tvisvar unnið titilinn hraustasta kona Íslands í EAS þrekmótaröðinni og varð í 4. sæti í Nordic showdown í Svíþjóð núna 19. október síðastliðinn. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég náði 95 kg í Clean & Jerk á Nordic Showdown mótinu í Svíþjóð. Neyðarlegasta atvikið: -Að klúðra wodinu „Diane“ á Evrópumótinu í Crossfit 2011. Einhver sérviska eða hjátrú? -Verð alltaf að fá minn átta tíma svefn fyrir keppni. Uppáhalds íþróttamaður? -Á mér ekki neinn uppáhalds, en í æsku þá leit ég rosalega mikið upp til Völu Flosa. Annars er uppáhalds crossfittarinn minn Jason Khalipa sem var í 2. sæti á heimsleikunum núna í ár. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Myndi keppa við Hafdísi systur í spilinu kleppara. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Við báðar alveg trylltar af keppnisskapi, geðveikt stressaðar og farnar að garga hvor á aðra, og enda svo í hláturskasti. Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Allt sem ég hef gert hefur að mestu snúist um íþróttir. Lífsmottó: -Komdu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Amma Hjödda, yndislegasta kona sem ég hef kynnst, hún var alltaf svo lífsglöð og jákvæð og naut þess að vera til. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Vinna við að þjálfa Crossfit í Crossfit stöðinni, sem og að æfa á fullu fyrir Evrópumótið í Crossfit Hvað er framundan? -Íslandsmót í Crossfit í lok nóvemer og svo Crossfit mót í London í janúar. GUNNAR SANDHOLT -Ég held ég sé búinn að kaupa tvær jólagjafir, veit ekki hvort ég gef þær báðar, það voru bækur sem ég keypti á bókamarkaði á spottprís. ANDRI GÍSLASON -Nei, ekki ennþá. ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR -Nei, ég er ekki byrjuð á því. SIGRÚN ALDA SIGHVATS -Verður maður að kaupa þær? Feykir spyr... [SPURT Í RÁÐHÚSINU Á KRÓKNUM] Ertu farin/n að versla jólagjafir? EFEMÍA BJÖRNSDÓTTIR -Nei, ég er ekki byrjuð, en það styttist í það.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.