Feykir


Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 6

Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 6
6 Feykir 47/2013 kemur ekki mikið á óvart því við höfum haft tilfinningu fyrir hrakandi lesskilningi, segir Óskar og telur um sam- félagslegt vandamál að ræða. Hann segir skólann geta gert mun betur, heimilin og samfélagið einnig. -Við þurf- um að vinna saman til þess að snúa við þessari þróun. En auðvitað er þetta umhugsunarefni fyrir okkur öll þegar lesskilningi hrakar, sem er undirstaðan fyrir þetta daglega líf, þ.e. að geta lesið sér til skilnings. Það ber að taka það mjög alvarlega, segir Óskar. -Þetta er samspil sem við þurfum virkilega að hugsa um. Krakkar lesa miklu minna Pisakönnunin er alþjóðleg könnun sem Íslendingar hafa tekið nokkrum sinnum þátt í síðustu ár en hún er tekin á þriggja ára fresti. Það eru 10. bekkingar sem taka hana en prófað er í almennum lesskiln- ingi, náttúrulæsi og almennri stærðfræði. Óskar segir að það megi alveg setja spurninga- merki um áreiðanleika könn- unarinnar því eðli málsins samkvæmt sé erfitt að meta lesskilning í Suður-Evrópu gagnvart Norður-Evrópu þar sem menningarmunurinn sé mikill. -Menn eru að reyna að búa til eitthvert tæki sem mælir mun á milli landa og taka þetta mjög alvarlega. En ég set alltaf spurningarmerki við áreiðan- leika könnunarinnar því þetta er mjög erfitt að mæla. Hins vegar eru vísbendingarnar klárar um niðurstöðurnar. Það Af bókum, spjaldtölvum og Pisarannsókn Miklar umræður hafa farið fram í fjölmiðlum undanfarið um niðurstöður Pisakönnunarinnar sem nýlega voru birtar en þær benda til þess að frammistöðu íslenskra nemenda hafi hrakað á þessum áratug í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræði. Könnunin var gerð árið 2012 og áhersla lögð á fyrrnefndar greinar. Feykir hafði samband við Óskar G. Björnsson skólastjóra Árskóla á Sauðárkróki og forvitnaðist um Pisakönnunina og skólastarfið almennt fyrr og nú. mismunandi, sumir koma mjög vel út úr t.d.samræmdu prófunum en aðrir ekki þó eru svipuð heimili, kennarar og skóli. Það gerist líka í Pisa- könnuninni, því er áreiðan- leikinn minni. Verri niðurstaða á landsbyggðinni Athygli vekur að oft hefur landsbyggðin komið verr út í könnunum sem gerðar eru í skólum landsins og eru sam- ræmdu prófin þar áberandi og þá kannski í ensku í 10.bekk en Óskar segir að svo virðist sem krakkar á höfuðborgarsvæðinu hafi eitthvert umhverfistengt forskot í því fagi. Varðandi landsbyggðina og Pisakönnun árin 2009 og 2006 segir Óskar að Skagafjörður hafi komið mjög vel út, mun betur en höfuðborgarsvæðið. -Við vitum ekki hvernig þetta er núna en ég átta mig ekki á því hvort að það séu einhverjar skynsamlegar skýr- ingar af hverju landsbyggðin kemur verr út. Það eru margir þættir sem hafa áhrif, nemendurnir, skólamenning- in, kennararnir, heimilin og umhverfið. En ég held að eftir niðurstöður Pisakönnunar- innar 2009 hafi skólar á höfuð- borgarsvæðinu farið í sérstakt átak í að nemendur tækju þetta próf alvarlega. Það gæti verið ein skýringin. Óskar segir að ekki sé um neinn sérstakan undirbúning að ræða í Árskóla fyrir prófið frekar en í flestum skólum enda er það ekki tilgangurinn, hann sé að taka stöðuna eins og hún er á þeim tíma sem prófin eru lögð fyrir. Góðu fréttirnar eru þær, og koma fram í Pisakönnuninni, að krökkunum líður almennt betur í skólunum en áður og þeir eru áhugasamari um námið þannig að sóknarfærin eru svo sannarlega til staðar. Það er eitthvað til að byggja á. Yndislestur innleiddur í skólastarfið Í dag stunda nemendur svo- kallaðan yndislestur í skólan- um þar sem þau lesa sér til yndisauka en Óskar segir að áður fyrr hafi ekki þurft þannig fyrirkomulag þar sem flestir krakkarnir voru alltaf með bækur í gangi. Hann segir að núna þurfi á því að halda að búa til stundir þar sem krakk- arnir lesa sér til skemmtunar. -Við í Árskóla höfum Óskar G. Björnsson skólastjóri Árskóla VIÐTAL Páll Friðriksson en áður og hafa þar af leiðandi mun minni orðaforða og skilja oft ekki orðin sem þau eru að lesa. Þau lifa í tölvu- og upplýsingaheimi og þar eru önnur orð sem þau skilja betur. Ef búið væri til próf sem myndi mæla það og þá væri sá skilningur væntanlega í betra lagi. Varðandi Pisarannsóknina sjálfa segir Óskar að Skaga- fjörður hafi komið vel út síðustu tvö skipti og verið með efstu svæðum á landinu. Enn sem komið er hafa niðurstöður úr síðustu könnun einungis verið teknar saman úr kjördæmum en ekki svæðum innan þeirra og þar kemur í ljós að Norðurland vestra kemur ekki vel út. Að sögn Óskars eru því vísbendingar um að Skagfirðingarnir séu ekki jafn háir og hefur verið. -En þá kemur á móti að áreiðanleikinn er ekki það mikill. Könnunin er þriðja hvert ár, árgangar eru mjög Óskar ásamt Kristbjörgu Kemp deildarstjóra í skólaferðalagi 10. bekkjar síðasta vor. Óskar segir að bjart sé framundan í skólamálum á Sauðárkróki og sóknarmöguleikar margir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.