Feykir


Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 8

Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 8
8 Feykir 47/2013 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með fallegri haustvísu eftir Ingólf Ómar Ármannsson. Grösin falla gulna strá grána fjallatindar. Blikna valla blómin smá bitrir gjalla vindar. Falleg hringhenda þar á ferð. Þá kemur næst sléttubandavísa eftir Ingólf. Lyndi nærir, ekki er óhress slíkur maður. Yndi færir síður sér sjálfum hossar glaður. Önnur sléttubandavísa og þar að auki hringhent kemur hér eftir Ingólf. Mikil snilldarvísa þar á ferð. Ljóðin glettin hljóma hér heldur léttist öndin. Óðinn fléttar vísna ver vandar sléttuböndin. Tvær hringhentar vetrarvísur koma hér í viðbót eftir Ingólf Ómar. Fönnin prýðir fjöllin blá frónið víða klæðir. Vetrarhríðin grimm og grá geysi stríð þá næðir. Hreytist mjöll um hlíð og völl hylur fjöllin bláu. Veðrasköllin vekja öll vetrartröllin gráu. Það mun hafa verið Ármann Þorgrímsson sem gerði svofellda játningu. Yrkja um hesta ekki kann eða lof til kvenna en níðvísur um náungann næstum sjálfar renna. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveitinni skilur vel þessa hæfileika Ármanns. Hæfileikinn víst er við að virkja ljóðastafi. Þett´ er árans innrætið ekki nokkur vafi. Sigrún Haraldsdóttir kannast við vinsældir vafasamra vísna. Um merarbögu mjög vel gerða múgur lítið blaðrar. Meðan ljótar vísur verða vinsælli en aðrar. Stefán Skafti Steinólfsson yrkir á haustdegi svo lipra hringhendu. Hátt til fjalla held með vín, heim mun „valla“ nenna. Hundar gjalla. Hrossin fín hér um stalla renna. Önnur hringhent kemur hér eftir Stefán. Sól í heiði, glaðnar geð geisla breiðir víða. Gatan seiðir, geng ég með. Gleðin eyðir kvíða. Vísnaþáttur 607 Pétur Stefánsson er afkastamikill hagyrð-ingur. Yrkir endalaust um ástir og vín og er ekki frítt við að undirritaður öfundi hann hálfpartinn af þeim góðu veitingum. Hann mun eiga þessa. Ástar hef ég yndi kynnst oft ég við það dunda, ég yrki um það sem öllum finnst allra best að stunda. Friðrik úr Mývatnssveitinni er eitthvað vantrúaður. Pétur yrkir oft með glans um yndi mjúkra vara. En kynlífið er held ég hans hugaríþrótt bara. Ármann Þorgrímsson heyrir af þessari nýju íþrótt og yrkir. Útlitið sem guð mér gaf gengur illa í stelpurnar. Lítið hef ég yndi af að ímynda mér kvennafar. Það mun hafa verið Hákon Aðalsteinsson sem velti fyrir sér fræðum Kára Stefánssonar og komst að eftirfarandi niðurstöðu. Það birtist eflaust býsna margt í bókum hans. Því sitthvað gerist síðla kvölds til sjós og lands. Svo ef hann rekur okkar gen til upprunans, þá fara allar ættarskrár til andskotans. Það mun hafa verið presturinn, sem varð að söðla sinn hest og ríða frá Æsistöðum í Langadal fram í Svartárdal til að vinna þar hin ýmsu embættisverk, séra Gunnar Árnason sem orti svo. Illu að sletta á ei til manns og um það frétt að bera. Þú átt að létta lundu hans og leiðina slétta gera. Vera farinn að rifja upp vísur eftir þennan ágæta prest langar mig að láta fljóta með tvær af þeim ágætu vísum sem hann orti í minningu síns góða reiðhests, Sörla. Herra þegar heimi frá held á dauðavaðið. Sendu mér hann Sörla þá sit ég hann best í hlaðið. Oft fær Sörli munann mýkt minnir hann á vorið. Það er draumi og ljóði líkt létta hýrusporið. Þeir sérar Gunnar og Helgi Sveinsson munu hafa sótt um sama prestembætti, líklega í Kópavogi. Vissi Helgi að Gunnar hafði verið í stjórn Sölufélags Austur-Hún, sem hann kallaði reyndar sláturfélag, og orti svo fallega. Presta gerist mikil makt margir ríða nú til þinga. Hvorki er framlag slappt né slakt Sölufélags Húnvetninga. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Atli á góðri stundu. Þegar litið er út um gluggann á skrifstofu minni við Aðalgötuna hér á Króknum blasir við sjónum blámálað hús, og á því hvítt skilti með máluðum, svörtum stöfum: „Verzlun H. Júlíusson“. Þó skiltið gefi til kynna að þar sé rekin búð, eins og vissulega er raunin, þá er innan veggja einnig og ekki síður að finna nokkurs konar félagsmiðstöð og jafnvel menningarstofnun ef út í það er farið. Og yfir öllu saman ríkir að sjálfsögðu kaupmaðurinn sjálfur, Bjarni Har. Eitt sinn snemma vors gerðist það, að Bjarni kom yfir götuna og upp á skrifstofu til mín, sem reyndar er ekki í frásögur færandi að öllu jöfnu. Í þetta sinn var hann Atli Gunnar Arnórsson í Varmahlíð skrifar Ljáirnir uppseldir ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is hins vegar alvarlegur í bragði og kom sér beint að efninu: „Jæja vinskapur, nú er síðasta sending af ljám orðin uppseld, og við þurfum að gera nýja pöntun í tæka tíð áður en heyannir byrja.“ Ég skynjaði strax alvöru málsins, enda var Bjarni með þykkan pöntunarlista undir hendinni, prentaðan á brúnan pappír. Á forsíðu þessarar miklu bókar stóð, ef ég man rétt: „Cattleweight, Mowitz & sons ltd., New York – Ordering Catalogue“. Kann þó að vera að ég muni nafnið á fyrirtækinu ekki hárrétt, en það breytir ekki öllu á þessu stigi máls. Á forsíðunni stóð ennfremur ártalið 1947 og efst á hana var handskrifað með feitum blýanti: Har. Júl. Í listanum kenndi margra grasa, meðal annarra verkfæra voru þar tveggja feta langir bakkaljáir, dúsínið á 1 dollar og 50 cent. Það var sem sagt úr þessum vörulista sem síðasta sending af ljám hafði komið í Verzlun H. Júlíusson, en nú voru þeir seldir allir sem einn og hætta á að heyfengur í Skagafirði yrði með lakara móti komandi sumar vegna verkfæraleysis. Mér var því falið það verkefni að hafa uppi á umboðsmanni þeirra Cattleweight, Mowitz og sona hér á landi, og ef ekki vildi betur til þá skyldi ég síma beint til höfuðstöðvanna í New York og fékk fullt og óskorað umboð til að ganga frá pöntun á næsta partíi af ljám fyrir hönd verslunarinnar. Skemmst er frá að segja, að þarna hafði ég ekki erindi sem erfiði, enda þeir kumpánar víst löngu hættir allri verslun, bæði með ljái og annan varning. Þegar ég gerði Bjarna grein fyrir þessu, þá var helst á honum að skilja, að honum þættu nútímakaupmenn eins og þeir Cattleweight og Mowitz heldur úthaldslitlir í fyrirtækjarekstri. Hann sneri því viðskiptum sínum annað og fékk ágæta ljái í tæka tíð fyrir sumarið. Allmörgum árum áður en ljáirnir seldust upp var ég staddur í búðinni þegar inn kom maður sem var auðsjáanlega að flýta sér. Hann greip þykka vinnuvettlinga úr bláu gúmmíi úr hillunni við útidyrnar og bað svo Bjarna um tiltekna gerð af reyktóbaki, sem hann og fékk. Þá þakkaði maðurinn fyrir sig og kallaði til Bjarna á útleiðinni: „Skipið er að fara, ég þarf að drífa mig, þú skrifar þetta hjá mér er það ekki?“ Bjarni rétt náði að svara manninum áður en hurðin skelltist á eftir honum: „Já vinur minn, ekkert mál!“ Svo leit hann á nærstadda með spurnarsvip og sagði: „Vitið þið hvaða maður þetta var?“ Já, svona gengur lífið nú fyrir sig í útbænum. Það eru forréttindi að fá vera þátttakandi í slíku samfélagi og að kynnast mönnum eins og Bjarna Har. - - - - - Ég skora á Gunnar Rögnvaldsson, staðarhaldara á Löngumýri, að skrifa næsta pistil.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.