Feykir


Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 5

Feykir - 12.12.2013, Blaðsíða 5
47/2013 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Úrtaksæfingar yngri landsliða í knattspyrnu Tindstælingar boðaðir á æfingar Úrtaksæfingar yngri landsliða hafa verið haldnar undanfarið og boðuðu þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðs- þjálfari U19 og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna þrjár stúlkur úr Tindastól á æfingarnar um síðustu helgi. Þá mun einn piltur hafa fengið boð um að mæta um næstu helgi. Stúlkurnar þrjár heita Jóna María Eiríksdóttir og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir í árgangi 1998 og Hugrún Pálsdóttir fædd 1997. Konráð Freyr Sigurðsson var boðaður á úrtaksæfingar vegna U19 liðs karla í annað skiptið í vetur. /PF 1. deild karla : Vængir Júpiters - Tindastóll 63-115 Vængir Júpiters náðu ekki að rugga Stólunum ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Gauti Ásbjörnsson heldur með Man Utd Deildin er ekki eitt kapphlaup Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir fv. landsliðsmarkmaður í U17, U19 og U21 skoraði á frjálsíþróttakappann og litla bróður sinn, Gauta, að svara spurningum í Liðinu mínu þessa vikuna. Gauti, sem nú býr í Gautaborg í Svíþjóð og leggur stund á doktorsnám í Vélaverkfræði við Chalmers Háskólan í Gautaborg, heldur með Man. Utd. --Já, það er Man. Utd. eins og Dúfa sagði en hún segir nú ekki allan sannleikann. Ástæðan var nú aðallega til þess að ergja Dúfu en síðan hafa þeir bara alltaf verið betri en Liverpool síðustu 25 árin. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Sigri auðvitað, hvað annað? En það virðist vera erfitt fyrir þá að komast í gang eftir að Ferguson hætti. Fimm töp svona snemma verður erfitt að vinna til baka. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef ekki verið að fylgjast mikið með enska boltanum í ár en að sjá þá svona langt niðri á töflunni er ekki gaman. Þeir verða bara að girða sig í brók og vinna restina. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Deilurnar hafa bara verið á léttu nótunum og þá aðallega við einstaka Liverpool aðdáendur. Nefni engin nöfn... þessir einstaklingar (eða einstaklingur) hafa einstaka hæfileika að sjá ekki hlutina í réttu ljósi þegar kemur að fótbolta. Deildin er ekki eitt kapphlaup, maður verður að hafa þrekið til þess að klára alla 38 leikina. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Ryan Giggs hiklaust. Hann hefur sannað sig sem einn af betri leikmönnum í heiminum. Gaurinn er 40 ára og er ennþá einn af burðarstólpunum í liðinu. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei, því miður, það hefur ekki orðið af því. Var að reyna að skipuleggja ferð frá Svíþjóð með smá vinahóp til þess að fara á Chelsea – Man. Utd. í lok deildarinnar ef ég man rétt en það rann út í sandinn nokkrum vikum áður. Það getur vel verið að maður skelli sér á leik einhvern tímann þegar maður er í London og Man. Utd. spilar á móti Chelsea eða Arsenal. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Ekki í augnablikinu. En gömlu plakötin hanga ennþá á veggjunum heima hjá foreldrunum frá ´99 þegar Man. Utd. tókst að landa þrennunni. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Já, ég á nú engin börn ennþá til að heilaþvo en það er alltaf hægt að fá systkinabörnin til þess að halda með réttu liði. Var líka í þessum töluðu orðum að sannfæra kærustuna að hún ætti nú að halda með Man. Utd. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei, ég hef ekki haft neina ástæðu fyrir því að skipta. Þeir hafa alltaf staðið undir væntingum. Uppáhalds málsháttur? - Það er skammgóður vermir að pissa í skóna sína. Einhver góð saga úr boltanum? -Það sem kemur nú fyrst upp í hugann er keppnisferðin sem við fórum í 4. flokki til Danmerkur. Þetta voru miklu fleiri leikir og með styttri hvíld á milli en við vorum vanir. Fyrir ferðina keypti ég nýja takkaskó og eftir örfáa leiki byrjaði ég að fá verki í fæturna sem urðu bara verri og verri eftir hvern leik. Í síðasta leiknum (þá búinn að spila allar mínútur í öllum leikjum) var það orðið svo slæmt að ég var byrjaður að haltra og stuttu eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði kallaði Siggi Donna á mig og spurði hvort ég vildi skipta og setjast á bekkinn. Ég svaraði eitthvað í þá átt: „Já endilega“. 10 mín. seinna var ég ennþá inni á vellinum. Það endaði með því að ég spilaði allan leikinn. Seinna spurði ég Sigga af hverju hann setti mig ekki á bekkinn, þá sagði hann að hann hafi heyrt mig segja „Nei ekki núna“. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Já, þeir eru nokkrir. Sá seinasti sem ég varð fyrir var frá nokkrum stangastökkvurum hérna í Gautaborg. Fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar ég átti afmæli þá sendu þeir fullt af auglýsingum inn á Blocket.se (þar sem maður getur keypt og selt hluti á netinu) um það að ég ætlaði að selja sjónvarpið, sófann og eiginlega alla búslóðina fyrir slikk. Síminn stoppi ekki allan daginn, ekki fyrr en mér tókst að finna auglýsingarnar og loka fyrir þær. Spurning frá Dúfu - Hvenær ætlar þú að flytja heim? -Hehe, það er erfitt að segja. Reyni að komast hjá því að hugsa of mikið um það hvar ég verð eftir tvö ár. Á tvö ár eftir af náminu og fyrst þá fáum við að sjá hvar ég lendi. Gæti verið allt frá Íslandi til Ástralíu? Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Jón Kristinn Skúlason Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvernig myndir þú bregðast við ef Dominic byrjaði að halda með Liverpool?LUMARÐU Á FRÉTT? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Hann Feykir okkar kemur út einu sinni í viku allan ársins hring, löðrandi í málefnum líðandi stundar með ofur áherslu á Norðurland vestra. Sendu okkur endilega fréttaskot, pistil, mynd eða bara ábendingu um ... eitthvað! Hafðu samband – síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is Við minnum einnig á Feykir.is – fullt net af fréttum og fíneríi alla daga! Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Áskriftarsíminn er 455 7171 Tindastóll lék við Vængi Júpiters í Rimaskóla í 1. deild karla í körfubolta sl. föstudagskvöld. Ekki reyndust Vængirnir mikil fyrirstaða en Tindastóll lék vel allan leikinn og hafði betur í öllum leikfjórðungum með 11-15 stiga mun og enduðu á að sigra 63-115. Stólarnir komust í 0-5 og lentu aldrei undir í leiknum. Þeir voru yfir 17-28 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 30-56. Að loknum þriðja leik- hluta var munurinn orðin 40 stig og staðan 47-87 og enn og aftur sigldu Stólarnir öruggum sigri í höfn. Antoine Proctor var stigahæstur í liði Tindastóls með 33 stig og hann hirti 6 fráköst. Þá gerði Helgi Rafn 27 stig og tók 5 fráköst. Darrel Flake gerði 19 stig og tók 6 fráköst. Á sama tíma tapaði Þór á Akureyri á Akureyri gegn Hreinsa Birgis og félögum í Hetti og hafa Stólarnir því loks náð alvöru forystu í slagnum í 1. deildinni. Á föstudag gefst möguleiki á að auka muninn en þá kemur lið Þórs í heimsókn í Síkið. /ÓAB Stig Tindastóls: Proctor 33, Helgi Rafn 27, Flake 19, Pétur 12, Helgi Margeirs 10, Ingi Rafn 4, Ingimar 4, Páll 4 og Finnbogi 2. Dregið í Powerade-bikarnum í körfubolta Tindastóll fer í Grafarvoginn Dregið hefur verið í átta liða úrslit í Powerade-bikarkeppni karla í körfunni. Ekki fékk lið Tindastóls heimaleik en strákarnir drógust á móti liði Fjölnis sem rétt eins og Stólarnir leikur í 1. deild. Tindastóll á því góða möguleika á að skila sér í fjögurra liða úrslit. Mörg sterk lið hafa hellst úr lestinni í bikarkeppninni en sem dæmi má nefna að KR, Snæfell, Keflavík og bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik. Í átta liða úrslitum mætast síðan úrvalsdeildarlið Grindvíkinga og Njarðvíkinga og Þór Þorlákshöfn og Haukar og loks mætir ÍR b-liði Keflavíkur. Ekki er búið að ákveða leikdaga en þó er klárt að leikið verður 18.-20. janúar. /ÓAB Gauti Ásbjörnsson stangastökkvari. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir á fullri ferð. Proctor setti 33 stig í leiknum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.