Feykir - 19.12.2013, Qupperneq 19
48/2013 Feykir 19
Spákonur Spákonuarfs á
Skagaströnd héldu fund eitt
kvöld fyrir skemmstu og
Göngum mót hækkandi sól
með djörfung og dug
Völvuspá – Spákonuarfs á Skagaströnd 2014
UMSJÓN
Páll Friðriksson
spáðu frá sér allt vit eins og ein þeirra komst að
orði en það var árið 2014 sem þær rýndu í.
Allskonar tæki eru notuð við spárnar, spil, rúnir,
völur og jafnvel fleira og er niðurstaðan sú að í
vændum er ágætt ár. Óhætt er að segja að spár
þeirra spákvenna hafi vakið athygli fyrir hve
sannar þær eru. Þannig spáðu þær réttilega fyrir
gengi pólitíkurinnar fyrir þetta ár, sáu fyrir sér
hver tæki við formennsku í Samfylkingunni,
hvaða flokkar kæmust að völdum og hvaða
flokkur myndi hverfa af yfirborðinu. Þá sáu þær
fyrir að Jón Bjarnason sagði skilið við Vinstri
græn. Um veðurfarið fóru þær nærri með slæmu
hreti í september sem gekk eftir og bændur
flýttu leitum víða um land. Enn bera spákonur
ugg í brjósti gagnvart haustdögum og segja þær
að dökk ský vera á lofti sem ættu ekki að koma
mönnum í opna skjöldu að fenginni fyrri
reynslu. Í pólitíkinni sýnist þeim sem að
kosningaúrslit verði með hefðbundnu sniði á
svæði Feykis, enda flestir íhaldssálir inni við
beinið hvar í flokki sem þeir standa og verðbólgu
sjá þær lækka þegar kemur fram á árið og gengið
haldast stöðugt. Það er ekki slæmt!
Veðurfar og náttúruhamfarir
Stjórnmálin – Sveitarstjórnarkosningar
VÖLVUSPÁIN 2014
VÖLVUSPÁIN 2014
48/2013
Margir spá í þær ráðstafanir sem nú eru á
döfinni hjá ríkisstjórninni, fólk er tortryggið og
hætt að gera sér stórar vonir. Sviptingar verða
um málið á Alþingi, sem ná fram á komandi
ár og ættu ráðamenn að reyna að ná samstöðu
og vanda til verka, þá verður þetta almenningi
til góðs. En gæta sín á hvatvísi og flumbruhætti.
Enda þótt miklar umræður og ágiskanir hafi
verið um breytingar á ráðherraliði stjórnar-
innar, þá eru þær ekki áberandi í spilunum,
enda verjast spilin allra fregna um þetta mál
og sama gerði valan, hún snéri margsinnis
uppá sig með þeim skilaboðum að þetta kæmi
okkur lítið sem ekkert við og flokkast því
trúlegast undir ríkisleyndarmál. Spurning um
að beita hlerunum eða tækni hakkara, enda
virðist sem eitthvað verði meira um slíkt á
nýju ári.
Sveitastjórnarkosningar á komandi vori gera
mörgum heitt í hamsi og virðist sem ýmsum
klækjum verði beitt. Kjósendur munu koma á
óvart, með vali sínu á fulltrúum þeim er starfa
eiga á næsta kjörtímabili. Bjartsýni og
væntingar eru miklar til hinna nýju vanda er
eiga að sópa svo vel. Ýmsir telja að þeir standi
illa undir væntingum, og verða fyrir nokkrum
vonbrigðum, munu sumir hreinlega telja að
atkvæði sínu hafi verið illa varið og kastað á
glæ.
Kosningaúrslit verða þó með hefðbundnu sniði
á svæði Feykis, enda flestir íhaldssálir inni við
beinið hvar í flokki sem þeir standa. Einhverjar
mannabreytingar eru þó sjáanlegar, gamlir
jálkar víkja fyrir yngra fólki, en stefnan virðist
vera sú sama.
Áfram verður varnarbarátta um búsetu- og
atvinnuþróun á Norðurlandi vestra og nýliðar
í sveitastjórnum sjá fljótt að við ramman reip
er að draga, en með bjartsýni og nýrri sýn á
hvernig skal taka á vandamálum tekst að
byggja upp til framtíðar. Þó er óvíst að það
hefjist á næsta ári. Umfram allt er að koma
sér uppúr gamla farinu.
Eins og vanalega byrjum við á að rýna í
veðurfarið hér á Norðurlandi.
Árið heilsar með hríð og kulda, ekki ólíklegt að
lítið verði um áramóta- og þrettándabrennur
og flugeldar ná varla nokkurri hæð.
Í þorrabyrjun fer að blota sem verður þó ekki
til mikilla bóta. Farsæl tíð þegar kemur fram á
útmánuð og sumir munu telja vorið vera
komið. Ekki verður þeim að ósk sinni því enn
er von á vetrarhörkum sem gera vart við sig
um sumarmálin, síðan brestur á með blíðu.
Allt lítur út fyrir að sumarið verði hagsælt, en
varið ykkur á Jónsmessuhreti. Góð heyskapartíð
og ætti að viðra vel á túrista sem sækja okkur
heim. Enn berum við ugg í brjósti gagnvart
haustdögum og þar eru dökk ský á lofti sem ættu
ekki að koma mönnum í opna skjöldu að fenginni
fyrri reynslu. Enn sem fyrr er ráðlegt að gá vel að
skepnum og flýta leitum. Svo hyllir undir indíána-
sumar og lítið skíðafæri fyrir áramót.
Þó tíð sé góð geta komið snögg og hörð áhlaup,
gleymið því ekki. Desember heilsar vel en kveður
kuldalega. Klæðið ykkur því vel og farið í föður-
landið.
- - - -
Við vitum ekki alveg hvað varð um þessi umbrot
sem við sáum í spilunum í fyrra, ef til vill var það
bara í okkur sjálfum. En nú lýsa spilin yfir kyrrð
og ró í náttúrunni, en ef til vill snýst það upp í
andhverfu sína. Við tökum ekki ábyrgð á því.