Feykir - 19.12.2013, Side 20
20 Feykir 48/2013
Atvinnumál
Það verður svo sem ekki neinn rífandi gangur í atvinnumálum landsins á árinu, en við
höfum séð það svartara. Atvinnuleysið fer upp og niður og er því miður ekkert á útleið
a.m.k. ekki þetta árið. Stóriðjuframkvæmdir í uppnámi og verða í algjörri biðstöðu á
árinu.
En það ruddust fram öll bestu spilin og birti yfir spákúlunni þegar við spurðumst fyrir um
sjávarútveginn. Þar mun ára vel og allt á uppleið og ekki verður annað séð en að farsæl
lausn náist í hinni margumræddu makríldeilu og megum við bara vel við una.
Verðbólga lækkar þegar kemur fram á árið og gengið helst stöðugt, þvert á allar hrakspár
þar að lútandi.
Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og munu nokkrir frægir einstaklingar sækja
okkur heim hér á norðvestur svæðið og mæra móttökurnar svo, að í kjölfarið koma margir
slíkir gestir í heimsókn. Þar eru í fararbroddi ung kona og eldri maður, gætu verið frægar
kvikmyndastjörnur frá henni Hollywood eða kóngafólk með blátt blóð í æðum. Almúginn
mun svo vilja feta í fótspor þeirra. Gistirýmum mun fjölga töluvert á svæðinu. Nú þarf að
fara að huga að mat í potta og búa um rúm handa væntanlegum gestum.
VÖLVUSPÁIN 2014
y ir 48/2013
GLEÐILEG JÓL
Starfsfólk ISS óskar viðskiptavinum sínum
og öðrum landsmönnum
GLEÐILEGRA JÓLA
OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI
ISS Ísland ehf. - Borgum-Norðurslóð - 600 Akureyri - Ísland
Sími: +354 5 800 600 - GSM: +354 693 4946 - E-mail: erla@iss.is - www.iss.is
Óska viðskiptavinum og Skagfirðingum öllum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Með innilegri þökk fyrir góðar móttökur á líðandi ári.
Björgvin Jónsson, leigubílstjóri - Sími 699-7001
Á fundi bæjarstjórnar Blönduóss í síðustu viku var lögð fram til
síðari umræðu fjárhagsáætlun 2014. Arnar Þór Sævarsson,
bæjarstjóri, stiklaði á stóru í stefnuræðu sinni sem lögð var fram á
fundinum en miklar umræður urðu um áætlunina samkvæmt vef
Blönduósbæjar.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð um 9,7
milljónir króna.
Samkvæmt áætluninni munu tekjur vaxa um rúmar 28
milljónir frá upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 en gjöld um 8
milljónir. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um tæpar 62
milljónir en var áætluð 2013 um 39 milljónir. Framlegð frá
rekstri er áætluð um 14% , veltufé frá rekstri vex á milli ára og
verður um 12%.
Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að skuldir samstæðunnar
haldi áfram að lækka og að heildaskuldir verði um 142% af
tekjum í árslok 2014.
Gjaldskrár verða ekki hækkaðar á leikskóla, skóladagheimili eða
skólamáltíðum og er með því verið að draga úr vægi
kostnaðarhækkana og vill sveitarfélagið með því móti leggja sitt
af mörkum til að draga úr verðbólgu á Íslandi. /PF
Hollvinasamtök Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Sauðárkróki
skora á stjórnvöld að hverfa
frá áformum um sameiningu
heilbrigðisstofnana á Norður-
landi. Í nýju fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar er gert ráð
fyrir að sameina heilbrigðis-
stofnanir á landsbyggðinni og
verði þá ein í hverju heil-
brigðisumdæmi þ.e. á Norður-
landi, Suðurlandi og á
Vestfjörðum.
Helga Sigurbjörnsdóttir,
sem mest hefur barist fyrir
HS, segir stofnunina hafa
verið hagkvæma rekstrar-
einingu um áraraðir með
samþætta þjónustu á
breiðum grunni og ekki hafi
verið sýnt fram á hagræðingu
af slíkri sameiningu.
„Ekki hefur verið sýnt fram á
hagræðingu af slíkri samein-
ingu, hvorki fyrir stofnanir á
Norðurlandi, né heldur fyrir
þjóðarbúið í heild. Þvert á
móti má búast við að
heilbrigðisþjónusta verði
dýrari fyrir einstaklinga og
fjölskyldur og koma verulega
niður á lífsgæðum fólks á
þessum svæðum. Auk þess
mun sameining grafa enn
frekar undan landsbyggðinni
og verðmætum störfum mun
fækka. Skorað er á stjórnvöld
að stíga eitt skref til baka og
ræða við heimamenn um
framtíðarfyrirkomulag heil-
brigðisþjónustu á Norður-
landi,“ segir í áskoruninni.
/KSE
Blönduós Hollvinasamtök HS senda stjórnvöldum tóninn
Jákvæð niðurstaða Skora á stjórnvöld að hætta
við sameiningu