Feykir - 19.12.2013, Page 7
48/2013 Feykir 7
( ÍÞRÓTTAGARPUR ) palli@feykir.is
Jóna María Eiríksdóttir
Valin í U17 í fótbolta
og U16 í körfubolta
Jóna María Eiríksdóttir
heimasæta í Beingarði í
Hegranesi var á dögunum valin
í úrtakshóp U17 í fótbolta
en einnig hefur hún verið
kölluð til á úrtaksæfingu
U16 í körfubolta. Jóna María
er fædd árið 1998, dóttir
Eiríks Loftssonar og Stefaníu
Birnu Jónsdóttur og er hún
Íþróttagarpur Feykis þessa
vikuna.
Íþróttagreinar? -Fótbolti og
körfubolti.
Íþróttafélag/félög: -Tindastóll.
Helstu íþróttaafrek: -Komast í
úrtakshóp U17 í fótbolta og U16
í körfubolta.
Skemmtilegasta augnablikið:
-Ekkert sem stendur þannig upp
úr, alltaf gaman þegar gengur
vel.
Neyðarlegasta atvikið: -Ég
var einu sinni að keppa á
unglingalandsmóti og í einum
leiknum var eina karfan sem
var skoruð fyrir okkar lið, sjálfs-
karfa hjá hinu liðinu. Þessu
mun ég aldrei gleyma – frekar
niðurlægjandi.
Einhver sérviska eða hjátrú?
-Nei, ekki svo að ég muni.
Uppáhalds íþróttamaður?
-Carlos Puyol, varnarmaður
Barcelona
Ef þú mættir velja þér andstæð-
ing, hver myndi það vera og í
hvaða grein mynduð þið spreyta
ykkur? -Það yrði klárlega Dúfa
þjálfari, við myndum fara í 1 á 1
í körfubolta.
Hvernig myndir þú lýsa þeirri
rimmu? -Þetta yrði harður slagur.
Helsta afrek fyrir utan íþrótt-
irnar? -Ég vann, ásamt vinkonum
mínum Brynju og Matthildi
kokkakeppni í skólanum, annars
er ég ekki mikið í að gera einhver
svakaleg afrek.
Lífsmottó: -Aldrei að gefast upp!
Helsta fyrirmynd í lífinu? -Loftur
bróðir, hef alltaf litið upp til hans.
Hvað er verið að gera þessa
dagana? -Æfa og kaupa jóla-
gjafir.
Hvað er framundan? -Það eru
æfingar hjá mér rétt fyrir jól og
svo verður maður bara að halda
sér í formi yfir jólin til að koma
sterk inn eftir jólafrí.
Allir ganga sárir
frá vígvellinum
Hinrik Már Jónsson rýnir í sálarlíf hestamanna
Hugvekja sóknarnefndar-
formanns Miklabæjar-
sóknar til skagfirskra
hestamanna sem flutt var á
uppskeruhátíð hestamanna
fyrir skömmu vakti mikla
athygli og kátínu viðstaddra
enda um mikið alvörumál að
ræða. Feykir fékk leyfi til að
birta efnið með von um að
venjulegt fólk nái að skilja
hugarheim hins almenna
hestamanns.
- - - -
Það er mér langþráð fagnaðar-
efni að fá hér tækifæri til að
greina frá helstu niðurstöðum
rannsókna minna á þessum
einkennilega þjóðflokki sem
kallast hestamenn og hrossa-
ræktendur. Haldi einhver að
hér eigi að fara með einhver
gamanmál þá er það mis-
skilningur, þetta er dauðans
alvara.
Að ytra útliti er ekki mikill
munur á hestamönnum og
öðru fólki en ef sálarlífið er
skoðað kemur í ljós að ekki er
nokkrar hliðstæður að finna á
gjörvöllu ættartré homo
sapiens. Á daginn kemur að
þetta eru brothættar, ofur-
viðkvæmar tilfinningaverur
sem umgangast verður af
mikilli nærfærni svo þær bíði
ekki varanlegan skaða af.
Gagnrýni er nokkuð sem
hestamaðurinn þolir nánast
ekki og verður því að ætla að
það sé af einhverskonar
sjálfspíningarhvöt að hann
þrátt fyrir allt mætir með
sjálfan sig og hross sín undir
dóm annarra. Hestamenn hafa
búið sér til einskonar vígvöll
sem þeir íklæða nöfnum eins
og: Gæðingakeppni, íþrótta-
keppni og kynbótasýningar.
Þar er svo dubbaður upp
vitlausasti hluti hestamanna
sem á að leggja mælistiku á
hross og knapa og eru þessir
fáráðar kallaðir dómarar. Sem
vonlegt er verður enginn
ánægður með það sem frá
þessu aumingja fólki kemur og
allir ganga sárir frá vígvellin-
um. Samt mætast hestamenn
aftur og aftur á svokölluðum
hestamannamótum og alltaf er
endirinn eins.
Allt háð og spé er banvænt
eitur í eyrum hestamanna.
Hestafólk þolir það mun betur
að gert sé grín af mökum þeirra
heldur en hrossum. Já, hesta-
menn eru mjög hörundsárir
fyrir hönd hesta sinna. Gunnar
Bjarnason segir frá því í
höfuðriti sínu: Ættbók og sögu,
að hann hafi eitt sinn verið á
ferð um Langholtið og mætt
Dúdda á Skörðugili ríðandi á
stóðhesti og var Dúddi hágrát-
andi og var ástæðan sú að
Dúddi var að koma af kyn-
bótasýningu með hest sinn og
auðvitað höfðu dómaraskepn-
urnar dæmt klárinn niður í
skítinn. Á kynbótasýningum
kristallast þessi ofurvið-
kvæmni og dagfarsprúðustu
bændur ganga úr öllum
mannlegum ham þegar hross
þeirra fá ekki þá dóma sem
þeir væntu, sem er alltaf. Sá
ljúfi drengur Kristinn Hugason
varð að læsa sig inni í dóms-
skúrnum á Hellu hér um árið
þegar ósáttur hrossaræktandi
ætlaði að húðstrýkja hann með
písk og þið getið rétt ímyndað
ykkur fárið sem greip um sig á
sýningu í Eyjafirði fyrir
mörgum árum þegar ráðu-
nauturinn missti út úr sér að
hann fengi vatn í munninn
þegar hann sæi ákveðinn hest
fara eftir brautinni. Og nú
síðast í vor fór allt kerfið á
hliðina á kynbótasýningu á
Selfossi þegar minn góði
lærimeistari Magnús Lárusson
gleymdi að slökkva á míkró-
fóninum þegar hann var að
uppfræða meðdómendur sína
um ónýti sumra hrossaætta og
varð Maggi að skila skírteininu.
Það er eins og fólk viti ekki að
dómarar, þó vitlausir séu, eru
líka fólk og eiga sínar hæðir og
lægðir.
Örskáldi nokkru sem ég
þekki hefur þessi viðkvæmni
hestamanna orðið innblástur
að örsögu og hljóðar hún svo:
„Grimmmunda Kolfríður
hrossabóndi og oddviti í Stóra
Vallahreppi hefur ekki verið
mönnum sinnandi eftir að
helsta flaggskip ræktunarbús-
ins, stóðhesturinn Eistna
Brúnn, var rakkaður niður á
merasýningu á Súðavík af kyn-
hverfum meykellingadóm-
urum sem ekkert vit hafa á
hrossum. Hefur Stóri Valla-
hreppur slitið stjórnmálasam-
bandi við Súðavík en Grimm-
munda Kolfríður, höfðað
einkamál gegn meykellingun-
um á grundvelli laga númer: 6,
grein, 69, sem meinar opin-
berum starfsmönnum að
leggja almenna borgara í
einelti.'' (örlaga örsögur)
Kynbótadómarar eru opin-
berir starfsmenn og njóta því
réttinda sem slíkir. Hví er ég að
nefna þetta? Jú, það gerðist
nefnilega 1980 og eitthvað
þegar stóðhestastöð ríkisins
var og hét að ríkistarfsmenn
voru í verkfalli og komið var að
þeirri stóru stund að dæma
skyldi kynbótagripina. Voru
nú góð ráð dýr. Eigendur
hestanna þyrsti í að vera
niðurlægðir eina ferðina enn
og við því varð að bregðast.
Datt þá stjórn stöðvarinnar,
sem skipuð var þremur
valinkunnum hrossabændum,
það snjallræði í hug að þeir
myndu bara dæma graðhestana
sjálfir. Var gerður góður rómur
að þessari niðurstöðu, ekki síst
vegna þeirrar ánægjulegu til-
viljunar að þessir þrír góð-
bændur áttu megnið af þeim
hestum sem til dóms áttu að
koma og þeir því væntanlega
þekkt manna best gæði
gripanna.
Ekki þarf að orðlengja það
að þetta varð hin mesta dá-
semdarsýning, langflestir hest-
arnir fengu fínar tölur og andi
friðar og sátta sveif yfir vötn-
um. Einhvern veginn hefði
mátt ætla að þarna væru
hestamenn loksins dottnir
niður á fyrirkomulag sem
komið væri til að vera því að
það er augljóslega langbest að
hver og einn hestamaður dæmi
sín hross sjálfur. Sú varð ekki
raunin. Verkfallið leystist og
aftur komu kynbótadómar-
arnir, nú á svimandi launum,
og sáu til þess að hrossa-
ræktendur fengu aftur sín
kvíðaköst fyrir sýningar og grát
og ofsaköst eftir sýningar . Allt
var fallið í sama gamla farið. Af
þessu verður að draga þá
ályktun að eins sé farið með
hestamenn og menn af
ákveðinni ætt í Þingeyjarsýslu
að þeim líður ekki vel nema
þeim líði illa. En þarf þetta að
vera svona? Er keppnisandinn
búinn að yfirbuga hestafólk?
Er ekki kominn tími til að
upphefja hin mýkri gildi
hestamennskunnar? Er ekki
lag að hestamenn mætist á
fögrum sumardegi og knúsist?
Hesturinn er í eðli sínu
krúttlegt dýr, ætti ekki
hestamaðurinn að vera það
líka? Bjarni á Þóroddsstöðum
er í rauninni mjög krúttlegur
maður þó hann láti stundum
eins og tarfur í flagi. Ég legg til
að skagfirskir hestamenn skipi
sér í fylkingarbrjóst og mæti á
landsmót á Hellu næsta sumar
og knúsi öll krúttin sem þar
verða.