Feykir - 19.12.2013, Blaðsíða 27
48/2013 Feykir 27
FE
Y
K
IL
EG
A
F
LO
TT
A
A
FÞ
R
EY
IN
G
A
R
H
O
R
N
IÐ
Já
, r
ey
nd
u
þi
g
vi
ð
þe
tt
a!
Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar
má stelast í laufabrauðið.
Tilvitnun vikunnar
Loftkastalar eru ekki skjólgóð híbýli.
- Guðmundur frá Lundi
Sudoku
Giljagámur Stekkjaskefill hefur verið
greindur með áfallastreituröskun á háu
stigi en óheyrilegt vinnuálag og endalaust
áreiti barna í sykursjokki á jólaböllum hefur lagt þennan
prúða svein að velli og mætir hann ekki til byggða
þetta árið en verður í tvöfaldri lyfjameðferð langt fram
eftir næsta ári.
HINRIK MÁR JÓNSSON
Örlaga örsögur
ÞÓRARINN GUÐNI
SVERRISSON
-Mjög gott, svipað og önnur ár.
Vonandi sjáum við fram
á betri tíð.
Feykir spyr...
[SPURT Á KRÓKNUM]
Hvernig
heldur þú að
nýja árið
verði?
BJARKI ELMAR TRYGGVASON
-Frábært.
ARNA BJÖRNSDÓTTIR
-Hef fulla trú á að þetta verði
frábært ár.
HRAFNHILDUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
-Bara best.
ÓTRÚLEGT EN KANNSKI SATT
Rafmagnsstóllinn
Tannpína er eitthvað það versta sem getur hrjáð
fólk og er þá gott að leita til tannlækna sem
oftast ná að slá á verkina. Ótrúlegt en kannski
satt þá var það tannlæknir frá Buffalo, dr Alfred
P. Southwick (1826 - 1898), sem fann upp
rafmagnsstólinn sem notaður hefur verið við
aftökur í Bandaríkjunum.
FEYKIR fyrir 10 árum
,,Það sem
sólin sér”
Fyrir 10 árum birti Feykir
grein um Snorra Evertsson
mjólkursamlagsstjóra í MKS
þegar hann sendi frá sér 14
laga disk með eigin efni.
,,Ég hef haft áhuga á
tónlist frá því ég var í
barnaskólanum og
horfði á Eyþór spila á
orgelið. Ég var alltaf
heillaður af því hljóð-
færi, sérstaklega í
kirkjunni þar sem ég
reyndi að troða mér sem
næst orgelinu. Þegar svo
Hanna systir eignaðist
gítar, þá hafði hún engan
frið með hann fyrir mér.
Síðan keypti ég mér
rafmagnsgítar og var að
leika mér með hann
heima og spila með
hinum og þessum,
Bjarna Degi og fleirum.
Svo má ekki gleyma því
að ég var í lúðrasveitinni,
spilaði þar á básúnu”,
sagði Snorri Evertsson
mjólkursamlagsstjóri,
en Snorri kom óvænt
upp á yfirborðið sem
dægurlagahöfundur í
Dægurlagakeppni Kven-
félags Sauðárkróks árið
1997.
FEYKIR fyrir 20 árum
Jólasveinarnir
hafa tekið
tæknina í
þjónustu sína
Fyrir 20 árum mætti ljós-
myndari Feykis þeim Hurða-
skelli og Skyrgámi á leið sinni
til Hóla í Hjaltadal.
Þeir voru nýkomnir frá
því að vitja barnanna á
Hólastað og ætluðu
Flett í gömlum Feykisblöðum
Stærð dýrsins
jafnaðist á við
tvo hesta
GAMALL FEYKIR
UMSJÓN gudrun@feykir.is
reyndar að líta inn í
gamla bæinn líka ef ske
kynni að börn væri að
finna þar. Eins og sjá má
hafa þeir jólasveinarnir,
Hurðaskellir og Skyr-
gámur, tekið tæknina í
þjónustu sína, en það
voru einmitt sveinarnir
þeir sem vitjuðu barn-
anna á Hólum um þessi
jól. Að heimsókninni
lokinni tóku þeir svo til
beina stefnu á Hóla-
byrðuna, fjallið ofan
staðarins.
FEYKIR fyrir 30 árum
Sjóskrímsli
sést á Skaga
Fyrir 30 árum var rifjuð upp
saga Sigurðar Sigfússonar,
vinnumanns á Höfnum á
Skaga, þegar hann komst í
kast við sjóskrímsli er hann
var á refaveiðum á þessum
slóðum.
Sigurður taldi að stærð
dýrsins jafnaðist á við
tvo hesta, að framan var
það hátt og breitt og þar
framan á tveir ranar.
Hala hafði dýrið, sem
það lagði fram á bakið.
Engin augu var að sjá á
skepnunni, en allmargar
holur, sem Sigurður taldi
að gætu verið augu. Sem
vonlegt er varð Sigurður
mjög hræddur við dýrið
og skaut á það úr byssu
sinni og tók þá skrímslið
strikið á haf út. Atburð-
urinn átti sér stað þann
3. apríl 1854 þegar Sig-
urður var á refaveiðum.