Feykir - 19.12.2013, Side 2
2 Feykir 48/2013
Eldað undir bláhimni áfram í alþjóðlegri keppni
,,Best Local Cuisine Book” á Íslandi
Skagfirska bókin „Eldað undir
bláhimni“ sem tileinkuð er
skagfirskri matarmenningu og
gefin var út af Nýprenti fyrir
síðustu jól hefur vakið mikla
athygli bæði innanlands og
utan, en hún inniheldur
rúmlega fjörutíu uppskriftir og
fjölda stórglæsilegra ljósmynda
af skagfirskri matargerð,
náttúrufegurð og mannlífi.
Útgefandi bókarinnar tók þátt í
alþjóðlegri keppni matreiðslu-
og vínbóka, Gourmand World
Cookbook Awards.
Á hverju ári veitir
Gourmand, þeim bókum sem
þykja skara fram úr í heimi
matreiðslunnar verðlaun, en
alls eru 200 matreiðslubækur
og 50 vínbækur sem hófu
keppni. Veitt eru verðlaun í
mismunandi flokkum þar
sem tekið er tillit til innihalds,
prentunar, hönnunar o.fl. Í
lokin fer ein bók úr hverjum
flokki frá hverju landi í úrslit
og að lokum er blásið til
mikillar bókamessu, Paris
Cookbook Fair. Á bóka-
messunni fá útgefendur tæki-
færi til að hitta áhrifafólk í
matreiðsluheiminum, útgef-
endur, höfunda, matreiðslu-
menn og blaðamenn og koma
sinni afurð á framfæri.
„Eldað undir bláhimni“
sigraði í flokknum Best Local
Cuisine Book á Íslandi og mun
í framhaldinu taka þátt í
aðalkeppninni um bestu
matreiðslu- og vínbækur í
heimi. Niðurstöðurnar úr
þeirri keppni verða tilkynntar
þann 20. – 21. maí nk. í
Beijing. /GSG
Norðurland vestra
Fækkun sjúkra-
bíla frestað
Sjúkratryggingar Íslands og
Rauði kross Íslands hafa
gert með sér samning sem
tryggir áframhaldandi
rekstur flestra þeirra
sjúkrabíla á landsbyggðinni
sem taka átti úr rekstri í
janúar nk. til loka næsta
árs. Frestunin nær m.a. til
Skagastrandar og
Hvammstanga.
Samkvæmt samningi um
sjúkraflutninga sem gerður
var árið 2012 til ársloka 2015
átti að fækka bílum á
landsbyggðinni úr 77 í 68.
Fækkun bíla átti að vera
komin til framkvæmda í
næsta mánuði.
Áður var búið að fækka
bílum um þrjá og stendur sú
ákvörðun óbreytt, þar sem
fyrir liggur að þjónusta
raskast ekki vegna þeirra
breytinga.
Frestun á fækkun sjúkrabíla
tekur til þeirra bíla sem
staðsettir eru í Ólafsvík,
Búðardal, á Hvammstanga, í
Ólafsfirði, á Raufarhöfn og
Skagaströnd. Húnahornið
greindi frá þessu. /KSE
Húnaþings vestra
Fjallskila-
deildir fá styrk
Á fundi sveitarstjórnar
Húnaþings vestra í síðustu
viku var samþykkt að veita
fjallskiladeildum Víðdælinga
og Miðfirðinga styrk vegna
aukakostnaðar við göngur
og leitarstörf sem urðu
þegar þeim var flýtt sl.
haust vegna slæmrar
veðurspár.
Á fundi sveitarstjórnar
Húnaþings vestra í síðustu
viku var samþykkt að veita
fjallskiladeildum Víð-
dælinga og Miðfirðinga
styrk vegna aukakostnaðar
við göngur og leitarstörf
sem varð þegar þeim var
flýtt sl. haust vegna
slæmrar veðurspár. /PF
Mynd: Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, Óli Arnar Brynjarsson og Pétur Ingi Björnsson með bókina
Eldað undir bláhimni.
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is
Forsíðumynd: Arnþrúður Heimisdóttir
Katla Hulda Halldórsdóttir, Molastöðum og Hlynur Jónsson, Þrasastöðum, í hlutverkum
Maríu og Jósefs á aðventuhátíð Sólgarðaskóla í Barðskirkju í Fljótum..
Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Hugleiðing
Gleðileg jól og sól
Jólin eru stórhátíð um víða
veröld og margir sem nýta sér
þau til ýmissa aðgerða og
viðburða. Þeirra á meðal eru
kaupmenn en í vikunni heyrði
ég framkvæmdastjóra Samtaka
verslunar og þjónustu kvarta
yfir lélegri sölu á klæðnaði til
landsmanna. Hann var þó ekki
alveg vonlaus því opnunartími
verslana var að lengjast og hann
taldi að þá kæmust Íslendingar
almennilega í jólagírinn og
færu að versla. Jamm og fussum
svei!
Flestir tengja jólin við fæðingu
Jesúbarnsins sem lítið á skylt við
brjálæðislega verslun eða ver-
aldlegan mikilfengleik heldur
eru það mannkostir og kær-
leikur manna á milli sem skiptir
mestu máli, gæti ég trúað. En
uppruna jólahalds má rekja til
sólhvarfahátíða heiðinna
manna, sem fögnuðu endur-
komu sólarinnar sem lífgjafa,
sigri ljóssins yfir myrkrinu. Ég
var að vafra á Netinu og skoðaði
m.a. Hávamál, kvæðasamsteypu
sem lögð er Óðni í munn og er
bæði fróðleikur og heilræði til
viðvörunar eða lærdóms eins og
segir í skýringum. Ég hef ekki
kynnt mér heiðinn sið að neinu
gagni en datt í hug hvort hægt
væri að nota visku Óðins mér til
gagns á þessum tímum upp-
lýsinga og tækni rétt svona til
gamans. Vegna plássleysis
verður ritgerðin að bíða um
sinn.
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
Svona hljómar ein vísan í
Hávamálum en þarna eru
menn hvattir til að afla sér visku
og þekkingar sem hægt er að
öðlast í hverskonar ferðum.
Þjóðin er vel menntuð og flestir
sækja sér þekkingu í skóla-
kerfinu. Svo er hægt að ferðast
um allan heiminn með hjálp
tölvunnar og afla sér þekkingar
og visku á hverju því sem
hugurinn girnist. Heimskt er
heimaalið barn segir ein-
hversstaðar og það getur líka átt
við þá sem eingöngu nýta sér
það lélega efni sem einnig er að
finna í tölvuheiminum og bætir
síst á viskubrunninn.
Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans barn
og vígdjarft vera.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.
Menn ættu ekki að raupa mikið
um ómerkilega hluti eins og
mörgum er tamt heldur njóta
lífsins lystisemda og vera
vígdjarfir, a.m.k. andlega. Vera
virkir í samfélaginu, taka þátt í
félagsmálum og koma góðum
hlutum á hreyfingu. Lifðu lífinu
lifandi allt til enda.
Bú er betra,
þótt lítið sé.
Halur er heima hver.
Þótt tvær geitur eigi
og taugreftan sal,
það er þó betra en bæn.
Betra er lítið bú en ekkert.
Fátæklegt heimili getur verið
höll hins vitra sé hugur hans rétt
stemmdur og er hann þá
húsbóndi heima hjá sér. Að eiga
tvær geitur, nú eða jafnvel
ódýran bíl sem hægt er að reka
skynsamlega, er betra en vera
sífellt að lengja í tröllauknum
lánunum sem setja mann á
hausinn á endanum.
Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð eg villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman.
Það þarf nú varla að finna
nútímaskýringu á þessa snilld
enda allir með góðan lesskilning
sem hafa nennt að lesa svona
langt í pistlinum. Allar vísurnar
er hægt á einhvern hátt að
herma upp á nútímann og hvet
ég alla til að finna Hávamál og
máta sig við vísurnar og jafnvel
kynna sér þann heiðna sið sem
varðveist hefur í handritum
forfeðra okkar. Maður er manns
gaman er nokkuð sem ágætt er
að enda á og hef ég m.a. kynnst
því í starfi mínu hér á Feyki. Nú
eru tímamót þar sem ég kveð
um áramótin blaðamannsstarfið
og ritstjórn þessa blaðs og sný
mér að allt öðru. Vil ég þakka
öllum fyrir skemmtilegan tíma,
þolinmæði og gott samstarf og
óska ykkur, lesendur góðir,
bjartra tíma með hækkandi sól.
Páll Friðriksson, ritstjóri.
Gert er ráð fyrir 2,4 m.kr.
afgangi af rekstri Húnavatns-
hrepps á næsta ári samkvæmt
fjárhagsáætlun 2014 sem
samþykkt var á hrepps-
nefndarfundi í síðustu viku.
Áætlað er að tekjur muni
hækka um 14,5 m. kr. og að
rekstrargjöld muni hækka um
15,2 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir
að ný lán verði tekin á árinu.
Áætlað er að tekjur A og B
hluta hækki um 14,5 m.kr. frá
fyrra ári og verði alls um 343
m.kr. Gert er ráð fyrir að
rekstrargjöld án fjármagnsliða
hækki um 15,2 m.kr. og verði
rúmar 334 m.kr. Tekjur
skiptast þannig að skatttekjur
eru áætlaðar 54,8%, aðrar
tekjur 16,2% og framlög
Jöfnunarsjóðs 29%.
Rekstrarafgangur A og B
hluta fyrir fjármagnsliði er
áætlaður um 8,5 m.kr. og að
teknu tilliti til fjármagnsliða er
rekstrarafgangur áætlaður um
2,4 m.kr. Í áætlun um
sjóðstreymi er gert ráð fyrir að
veltufé frá rekstri verði 14,8
m.kr. /KSE
Skagafjörður
Húnavatnshreppur
77 milljón króna rekstrarafgangur
Fjárhagsáætlun 2014 samþykkt
Fjárhagsáætlun 2014 fyrir Svf.
Skagafjörð og stofnanir þess
var samþykkt á fundi
sveitarstjórnar í síðustu viku. Í
greinargerð sveitarstjóra
kemur meðal annars fram að
áætlunin sýni aðhald og
hagkvæmni í rekstri samhliða
því að standa vörð um þá
þjónustu sem veitt er.
Sveitarfélagið ætlar ekki að
hækka gjaldskrár á árinu
2014, er snúa aðallega að
börnum, barnafólki og eldri
borgurum.
Á vef Svf. Skagafjarðar segir að
helstu niðurstöður fjárhags-
áætlunar 2014 séu í saman-
lögðum A og B hluta þær að
samstæðan skilar 77 milljón
króna rekstrarafgangi. Veltufé
frá rekstri er áætlað 398
milljónir króna, fjárfestingar
áætlaðar 350 milljónir króna
og afborganir langtímalána
verða 362 milljónir króna. Ný
lántaka langtímalána verður
868 milljónir króna sam-
kvæmt áætlun og skulda-
hlutfall verði 1,41.
Þriggja ára áætlun 2015-2017
var sömuleiðis samþykkt á
fundi sveitarstjórnarinnar
með sjö atkvæðum. Gréta
Sjöfn Guðmundsdóttir og
Sigurjón Þórðarson sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna líkt og
við fjárhagsáætlun fyrir árið
2014. /PF