Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgar- stjórnarmeiri- hlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þess-ara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútíma- arkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefni- lega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstakl- ingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfils- hátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stiga- ganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúð- irnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auð- kýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykja- víkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutan- um þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri græn- um í borginni það virkilega vera brýnt forgangs- mál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðar- stefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu? Meiri lúxus Opinn kynningarfundur í Þingsal 2 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura 24. maí 2018, kl. 8:30-10:00 Hvað borða erlendir ferðamenn? – niðurstöður kannana Gallup og Maskínu Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb Hvers virði er að erlendir ferðamenn borði íslenskan mat? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Hvernig er best að kynna matarauð Íslands fyrir erlendum ferðamönnum? Brynja Laxdal, framkvæmdastjóri Matarauðs Íslands Dagskrá: áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku á www.bbl . i s AÐGANGUR ÓKEYPIS Hvað borða erlendir FERÐAMENN? Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding VIÐBURÐURINN VERÐUR LIVE Á FACEBOOKSÍÐU BÆNDABLAÐSINS Fundarstjóri: Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbygg-ingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta þessum vanda hefur verið leitað fyrirmynda á Norðurlöndum. Áhersla meiri- hluta borgarstjórnar hefur verið á fjölgun félagslegra leiguíbúða og uppbyggingu á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þessi félög eru á vegum stúdenta, eldri borgara, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri uppbyggingarfélaga sem byggja nú íbúðir um alla borg. Það er lykilatriði til að húsnæðismarkaðurinn verði heilbrigðari. Til viðbótar byggja Félagsbústaðir sérstök búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Fyrir síðustu kosningar var markmiðið sett á að yfir 2.500 leigu- og búseturéttar- íbúðir færu af stað í Reykjavík á fimm árum. Þær verða yfir 3.000 og er það sérstakt fagnaðarefni. Ekki veitir af. Húsnæði um alla borg Uppbygging öruggari leigumarkaðar heldur áfram á næsta kjörtímabili. Til viðbótar er nauðsynlegt að auka möguleika ungs fólks og fyrstu kaupenda til að eignast hagkvæmt húsnæði. Til að slík verkefni verði að veru- leika hefur borgin tekið frá lóðir fyrir slíkar íbúðir í Skerjafirði, á Veðurstofuhæð, á lóð Stýrimannaskólans, í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, Gufunesi og í Úlfarsár- dal. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Sjötíu hugmyndir bárust í hugmyndaleit að uppbyggingar- verkefnum fyrir þennan hóp í vetur og næsta skref er að fá beinar tillögur og tilboð frá áhugasömum uppbygg- ingaraðilum. Við val á samstarfsaðilum mun borgin m.a. horfa til þess hve hratt viðkomandi getur skilað hús- næðinu og á hvaða kjörum. Þetta er enn eitt verkefnið sem gerir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík fjölbreyttari og heilbrigðari. Húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Símatími borgarstjóra Það er altalað milli ritstjórna landsins hve erfitt getur verið að ná tali af borgarstjóra Reykja- víkur en oft er auðveldara að ná á ríkisstofnun á helgidegi en honum. Þegar um erfið mál er að ræða er algengt í tilviki Dags að fátt sé sagt eða þá að hann eða aðstoðarmaður hans vísi á aðra. Dæmi eru um að fjölmiðlar hafi velt því fyrir sér að sitja fyrir Degi í einhverri af hans fjölmörgu uppákomum til að koma spurningum, sem sjálfsagt er að ráðamenn svari, til hans. Í vissum tilfellum er skiljanlegt að svara ekki um hæl, en bagalegt er ef það verður reglan í stað þess að vera undantekning. Öfugur endi Í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninganna hefur borið á því að nokkur framboð ætli sér að byrja á öfugum enda. Sum kosningaloforðin bera nefnilega með sér að flokkarnir stefni að því að breyta ýmsu – en hin nýja framkvæmd myndi ekki vera í samræmi við landslög. Enn aðrir ætla sér hluti sem ekki verður breytt nema með því að Alþingi taki sig til og geri það. Þau fram- boð ættu kannski að íhuga að draga sig í hlé í bili og keyra af fullu afli á næstu þingkosningar til að þau fjölmörgu mikilvægu mál sem heyra undir sveitar- stjórnir fái að vera í forgrunni nú. joli@frettabladid.is 2 2 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R8 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 2 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -C 4 A C 1 F D A -C 3 7 0 1 F D A -C 2 3 4 1 F D A -C 0 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.