Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.05.2018, Blaðsíða 10
10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið– Forstöðumenn frístundaheimila Njarðvíkurskóli – Ýmsar kennarastöður Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi og íþróttakennari Háaleitisskóli – Skólaliðar og ýmsar kennarastöður Málefni fatlaðs fólks – Störf í þjónustukjörnum Holtaskóli – Umsjón fasteigna Velferðarsvið – Störf á heimilum fatlaðs fólks Holtaskóli – Táknmálstalandi kennari Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Ljóðakvöld Fimmtudagskvöldið 3. maí kl. 20:00 lesa Bjartmar Guðlaugsson og Bubbi Morthens ljóð sín fyrir gesti safnsins. Allir hjartanlega velkomnir. Hæfingarstöðin - opinn dagur Föstudaginn 4. maí frá kl. 13:00 – 16:00 verður opinn dagur í Hæfingarstöðinni, Keilisbraut 755. Heitt á könnunni og búðin opin. Allir velkomnir. Winds Aloft blásarakvintettinn heldur tónleika Kvintettinn sem er frá US Air Force heldur tónleika í Bergi Hljómahöll 4. maí kl. 17:30. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Sjá nánar í fréttatilkynningu í blaðinu. ÉG ER FURÐUVERK Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Menningarsvið Reykjanesbæjar hélt barna- og fjölskyldutónleika í Stapa sl. sunnudag. Flutt voru þekkt barnalög sem tengjast Suður- nesjum. Flytjendur voru rokk- hljómsveit og söngvarar úr Rytmískri deild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Barnakór Tónlistarskólans. Sérstakur gestur var Magnús Kjartans- son sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljóm- platna með barnastjörnunni Ruth Reginalds. Hinn geðþekki Marteinn skógarmús var kynnir tón- leikanna. Að vanda voru það elstu börn leik- skólanna tíu í Reykjanesbæ sem sungu listahátíð barna í Reykja- nesbæ inn um miðja síðustu viku. Síðan gengu þau fylgtu liði yfir í Gryfju þar sem grunnskólabörn sýna verk sín og þaðan í lista- sal Duus Safnahús þar sem verk leikskólabarna eru. Auk leik- og grunnskólanna tekur Fjölbrauta- skóli Suðurnesja þátt, Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballet Akademían og Danskompaní þátt í Listahátíð barna í Reykjanesbæ sem stendur fram til 13. maí nk. Á fjölskylduhátíðinni um nýliðna helgi bauð Skessan í hellinum í lummur. Skátar grilluðu og KFUM og K stóð fyrir ratleik. Sirkus Ís- lands kom í heimsókn og boðið var upp á margskonar smiðjur og gleðistundir. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á há- tíðinni. VEL LUKKUÐ LISTAHÁTÍÐ BARNA Í REYKJANESBÆ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.