Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 2

Víkurfréttir - 03.05.2018, Side 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. maí 2018 // 18. tbl. // 39. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um- brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur- frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR 4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS SANDGERÐI -20° 150kg Fyrir 75 árum, hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengju- flugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið „Hot Stuff“ á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orr- ustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn „Hot Stuff“ var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri. Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. And- rews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi. Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower varð síðan forseti Banda- ríkjanna á árunum 1953 - 1961. Andrews hershöfðingi var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsdeild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947. Var Andrews herflugvöllurinn í Maryland, aðsetur einkaflug- vélar Bandaríkjaforseta, Air Force One, nefndur til heiðurs honum. Bandaríska herstjórnin á Íslandi nefndi nýreist íþróttahús við Hálogaland í Reykjavík Andrews Memorial Field House til heiðurs hershöfðingjanum en húsið var helsta íþróttahús höfuðborgarinnar í tvo áratugi eftir stríðið. Varnar- liðið nefndi einnig samkomuhús sitt á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) Andrews Theater til heiðurs Andrews hershöfðingja. Í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá þessum örlagaríka degi verður afhjúpaður minnisvarði um flugslysið við Grindar- víkurveg, fimmtudaginn 3. maí kl. 13:00. Minnismerkið er tilkomumikið og skartar meðal annars gríðarlega stórri eftirlíkingu af B-24 Liberator sprengjuflugvélinni úr ryð- fríu stáli. Þá verður í kjölfarið minningarathöfn í Andrews Theater á Ásbrú, kl. 14:30. Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Bandaríkjamannsins Jim Lux og ættingjum þeirra sem fórust, með aðstoð Þorsteins og Ólafs Marteinssona. En allir eru þeir miklir áhugamenn um flugvélar og flugsögu seinni heimstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir „heiðursflugi” B-52 Stratofortress flugvélar banda- ríska flughersins yfir svæðið á meðan á afhjúpun stendur. Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Meðal annarra gesta verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- ráðherra og Jill Esposito, staðgengill sendiherra bandaríska sendiráðsins á Íslandi, ásamt Lt. Gen. Richard Clark og Col. John Teichert frá bandaríska lofthernum. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið og Frank M. And- rews hershöfðingja. Áhugasamir eru boðnir velkomnir á þessa tvo viðburði og heiðra minningu áhafnar B-24D Liberator. Afhjúpun minnisvarðar um flugslys á Reykjanesi: 75 ÁR FRÁ ÞVÍ „HOT STUFF“ FÓRST Á FAGRADALSFJALLI Nafnanefnd og undirbúningsstjórn sameiningar sveitarfélaganna Sand- gerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hefur ákveðið um hvaða fimm nöfn verða greidd atkvæði. Við val á til- lögum var ákveðið að nöfn sem hafa tilvísun í eldri heiti sveitarfélaganna komi ekki til álita. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en umsagnir nefndarinnar um þau fimm nöfn sem kosið verður um fylgja þessari frétt. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og fer fram í byrjun maí. Atkvæðagreiðslan fer fram í tveimur umferðum. Gert er ráð fyrir að fyrri umferð hefjist í fyrstu viku maí og ljúki 11. maí og þá liggi fyrir hvaða tvö nöfn hafa fengið flest atkvæði. Í síðari umferð verður kosið milli þeirra tveggja, og gert ráð fyrir að þeirri at- kvæðagreiðslu ljúki 18. maí. Íbúar hins nýja sveitarfélags fá leið- beiningar um hvernig rafræna atkvæða- greiðslan fer fram, en til að taka þátt þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil. Íbúar eru því hvattir til að verða sér út um þau hjá sínum viðskiptabanka eða á Ísland.is. Þau nöfn sem greidd verða atkvæði um eru eftirfarandi. Við hverja tillögu má sjá umsögn Örnefnanefndar, sem hefur lögformlegt hlutverk við val á nöfnum sveitarfélaga. Heiðarbyggð Umsögn Örnefnanefndar: Meirihluti Örnefnanefndar leggst ekki gegn nafninu. Í rökstuðningi nefndar á vegum sveitar- félagsins er vísað til þess að sveitar- félögin sem sameinast liggi við Miðnes- heiði. Bent er á að nafnið hafi tilvísun til heiðarinnar, og saga, atvinna, sam- göngur og menning beggja sveitarfélaga sé nátengd heiðinni. Meirihluti Örnefnanefndar telur að nafnið Heiðarbyggð uppfylli markmið laga um örnefni (nr.22/2015), þar sem talað er um verndun örnefna og nafn- giftahefða og kveðið á um að örnefni séu í samræmi við íslenska málfræði og íslenska málvenju, ásamt því að lögð er áhersla á að ný örnefni séu í samræmi við staðhætti og örnefnahefð. Nafnið Heiðarbyggð raskar ekki rótgrónum heitum á svæðinu og skapar því ekki flækjustig varðandi öryggismál. Nesjabyggð Umsögn Örnefnanefndar: Ekki er lagst gegn nafninu sem þykir þó ekki sérkennandi fyrir þetta byggðarlag fremur en mörg önnur. Í rökstuðningi nefndar á vegum sveitar- félagsins er vísað til staðsetningar sveitarfélagsins á Suðurnesjum og bent á nafnið Dalabyggð sem hliðstæðu. Örnefnanefnd telur þetta þó ekki sam- bærilegt að öllu leyti, þar sem „Dalir“ er ævagamalt heiti á héraðinu fyrir botni Breiðafjarðar. Fyrri liðurinn Nesja- er að vísu að sumu leyti lýsandi fyrir stað- hætti í sameinuðu sveitarfélagi, en hins vegar verður að telja langsótt að hann sé sérkennandi fyrir þetta sveitarfélag fremur en önnur sveitarfélög í nágrenn- inu eða annars staðar á landinu. Galli við nafnið er að hætta er á að það skapi rugling við Nesjasveit í Austur-Skafta- fellssýslu sem nú tilheyrir Hornafjarð- arbæ en var áður Nesjahreppur. Suðurbyggð Umsögn Örnefnanefndar: Ekki er lagst gegn nafninu sem þykir þó ekki sérkennandi. Í rökstuðningi nefndar á vegum sveitar- félagsins er bent á að sveitarfélagið sé á Suðurnesjum og vísað til þess að venja er að tala um að fara suður á nes þegar farið er til Suðurnesja. Hins vegar er ljóst að þessi atriði greina sveitarfélagið ekki frá öðrum sveitarfélögum á Suður- nesjum. Þá verður að telja langsótt að fyrri liðurinn Suður- sé sérkennandi fyrir þetta sveitarfélag fremur en önnur á sunnanverðu landinu. Útnesjabyggð Umsögn Örnefnanefndar: Mælt er með nafninu Útnesjabyggð. Í tillögunni segir m.a. að nafnið vísi til Útskála, Hvalsness og Miðness og bent á að íbúar svæðisins hafi verið kallaðir Útnesjamenn. Einnig segir að samkvæmt málvenju fari menn út á nes eða út í Garð og Sandgerði. Þá kemur fram í tillögunni að nafnið lýsi vel stað- setningu sveitarfélagsins úti á ysta nesi. Nafnið Útnes (eða fyrri liðurinn Út- nesja) samræmis staðháttum í sveitar- félaginu, en innan marka þess er að finna útnesin Rosmhvalanes/Miðnes, Hvalsnes og Stafnes, og í sveitarfélag- inu eru Útskálar, en við þá er kennd Útskálasókn sem nær yfir stóran hluta sveitarfélagsins. Nafnið er einnig ein- kennandi fyrir staðsetningu miðað við nágrannasveitarfélög. Reyndar ber við að nafnið Útnes sé notað í sömu merk- ingu og Suðurnes þegar þetta nafn er notað í þrengri merkingu sem vísun til byggða utarlega á norðanverðum Reykjanesskaga, þ.e. til Reykjanesbæjar auk Sandgerðisbæjar og sveitarfélags- ins Garðs. Þetta virðist þó ekki svo rótgróin venja að hægt sé að tala um að sem nýtt stjórnsýsluheiti stangist nafnið á við 2. Lið meginsjónarmiða Örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga. Ystabyggð Umsögn Örnefnanefndar: Ekki er lagst gegn nafninu Í rökstuðningi nefndar á vegum sveitar- félagsins fyrir tillögunni segir að nafnið vísi til þess að sveitarfélagið er yst á Suðurnesjum og Reykjanesskaga. Nafnið er þannig lýsandi fyrir staðhætti á svæðinu og staðsetningu gagnvart ná- grannasveitarfélögum. Þessir kostir eru sammerktir nafninu Ystabyggð og nöfnum sem byggja á Útnes, en hins vegar hafa Útnesjanöfn það framyfir þetta nafn að hafa sögulega skírskotun og byggja á málvenju. Fimm „byggðir“ í boði fyrir Útnesjamenn - Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.