Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  255. tölublað  105. árgangur  SKÚTAN Í RAUN FLJÓTANDI FJALLAKOFI MEÐ KEPPNISRÉTT Á EM ERU VETTVANGUR LISTRÆNNA GJÖRNINGA HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR TÖLVULEIKIR 35BÚBBI FRÁ ÍSAFIRÐI 12 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, hefur boðað alla forustumenn flokkanna, sem náðu kjöri til Alþing- is um helgina, til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýja ríkis- stjórn núverandi stjórnarandstöðu- flokka vera í spilunum. Þá telur hann að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnar- myndunarumboðið. „Það myndar ágætis grunn fyrir ríkisstjórn hvort heldur sem við er- um fjórir flokkar eða tökum ein- hvern með okkur í það samstarf,“ segir Logi. „Traust ríkisstjórnar er ekki mælt í fjölda flokka eða í þingstyrk,“ segir Katrín Jakobsdóttir, spurð hvort hún treysti sér til að leiða ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka, eða svokallaða VSBP-stjórn. „Mér finnt það skynsamlegt að við förum yfir það í okkar herbúðum hvort við metum það sem vænlegan kost,“ segir Katrín. Framsóknarflokkurinn er í lykil- stöðu, að sögn Sigurðar Inga Jó- hannssonar, formanns flokksins, en að hans sögn horfa kjósendur til flokksins sem bæði kunni og geti starfað í ríkisstjórn. Átta flokkar taka sæti á Alþingi eftir yfirstandandi kosningar og ljóst að þröng verður á þingi. Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fjöldi þingflokka skapi vandamál og kalli á breytingar á húsakynnum Alþingis. Vilji fyrir viðræðum stjórnarandstöðuflokka  Katrín óhrædd við að leiða fjölflokkastjórn Morgunblaðið/Eggert MKosningar »2, 4, 6, 8, 10, 11, 14, 15, 16, 17 og 20  Húsakynnum þingsins breytt vegna fjölda flokka  Allir formenn til Bessa- staða á fund forseta í dag Leiðtogar vinstriflokkanna féllust í faðma rétt áður en stigið var í myndver á kosninganótt en bæði Logi Már Ein- arsson, formaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, geta vel við unað. Báðir flokkar juku fylgi sitt í kosningunum. Það dugar þó hvorki til myndunar tveggja né þriggja flokka vinstristjórnar. Fundir þessara og fleiri leiðtoga gætu því orðið ansi margir á næstu dögum og vikum. Katrín og Logi stungu saman nefjum á kosninganótt Kjörsókn var ívið betri í alþingis- kosningunum á laugardaginn en fyr- ir ári. Alls kusu 81,2 prósent nú en 79,2 prósent fyrir ári. Eingöngu tólf nýir þingmenn taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn, en það eru þónokkuð færri en fyrir ári. Eftir þingkosning- arnar í fyrra kom 31 nýr þingmaður til starfa. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa 12 þingmönnum, Sjálfstæðisflokkur tapar 5 þingmönnum og er með 16 þingmenn, en kosningin er sú næst- versta í sögu flokksins. Björt framtíð tapar 4 þingmönn- um og dettur alveg út af þingi og Viðreisn tapar 3 þingmönnum og er með 4. Framsóknarflokkur heldur sínum 8 þingmönnum, Píratar fá 6 þing- menn, Vinstri græn bæta við sig ein- um og fá 11, Samfylking fer úr 3 í 7 þingmenn. Flokkur fólksins fær 4 og Miðflokkurinn 7 menn á þing. A 1,2% B 10,7% C 6,7% D 25,2% F 6,9% M 10,9% P 9,2% S 12,1% V 16,9% Fylgi flokkanna 0 8 4 16 47 6 7 11 Fjöldi þingmanna Aðrir flokkar eða framboð 0,3% Nýliðun minni en fyrir ári  Stjórnarflokkar missa allir þingmenn  Björt framtíð þarf á naflaskoðun að halda að mati Óttars Proppé, formanns flokksins. Kveðst hann sjálfur sem formaður ekki vera undanskilinn þeirri skoðun, en flokkurinn hvarf af þingi í alþing- iskosningum um helgina. Fékk flokkurinn einungis 1,22% atkvæða og missti alla fjóra þingmenn sína. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Óttarr vera í stjórnmálum til að gera gagn, en ekki út frá sinni eigin persónu. „Ég mun eiga samtal við mitt fólk og meta hvar maður gerir mest gagn,“ segir hann. „Við höfum auðvitað verið í þró- un frá því flokkurinn var stofnaður, en þetta þýðir auðvitað naflaskoð- un og að við þurfum að skoða okkar mál,“ segir Óttarr. Björt framtíð hafði hafið undir- búning fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar á næsta ári, þegar síðasta rík- isstjórn liðaðist í sundur. Óttarr segist óviss um hvort niðurstaðan á landsvísu hafi áhrif á fylgið í sveitarstjórnarstarfinu. »10 Formaður BF segir flokkinn þurfa á nafla- skoðun að halda eftir hvarf hans af þingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fylgishrun Björt framtíð missti fjóra al- þingismenn sína í kosningunum. Konum á þingi fækkar í kjölfar kosninganna um helgina, þær verða 38,1% í stað 47,6% áður og hefur hlutfallið ekki verið jafn lágt í tíu ár. Hlutfallið er afar mismunandi eftir flokkum og kjördæmum, hæsta hlutfall kvenna er í þingflokki Framsóknarflokksins og lægst er það í Miðflokknum, 14%. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Mið- flokksins, segir æskilegt að kynja- hlutföllin séu sem jöfnust, en erf- iðara hafi verið að fá konur en karla í efstu sætin. Hann segist hafa upp- lifað svipaða tregðu kvenna í gegn- um tíðina á stjórnmálaferli sínum. „Við erum meira en tilbúin að leita allra leiða til að jafna þetta,“ segir hann. »20 Konur ekki jafn fáar frá 2007 Hlutfall kvenna í þingflokkum Eftir kosningarnar 2017 B Framsóknar- flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis- flokkurinn F Flokkur fólksins M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstri græn 62,5% 50% 33% 14% 43% 55% 25% 25%  Þingkonum fækkar úr 47,6% í 38,1%  Flestar í Framsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.