Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 LISSABON 16. nóvember í 3 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 64.995 m/morgunmat Borgarferð til KOSNINGAR 2017 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Ég þakka þetta frábærum stuðn- ingsmönnum og fólkinu okkar öllu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurð um ástæður mikillar fylgisaukningar flokksins á laug- ardag. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum mældist flokkurinn með 6,88% atkvæða, en hafði í nýj- ustu könnunum mælst utan þings, þ.e. með minna fylgi en 5%. Flokk- urinn fékk fjóra þingmenn kjörna. Framsaga Ingu í leiðtogaumræð- um á RÚV degi fyrir kosningar vakti athygli og hafa greinendur m.a. vís- að til tilfinningaþrunginnar ræðu hennar þegar rætt hefur verið um fylgisaukningu flokksins. Aðspurð segist Inga alls óvíst hvort orð henn- ar á föstudag hafi aukið fylgið. „Ég veit ekkert um það, það eru vangaveltur sem við fáum aldrei svar við. Hins vegar fengum við að sjá að það er ekki allt gull sem glóir í þessum skoðanakönnunum. Daginn fyrir kosningar birtist skoðana- könnun sem var okkur mjög óhlið- holl, þar vorum við með 4,2 prósent að mig minnir,“ segir hún. Inga telur best ef skoðanakann- anir yrðu ekki birtar síðustu vikuna fyrir kjördag. „Ég hitti nokkra sem treystu sér ekki til að kjósa flokkinn vegna þess að við vorum undir fimm prósentunum. Þetta hefur áhrif á suma, því miður,“ segir hún. „Gjörbreytt landslag“ Oddvitar Flokks fólksins í öllum kjördæmum báru saman bækur sín- ar í gærkvöldi, en fjórir þeirra eru nú þingmenn. „Við þurfum að skoða stöðu okkar og gjörbreytt landslag,“ segir Inga. „Markmiðið er að byggja flokkinn aftur upp. Við eignuðumst lítið barn í fyrra, Flokk fólksins og hann vex, dafnar og styrkist. Því fleiri sem hoppa á vagninn með okk- ur því öflugri verður hann. Við þurf- um að sýna að við séum traustsins verð,“ segir Inga Sæland. Flokkur fólksins tók stökk  Inga Sæland vill engar kannanir í vikunni fyrir kjördag  „Þurfum að sýna að við séum traustsins verð“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigur Karl Gauti Hjaltason, t.v., nýr þingmaður fyrir Flokk fólksins. Miðflokkurinn, nýstofnaður flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, kemur nýr inn á þing með 10,9% fylgi á landsvísu og fær sjö menn kjörna á þing. „Ég er alveg himinlifandi yfir fylgi flokksins og óneitanlega er skemmtilegt að það hafi komið á daginn að þetta sé mesta fylgi sem nýtt framboð hefur fengið, þó það muni ekki miklu á okkur og Borgaraflokknum,“ segir Sigmundur. Að sögn Sigmundar var ná- kvæmt fylgi Miðflokksins 10,87% en fylgi Borgaraflokksins í kosn- ingunum árið 1987 var 10,86%. „Það er sérstaklega gaman í ljósi þess að það hafa aldrei verið jafn margir flokkar í þinginu þannig að samkeppnin hefur ekki verið eins mikil áður og við höfðum bara nokkrar vikur til að gera allt til- búið.“ Fyrir utan þingstörf og möguleg- ar stjórnarmyndunarviðræður bíð- ur Miðflokksins jafnframt mikil vinna við skipulag flokksins en til að mynda hefur enn enginn vara- formaður verið kjörinn. „Nú tekur við heilmikil vinna við að byggja upp innviði flokksins. Við höfum ekki haft hundrað ár til að undir- búa okkur eins og gamli flokkurinn minn. Þannig að það er að ýmsu að hyggja núna í framhaldinu og það verður vonandi skemmtileg vinna því þetta er búið að vera mjög skemmtilegt fram að þessu.“ Fyrsti þingflokksfundur Mið- flokksins verður haldinn í Alþingis- húsinu kl. 9:15 í dag. „Það er til- hlökkunarefni að hitta hópinn. Hann hefur ekki komið allur saman síðan á stofnfundinum,“ segir Sig- mundur. gislirunar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Himinlifandi Sigmundur hlakkar til að hitta þingflokkinn í dag. Slógu metið naumlega  Miðflokkurinn fékk sjö menn kjörna Gísli Rúnar Gíslason Jón Birgir Eiríksson Flokkur fólksins, Miðflokkur og Samfylking eru þeir flokkar sem bættu mestu fylgi við sig í þingkosn- ingunum á laugardaginn. Sá fyrst- nefndi komst yfir fimm prósenta þröskuldinn eftir að hafa mælst utan þings í skoðanakönnunum fram að kjördegi. Samfylkingin rúmlega tvö- faldaði fylgi sitt frá því fyrir ári þeg- ar flokkurinn beið afhroð. Framsóknarflokkurinn vann varnarsigur og hélt sínum átta þing- mönnum þrátt fyrir klofningsfram- boð Miðflokksins. Á hinn bóginn töp- uðu sjálfstæðismenn og Píratar nokkru fylgi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf Morgun- blaðinu ekki kost á viðtali í gær um niðurstöður kosninganna. Í sjón- varpsfréttum RÚV í hádeginu í gær sagðist hann ánægður með að flokk- urinn hefði mest fylgi í öllum kjör- dæmum, en harmaði að í þingflokkn- um hefði konum og ungum þingmönnum fækkað. Hefði kosið meira fylgi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyingarinnar græns fram- boðs, var ánægð með niðurstöður kosninganna líkt og aðrir flokkar sem náðu á þing. „Þetta er annar besti árangurinn sem hreyfingin hef- ur náð frá stofnun. Auðvitað var fólk með væntingar, en ég sá frá byrjun að það var gríðarleg hreyfing á fylginu í könnunum. Þó að maður hefði kosið að fá meira, þá vissi ég að þetta gat farið hvernig sem var,“ sagði hún. „Við erum annar stærsti flokkur- inn og erum í sókn. Svo er mikilvægt að halda því til haga að bæði við og Samfylking, þessir hefðbundnu vinstriflokkar, bætum við okkur.“ Svekkjandi jöfnunarkerfi Niðurstöður kosninganna leggjast vel í Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, en flokkurinn bætti við sig fjórum þingmönnum. „Þetta er náttúrlega rúmlega tvö- földun á fylgi hjá okkur sem skapar góðan grunn til að byggja endur- reisnina betur á. Það verður nokk- urra missera verkefni.“ Athygli hefur vakið að fylgi Sam- fylkingarinnar var 1,4 prósentustig- um meira en fylgi Framsóknar- flokksins sem fékk þrátt fyrir það einum fleiri þingmenn. „Auðvitað er það pínu svekkjandi að vera þriðji stærsti flokkurinn í prósentum og horfa á eftir einum manni yfir til flokks sem er tæpum tveimur pró- sentustigum minni. En þannig er bara kerfið okkar, þannig að við er- um fjórði stærsti flokkurinn að þing- styrk en þriðji stærsti í fylgi,“ segir Logi og bætir við að það hafi ýmsar hliðarverkanir í för með sér þar sem til að mynda framlög ríkisins til stjórnmálaflokka og röð ræðumanna í fyrirspurnartímum fari eftir fjölda þingmanna. Höfðaði til nýrra kjósenda Sigurður Ingi Jóhannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, kveðst ánægður með niðurstöður kosning- anna. „Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðuna, ég er stoltur af mínu fólki sem sneri erfiðri stöðu á tveimur vikum. Við höfum samheldinn, öflug- an þingflokk sem aldrei fyrr,“ sagði hann. Sigurður Ingi segir kjósendur treysta flokknum. „Ég held að við höfum náð til margra nýrra kjós- enda, annars vegar þeirra sem voru ánægð með málin sem við lögðum áherslu á, heilbrigðismál, sam- göngu- og menntamál. Svo held ég líka að frambjóðendurnir og forysta flokksins sé fólk sem kjósendur treysta. Þeir vita að við kunnum að vinna og erum heiðarlegt og traust fólk, það er ákall eftir slíku í íslensk- um stjórnmálum.“ Áherslur Pírata nú á dagskrá „Það er missir að þessum þing- mönnum okkar en á sama tíma sýna kosningarnar að við séum komin til að vera, kjörin á þing í þriðja skipti og erum einn af langlífustu nýju flokkunum sem eru ekki fjórflokk- urinn,“ segir Þórhildur Sunna Æv- arsdóttir, aðalsamningamaður Pí- rata. „Okkar markmið í stjórn- málunum er að nást með því að koma þeim á dagskrá hjá öðrum flokkum líka. Við sjáum núna að margir flokk- anna tala fyrir gagnsæi, upplýsinga- frelsi, tjáningarfrelsi og nýja stjórn- arskráin er líka komin á dagskrá. Nútímalegri og betri stjórnmál eru komin í umræðuna,“ segir hún. Tala máli frjálslyndis Fylgi Viðreisnar var ívið lægra en nýjustu skoðanakannanir gerðu ráð fyrir eða 6,7% á landsvísu. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist vera ánægð með kosningarnar þrátt fyrir að hún sjái á eftir þremur þingmönnum. „Það er bara ljómandi hugur í manni eftir niðurstöðurnar. Sérstaklega þegar maður horfir á það hvernig þingið er að breytast þá er mikilvægt að Við- reisn hafi fjóra þingmenn á þingi sem tala máli frjálslyndis, alþjóða- hyggju og hafi kjark til að fara í ákveðnar breytingar í samfélaginu.“ Spurð hvernig henni lítist á að hafa átta flokka á Alþingi segir Þorgerður að henni lítist ekkert illa á það. „Kjósendurnir fengu valið, þetta er niðurstaðan og það er stjórnmál- anna að vinna úr því. Ég er ekkert svartsýn á þetta, en það er alveg ljóst að það er mjög stór og mikill hugmyndafræðilegur ágreiningur annars vegar af hálfu Viðreisnar og hins vegar af hálfu annarra flokka, þá ekki síst nýju flokkanna sem eru að koma inn.“ Stjórnmálaleiðtogarnir flestir sáttir með sinn hlut  Næstbesti árangur VG frá stofnun  Framsókn hafi náð til nýrra kjósenda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Iðnó Stuðningsmenn Vinstri grænna fögnuðu næstbesta árangri flokksins frá stofnun en hreyfingin sem er næststærst á landsvísu bætti við sig manni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grand Sjálfstæðismenn fylgdust með kosningavökunni á Grand Hotel í Reykjavík en flokkurinn sem er stærstur á landsvísu missti fimm þingmenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.