Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 rsk@rsk.is Nánari upplýsingar á rsk.is Álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2017 er lokið Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 30. október til 13. nóvember 2017 að báðum dögummeðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 29. desember 2017. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:0 442 1000 KOSNINGAR 2017 telur líklegastan til að mynda ríkis- stjórn umboð og eða formanni stærsta stjórnmálaflokksins.“ Birgir telur að það velti á því hver fái umboðið hvort hér verði hægri eða vinstri miðjustjórn en möguleik- arnir séu óvenjumargir. Stutt sé síð- an formenn flestra flokkanna áttu í viðræðum og því þurfi ekki að byrja málefnaviðræður frá grunni. Eva Heiða segir engan flokk standa með pálmann í höndum en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins megi vel við una og Samfylkingin hafi bætt töluvert við sig. „Nýju flokkarnir eru sigurvegar- arnir. Endurkoma Samfylkingar- innar er glæsileg og Vinstri græn komu vel út,“ segir Birgir. Einlægni Ingu skilaði árangri Birgir og Eva Heiða telja það ekki ólíklegt að framganga Ingu Sæland, formanns Flokks heimilanna, í kapp- ræðum RÚV á föstudaginn hafi átt sinn þátt í góðri útkomu flokksins. „Inga var einlæg og ástríðufull og hún sýndi meiri tilfinningar en stjórnmálamenn almennt gera. Það má ekki gleyma því að flokkurinn mældist með 8-10% í upphafi kosn- ingabaráttunnar en missti fylgið um tíma. Flokknum tókst að koma bar- áttumálum sínum fyrir þá sem höll- um fæti standa á dagskrá á loka- metrunum,“ segir Eva Heiða. Birgir segir að Inga hafi sýnt raunverulega umhyggju fyrir þeim sem bágast standa og það hafi fallið í góðan jarð- veg. Óþarflega almenn Að mati Birgis vann Sjálfstæðis- flokkurinn varnarsigur en hart var sótt að flokknum og Eva Heiða segir Sjálfstæðifslokkinn fastan í sínu kjarnafylgi. Það sama megi segja um Framsóknarflokkinn og Birgir bætir við að margir framsóknar- menn virðist hafa skilað sér heim. „Vinstri græn voru á gríðarlegu flugi. Þau gerðu þau mistök að vera óþarflega almenn og urðu þar af leiðandi ekki nógu sannfærandi. En þau mega vel við una,“ segir Birgir. Eva segir Vinstri græn ekki standa uppi sem sigurvegara þrátt fyrir að vera næststærsti flokkurinn. Þau hafi fengið sviðið, talað of al- mennt og því ekki haldið sviðinu í lok baráttunnar. „Miðflokkurinn má vel við una. Hann er stofnaður nokkrum vikum fyrir kosningar, fær strax 10% í könnunum og heldur því,“ seg- ir Eva Heiða og Birgir bætir við að flokkurinn höfði til framsóknar- manna og yfir á hægri miðjuna. „Skelegg forysta og nýir talsmenn gáfu Samfylkingu góða endur- komu,“ segir Birgir. Eva Heiða seg- ir að Samfylkingin hafi verið við það að þurrkast út en stillt upp nýju fólki, náð upp góðri stemningu og náð vopnum sínum á ný. Birgir og Eva eru sammála um að Píratar hafi misst fylgi til Samfylk- ingarinnar og vaxandi tiltrú á gömlu flokkana spili þar inn í. Viðreisn missti flugið en náði fylginu upp þegar skipt var um for- mann, segir Eva Heiða og Birgir bætir við að Viðreisn hafi sótt á sömu mið og Samfylkingin. Tveir valkostir fyrir forsetann  Góð kjörsókn jákvæð  Náðu að kveikja í kjósendum  Ný og auðmjúk nálgun  Flókin staða og margir möguleikar  Nýju flokkarnir sigurvegarar  Endurkoma, varnarsigrar og heimkoma Morgunblaðið/Eggert Leiðtogar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er hér vel merktur eftir koss á kinn frá Katrínu Jak- obsdóttur, formanni Vinstri grænna, eftir umræður í sjónvarpssal. Nú er spurning hvort þeirra fær umboðið fyrst. Athygli vakti að bæði Samfylking og Miðflokkur fengu fleiri greidd at- kvæði á landsvísu en Framsóknar- flokkurinn en færri þingmenn. Þannig fékk Samfylking 12,1 pró- sent greiddra atkvæða og sjö þing- menn, Miðflokkurinn 10,9 prósent og sjö þingmenn en Framsóknarflokk- urinn 10,7 prósent og átta þingmenn. Þetta ræðst m.a. af því að þó fjöl- mennari kjördæmi hafi á að skipa fleiri þingmönnum er það ekki í hlut- falli við íbúafjölda. Á bak við hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi eru 5.300 kjósendur en aðeins 2.960 í Norðvesturkjördæmi. Þannig eru 80% fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi. Jöfnunarmenn og d’Hondts Kjördæmissætum er úthlutað með svokallaðri reglu d’Hondts þar sem atkvæðatölum er deilt með heiltöl- unum 1, 2, 3 o.s.frv. Við það verður til tafla með útkomutölunum úr deiling- unni fyrir hvern lista. Síðan er geng- ið á allar útkomutölurnar eftir stærð og sæti úthlutað í hvert sinn þar til öllum sætum viðkomandi kjördæmis hefur verið ráðstafað. Kjörnir eru 63 þingmenn á Alþingi en þar af eru 54 kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarsæti. Þannig gefur fjöldi þingmanna í kjördæmi ekki rétta mynd af vægi atkvæða. Jöfnunar- sætum er úthlutað til flokka í sam- ræmi við fylgi á landsvísu og þannig fá þeir flokkar sem fengið hafa fæsta kjördæmakjörna þingmenn, miðað við atkvæðamagn, flesta jöfnunar- þingmenn. Jöfnunarþingmenn leið- rétta því þá skekkju sem er á vægi atkvæða milli kjördæma. Þó getur gerst að flokkur með færri atkvæði hljóti fleiri þingsæti vegna fyrir- komulagsins. Tekið er á heildarskiptingu jöfn- unarsæta með d’Hondts-reglu á sama hátt og við úthlutun kjör- dæmissæta Morgunblaðið/Ómar Tölur Framsókn fékk fleiri þing- menn en Samfylking en minna fylgi. Minna fylgi en fleiri þingmenn til X-B  Flókið en samt einfalt kosningakerfi Skoðanakannanir sem gerðar höfðu verið fyrir þingkosning- arnar um helgina voru nokk- uð langt frá úrslitum í flest- um tilvikum. Þegar meðalfrávik eru skoðuð var það könnun Gallup fyrir RÚV sem að jafnaði komst næst því að spá rétt um niðurstöð- urnar. Á eftir Gallup kom MMR, þar á eftir Zenter, Félags- vísindastofnun HÍ og loks 365 miðlar, en frávik þeirrar könnunar voru að jafnaði mest miðað við úrslit kosn- inganna á laugardaginn. Þess ber að geta að allar kannanir voru með skekkju- mörk fyrir fylgi hvers flokks. Nokkuð langt frá úrslitum SKOÐANAKANNANIR Eva Heiða Önnudóttir Birgir Guðmundsson BAKSVIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, og Birgir Guð- mundsson stjórnmálafræðingur eru sammála um að aukin kosningaþátt- taka á laugardaginn sé jákvæð. Sér- staklega í ljósi þess að stutt sé liðið frá síðustu alþingiskosningum. „Nafnlausar auglýsingar á netinu sem beindust aðallega að Vinstri grænum, en einnig Sjálfstæðis- flokknum, eru það neikvæða við kosningabaráttuna og ekki lýðræð- inu til framdráttar. Það gætti tauga- titrings í baráttunni. Skýringin á því gæti verið að flokkarnir voru settir í stöðu sem þeir gerðu ekki ráð fyrir að vera í og það mikla álag sem fylgir kosningabaráttunni,“ segir Eva Heiða. Birgir segir að þrátt fyrir að stutt sé frá síðustu kosningum hafi flokk- arnir náð að kveikja í kjósendum. „Það er bæði jákvætt og neikvætt hversu margir flokkar buðu fram. Jákvætt að leyfa mörgum að spreyta sig en neikvætt þegar kemur að skil- virkni í stjórn landsins,“ segir Birg- ir. Eva Heiða segir þjóðina ekki vera að koma einum skilaboðum á fram- færi með atkvæðum sínum. Þegar fleiri flokkar bjóða fram séu kjós- endur tilbúnir að kjósa aðra flokka en fjórflokkinn og fleiri kjósendur séu tilbúnir að fylgja nýjum flokk- um. Birgir segir skilaboðin blendin en skýrt komi fram að stjórnmálin þurfi að tala betur saman á nýjum og auðmjúkari nótum. Birgir og Eva Heiða eru sammála um að staðan sé flókin við myndun ríkisstjórnar. Hægri miðja eða vinstri Eini möguleiki á þriggja flokka stjórn er að bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn verði í henni að mati Evu Heiðu. Hún segir forseta Íslands hafa tvo kosti varðandi stjórnarmyndun. „Hann getur veitt þeim sem hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.